Þess vegna er Wagyu nautakjöt svona fokdýrt

Wagyu er upprunnið frá Japan og er alþekkt fyrir að …
Wagyu er upprunnið frá Japan og er alþekkt fyrir að vera nautakjöt í hæsta gæðaflokki hvað varðar gæði, bragð, áferð og hversu mikið kjötið er fitusprengt. Ljósmynd/Unsplash

Fyr­ir þá sem ekki vita þá vís­ar Wagyu til allra jap­anskra naut­gripa, þar sem „Wa“ þýðir jap­anskt og „gyu“ þýðir kýr. Wagyu er upp­runnið frá Jap­an og er alþekkt fyr­ir að vera nauta­kjöt í hæsta gæðaflokki hvað varðar gæði, bragð, áferð og hversu mikið kjötið er fitu­sprengt.

Wagyu kjöt­bit­inn kost­ar skild­ing­inn og er ef­laust ekki alltaf fyrsta val hjá mörg­um gest­um á mat­seðlum veit­inga­húsa þar sem boðið er upp á þessa dýrðar steik. Draga má þá álykt­un að hár verðmiði Wagyu nauta­kjöts end­ur­spegli ein­fald­lega gæði, áferð og áber­andi bragð kjöts­ins. Allt má það rekja til hvernig rækt­un naut­grip­anna fer fram með óvenju­legri um­hyggju og natni rækt­end­anna sem og naut­grip­irn­ir er á sér­völdu fæði.

Mun­ur­inn á Wagyu nauta­kjöti og venju­legu nauta­kjöti

Wagyu nauta­kjöt er al­mennt talið safa­rík­ara, mýkra og bragðmeira en hefðbundið nauta­kjöt. Það sem ger­ir Wagyu nauta­kjöt ein­stakt er hversu vel fitu­sprengt það er sem þýðir með öðrum orðum að fit­an dreif­ist jafnt og ríku­lega og bráðnar hrein­lega eins og smjör í munn­in­um sem gef­ur kjöt­inu ein­stakt bragð og áferð. Eft­ir­minni­legt og ógleym­an­legt bragð sem og mýkt Wagyu nauta­kjöts­ins skap­ar óviðjafn­an­lega mat­ar­upp­lif­un sem leyn­ir sér ekki og marg­ir aðdá­end­ur Wagyu nauta­kjöts­ins segja að bragð og áferð kjöts­ins sé al­gjör­lega him­neskt.

Hver er prís­inn á Wagyu?

Laus­leg könn­un Mat­ar­vefs­ins sýn­ir að verð per. kíló er í kring­um 40.000 ís­lenskra króna hjá söluaðilum. Fá­ein­ir veit­ingastaðir hér­lend­is bjóða upp á Wagyu kjöt en yf­ir­leitt er það sett fram sem 90 - 100 gramma rétt­ur á mat­seðli. Þeir sem hafa dá­læti á Wagyu kjöti horfa ekki endi­lega á það sem aðal­rétt held­ur sem smakk­rétt en verðmiðinn er ná­lægt 5.000 – 6.000 ís­lensk­ar krón­ur á  per. 90 – 100 grömm.

Safaríkt og gott á grillið.
Safa­ríkt og gott á grillið. Ljós­mynd/​Unsplash

Er Wagyu þess virði?

Wagyu kjöt er sann­ar­lega fok­dýr vara og það er ekk­ert óeðli­legt við það að hugsa sig tvisvar um hvort það eigi að hrökkva eða stökkva þegar Wagyu er ann­ars veg­ar á mat­seðlin­um eða hrein­lega blas­ir við þér í kjöt­borðinu. Hér eru nokk­ur góð rök til að íhuga þegar þú stend­ur frammi fyr­ir því að velja eða hafna:

  • Án efa kjötv­ara í fremsta og hæsta gæðaflokki.
  • Meyrt og bráðnar sann­ar­lega í munni eins og bráðið smjör.
  • Af­burðar vel fitu­sprengt kjöt sem trygg­ir áber­andi betri kjöt­gæði og bragð.
  • Safa­ríkt og bragðgott kjöt. 

Him­neskt og mjúkt und­ir tönn

Að lok­um eru það kost­ir og fjöl­hæfni Wagyu kjöts­ins. Þú get­ur klár­lega grillað það, brasað eða pönnu­steikt, mat­reitt það sem „sou­is vide“ eða hrein­lega bara hakkað það í eðal ham­borg­ara ef sá gáll­inn er á þér. Hvaða leið sem er val­in þá er nokkuð víst að þú get­ur  fengið und­ur­sam­lega út­komu í hvert ein­asta skipti sem þú eld­ar Wagyu kjöt. 

Hér má sjá Wagyu kjöt að betri gerðinni í kjöt­búðinni Alp­inebutcher í Den­ver:

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert