Svona getur þú poppað upp túnfisksalatið

Þú getur poppað túnfisksalatið þitt upp með ferskum sprettum, granateplafræjum …
Þú getur poppað túnfisksalatið þitt upp með ferskum sprettum, granateplafræjum svo fátt sé nefnt. Samsett mynd

Í til­efni af heilsu­dög­um Hag­kaups sem stóðu yfir á dög­un­um hélt Helga Magga heil­su­markþjálfi og sam­fé­lags­miðlastjarna mat­reiðslu­nám­skeið í Hag­kaup Smáralind. Eitt af því sem hún sýndi þar var þetta ein­falda tún­fisksal­at og hún benti einnig á sniðugar leiðir til að poppa það upp.

Til að mynda nefn­ir hún að hægt sé að poppa sal­atið upp með því að setja smá kórí­and­er dress­ing­unni ofan á. Einnig nefn­ir hún sprett­ur frá Vaxa, kletta­sal­at, granatepla­fræ og öðru sem mat­ar­hjartað girn­ist.

Sjáið Helgu Möggu leika list­ir sín­ar með tún­fisksal­atið hér fyr­ir neðan.

Svona getur þú poppað upp túnfisksalatið

Vista Prenta


Tún­fisksal­atið henn­ar Helgu Möggu

  • 1 dós tún­fisk­ur í vatni (vatn­inu hellt af)
  • 100 g kota­sæla, maukuð
  • 100 g grísk jóg­úrt
  • 2 harðsoðin egg, skor­in niður í eggja­sker­ar.
  • vor­lauk­ur eða ann­ar lauk­ur, skor­inn smátt niður, magn eft­ir smekk
  • 1-2 hvít­lauks­geir­ar, rifn­ir niður
  • salt og pip­ar eft­ir smekk

Auka til að poppa sal­atið upp

  • kórí­and­er­dress­ing, t.d. frá El Taco Truck
  • sprett­ur frá Vaxa
  • granatepla­fræ
  • pestó að eig­in vali

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra sam­an kota­sælu og grískri jóg­úrt.
  2. Bætið síðan tún­fiskn­um út í með gaffli, stappið hann aðeins áður en þið setjið hann út í blönd­una.
  3. Síðan er eggj­un­um bætt út í, þegar búið er að skera þau niður í eggja­sker­ar.
  4. Setjið síðan vor­lauk­inn og hvít­lauk út í blönd­una.
  5. Saltið og piprið sal­atið eft­ir smekk.
  6. Toppið með því sem ykk­ur lang­ar í.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert