Veltan á vefnum jókst um 600% í faraldrinum

Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri og einn eiganda Kokku fagnar þessum tímamótum.
Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri og einn eiganda Kokku fagnar þessum tímamótum. mbl.is/Eyþór Árnason

Vef­versl­un Kokku fagn­ar nú 20 ára af­mæli og er í full­um blóma þessa dag­ana. Guðrún Jó­hann­es­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri og einn eig­anda Kokku er stolt á þess­um tíma­mót­um.

„Það voru ekki marg­ar ís­lensk­ar vef­versl­an­ir komn­ar í loftið fyr­ir 20 árum síðan, enda erum við að halda upp á þenn­an háa ald­ur með til­boðum bæði í dag og á morg­un,“ seg­ir Guðrún með bros á vör.

Net­heim­arn­ir gætu aukið sýni­leika versl­un­ar­inn­ar

Guðrún seg­ir smá aðdrag­anda hafa orðið á því að ákvörðun hafi verið tek­in að opna vef­versl­un og syst­ir henn­ar eigi þátt í því að vef­versl­un­in fór í loftið.

„Kokka hafði verið starf­rækt í um það bil 3 ár þegar Auður syst­ir kom á fullu með inn í rekst­ur­inn. Hún hafði þá ný­lokið námi í tölv­un­ar­fræði við HÍ og fannst auðvitað ómögu­legt hversu lítið sýni­leg Kokka var í net­heim­in­um. Við vor­um á þeim tíma bara með ein­falda síðu með upp­lýs­ing­um um staðsetn­ingu og opn­un­ar­tíma, en vor­um al­veg sam­mála um að vef­versl­un gæti aukið sýni­leika versl­un­ar­inn­ar til muna þó ekki hafi verið mikið pantað á net­inu á þess­um tíma.“

Kokka hef­ur ávallt verið þekkt fyr­ir að vera með fal­leg­ar upp­still­ing­ar í búðar­glugg­un­um og fangaði at­hygli fólks sem þar hef­ur gengið fram hjá gegn­um tíðina.

„Enda má segja að vef­ur­inn hafi fyrst og fremst verið búðar­gluggi. Fólk var oft búið að skoða úr­valið á vefn­um og ákveða hvað það ætlaði að fá, en kom samt og keypti á staðnum. Stund­um var fólk búið að setja vör­ur í körf­una, tók svo skjá­skot sem það prentaði út og rétti okk­ur yfir búðar­borðið,“ seg­ir Guðrún og hlær.

Aðspurð seg­ir Guðrún að það hafi tekið sinn tíma að safna efni á vef­inn, það hafi ekk­ert verið hlaupið að því.

„Fæst­ir af birgj­un­um okk­ar voru með mynda­banka. Við feng­um send­ar út­prentaðar ljós­mynd­ir frá þýsk­um birgja sem voru með ljós­blá­um skýjuðum bak­grunni og handa­mód­eli sem hélt á eld­húsáhöld­un­um. Það var ekki mikið af not­hæfu efni í boði. Við enduðum á að kaupa okk­ur tjald og ljós­kast­ara fyr­ir mynda­tök­ur. Þetta var heil­mik­il vinna því það er ótrú­lega erfitt að ná góðum mynd­um af vör­um úr málmi og gleri.

Þetta hef­ur sem bet­ur fer breyst og núna er þetta mikið minna mál, þó fólk van­meti oft vinn­una sem fer í að halda vef­versl­un við. Það þarf stöðugt að upp­færa og bæta við nýj­um vör­um sem koma á lag­er.“

Guðrún reiknar með að standa við búðarborðið um ókomin ár.
Guðrún reikn­ar með að standa við búðar­borðið um ókom­in ár. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Hlut­fall vef­versl­un­ar ennþá lágt

Hvað er það sem hef­ur helst komið þér á óvart í þess­um rekstri?

„Hvað hlut­fall vef­versl­un­ar er ennþá lágt. Það er alltaf talað um að framtíð versl­un­ar sé á net­inu, en það var ekki fyrr en í Covid sem hlut­fallið fór yfir 10% af veltu. Vef­versl­un tók stórt stökk á þeim árum, enda fólk minna að þvæl­ast í búðum. Hjá okk­ur jókst velt­an á vefn­um um 600%. Það var mikið fjör, pakkað á dag­inn og keyrt út á kvöld­in.“

Hef­ur þú ávallt verið fag­ur­keri þegar kem­ur að eld­hús­tækj­um og tól­um og því sem fylg­ir eld­húsi?

„Já, ég fékk mína fyrstu upp­skrifta­bók í jóla­gjöf þegar ég var 8 ára göm­ul og hef enn mjög gam­an að fal­leg­um upp­skrifta­bók­um, á fleiri en ég kem fyr­ir. Svo finnst mér gam­an að hafa fal­legt í kring­um mig. Þegar græj­ur i eld­húsið eru ann­ars veg­ar finnst mér mik­il­væg­ast að þær virki vel, en það er marg­falt betra ef þær eru líka fal­leg­ar. Djúpa koparp­ann­an okk­ar er til dæm­is í miklu upp­á­haldi. Eng­in panna leiðir bet­ur hita og svo er gam­an að hafa hana hang­andi upp á vegg.“

Á efri hæð Kokku sem staðsett er á Laugaveginum er …
Á efri hæð Kokku sem staðsett er á Lauga­veg­in­um er búið að opna kaffi­hús. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Fal­leg og björt hæð með út­sýni að Esj­unni

Búið er að opna kaffi­hús í Kokku á efri hæðinni og ilm­ur­inn er lokk­andi þegar komið er í inn í versl­un­ina. Aðspurð seg­ir Guðrún að eft­ir að þau stækkuðuð og bættu við sig rými hafi vaknað sú hug­mynd að opna kaffi­hús.

„Versl­un­in sem var við hliðina á okk­ur flutti og þá losnaði jarðhæðin út á horn og öll efri hæðin. Við vild­um endi­lega stækka á jarðhæðinni en við urðum að taka allt eða ekk­ert. Ég fór upp og kíkti á hús­næðið þegar það var búið að tæma og sá strax mögu­leik­ana. Hæðin er björt og fal­leg með góðu út­sýni, ann­ars veg­ar yfir Lauga­veg­inn og hins veg­ar í átt að Esj­unni. Ég sá strax fyr­ir mér hvað gæti verið kósí að sitja við glugg­ann með kaffi­bolla.“

Hönnunin á kaffihúsinu er einstaklega velheppnuð og hlýleikinn er í …
Hönn­un­in á kaffi­hús­inu er ein­stak­lega vel­heppnuð og hlý­leik­inn er í for­grunni. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Guðrún seg­ir að það vinni mjög vel sam­an að reka kaffi­hús sam­hliða versl­un­inni. „Fólk kem­ur til okk­ar til að ræða mat­ar­gerð og eld­húsáhöld og verður oft ansi svangt þegar það er búið að hlusta á mann­inn minn, hann Steina, lýsa fjálg­lega hvernig hann not­ar all­ar þess­ar græj­ur. Þá er til­valið að bjóða upp á efri hæðina. Við erum bæði með há­deg­is­mat og svo er nota­legt að setj­ast niður og fá sér köku­bita með kaff­inu seinnipart­inn. Svo er lukku­stund hjá okk­ur milli frá þrjú til fimm á dag­inn, þá er upp­lagt að fá sér freyðandi og sítr­ónu­t­art.“

Allar kræsingarnar sem boðið er upp á kaffihúsinu eru bakaðar …
All­ar kræs­ing­arn­ar sem boðið er upp á kaffi­hús­inu eru bakaðar og eldaðar á staðnum. mbl.is/​Eyþór Árna­son

Allt eldað og bakað á staðnum

Hver er sérstaða kaffi­húss­ins?

„Ætli sérstaðan sé ekki fyrst og fremst fólg­in í því að við eld­um og bök­um á staðnum. Ostaskons­urn­ar eru bakaðar á hverj­um degi og einnig boll­urn­ar sem fylgja með súp­unni. Svo er mis­jafnt hvaða kök­ur eru á köku­barn­um, en ostaskons­urn­ar og gul­rót­arkak­an verða alltaf að vera í boði svo gest­irn­ir verði ekki svekkt­ir.“

Guðrún horf­ir björt­um aug­um til framtíðar­inn­ar og nýt­ur sinn í vinn­unni. „Fólkið í kring­um mig hef­ur grín­ast með að ég eigi aldrei eft­ir að geta hætt að vinna, mér þyki svo gam­an í vinn­unni. Við erum líka alltaf að fá nýj­ar hug­mynd­ir sem okk­ur lang­ar að hrinda í fram­kvæmd. Núna erum við að spá í hvort það gæti ekki verið gam­an að halda nám­skeið á efri hæðinni, kannski getið þið komið og fræðst um súr­kál í októ­ber,“ seg­ir Guðrún sposk á svip.

„En ég reikna með að ég muni standa hér við búðar­borðið um ókom­in ár, að því gefnu að Íslend­ing­ar haldi áfram að heim­sækja okk­ur. Því burt­séð frá ferðamönn­un­um sem kaupa stöku serví­ettupakka og kaffi­sopa þá eru það fasta­gest­irn­ir okk­ar sem eru mik­il­væg­ast­ir fyr­ir rekst­ur­inn og sál­ar­lífið,“ seg­ir Guðrún að lok­um.

Ilmurinn af kaffinu lokkar gjarnan viðskiptavinina upp á aðra hæð.
Ilm­ur­inn af kaff­inu lokk­ar gjarn­an viðskipta­vin­ina upp á aðra hæð. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Tedrykkja nýtur líka vinsælda.
Tedrykkja nýt­ur líka vin­sælda. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Kaffihúsið er kærkomin viðbót í flóruna hjá Kokku.
Kaffi­húsið er kær­kom­in viðbót í flór­una hjá Kokku. mbl.is/​Eyþór Árna­son
Kósíhornið.
Kósí­hornið. mbl.is/​Eyþór Árna­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert