Ómótstæðilega góð satay-nautaspjót sem þú átt eftir að elska

Girnileg satay-nautaspjót sem eiga eftir að gleðja alla sælkera.
Girnileg satay-nautaspjót sem eiga eftir að gleðja alla sælkera. Ljósmynd/Valla Gröndal

Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, er sann­kallaður sæl­keri og kann svo sann­ar­lega að út­búa rétt sem gest­ir henn­ar missa sig yfir. Hún gerði þessi ómót­stæðilega góðu satay-nauta­spjót með chili og kórí­and­er á dög­un­um og tókst að heilla mat­ar­gesti sína upp úr skón­um.

Satay-sósa er henn­ar allra upp­á­halds þegar kem­ur að asísk­um mat og hún hik­ar ekki við að prófa sig áfram með hnetusós­una.

„Það er eitt­hvað við þessa blöndu af hnetu­smjöri, chili, sojasósu og fleiri krydd sem er al­veg ómót­stæðilegt. Ég geri oft satay-sósu frá grunni en þegar ég vil flýta fyr­ir mér gríp ég í til­búnu sós­una frá Blue dragon. Hún er svo ljóm­andi góð og pass­ar með svo mörgu,“ seg­ir Valla og bæt­ir við: „Sér­stak­lega með nauta­kjöti.“

Ómótstæðilega góð satay-nautaspjót sem þú átt eftir að elska

Vista Prenta

Satay-nauta­spjót með chili og kórí­and­er

  • 900 g nauta­kjöt, gúllas eða stærri biti sem er skor­inn niður
  • 1 krukka Satay sósa frá Blue dragon
  • 2 msk. sojasósa
  • 2 msk. hnetu­smjör
  • ½ rautt chili, saxað smátt
  • Safi úr ½ límónu
  • Salt­hnet­ur, saxaðar
  • Ferskt kórí­and­er, saxað
  • Hrís­grjón eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skolið kjötið, þerrið og skerið í bita ef þarf.
  2. Setjið í skál.
  3. Setjið sós­una í skál og hrærið sam­an við sojasós­unni, hnetu­smjör­inu, chili og límónusafa.
  4. Blandið 1/​3 af sós­unni við kjötið og marín­erið í að minnsta kosti 30 mín­út­ur.
  5. Raðið kjöt­inu á spjót og hitið grillið vel.
  6. Sjóðið hrís­grjón, magn eft­ir smekk og fjölda í mat.
  7. Grillið spjót­in í 3-4 mín­út­ur á hvorri hlið, tími fer þó eft­ir stærð kjöt­bit­anna.
  8. Raðið spjót­un­um á fat og stráið kórí­and­er og salt­hnet­um yfir. Jafn­vel söxuðu chili-i ef vill.
  9. Velgið sós­una aðeins og berið spjót­in fram með sós­unni og hrís­grjón­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert