Sætur og súperhollur eftirréttur

Anna Eiríks mælir með þessum eftirrétti.
Anna Eiríks mælir með þessum eftirrétti. Samsett mynd

Stundum langar mann í eitthvað sætt og gott en langar að hafa það í hollari kantinum. Þá er upplagt að skella í þennan próteinríka eftirrétt sem tekur enga stund að útbúa. Hann er bæði einfaldur og ótrúlega góður.

Heiðurinn að uppskriftinni á Anna Ei­ríksdóttir deild­ar­stjóri hjá Hreyf­ingu en hún held­ur einnig úti vefnum annaeiriks.is og Instagramsíðu þar sem hún býður upp á fjarþjálf­un, holl­ustu upp­skrift­ir og fleira áhuga­vert.

Hægt er að skoða Instagramsíðuna hennar hér.

Próteinríkur eftirréttur sem er bæði sætur og góður.
Próteinríkur eftirréttur sem er bæði sætur og góður. Ljósmynd/Anna Eiríks

Próteinríkur eftirréttur - Sætur og góður

  • 125 g grísk jógúrt (vanillu eða prófa sig áfram með bragðtegundir eftir smekk)
  • ½ skammtur súkkulaðiprótein
  • smá skvetta agave síróp
  • 30 g brætt súkkulaði á toppinn

Aðferð:

  1. Hrærið vel saman gríska jógúrt, súkkulaðiprótein og agave síróp og setjið í skál.
  2. Bræðið smá súkkulaði og hellið yfir.
  3. Setjið í kæli í smá stund og berið svo fram með ferskum hindberjum og kakónibbum eða hverju sem ykkur þykir gott og eigið þá stundina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert