Útópía nýr sjóðandi heitur kokteilabar og næturklúbbur

Pétur Kolka Hafsteinn Úlfsson er yfirbarþjónn og höfundur kokteilaseðilisins á …
Pétur Kolka Hafsteinn Úlfsson er yfirbarþjónn og höfundur kokteilaseðilisins á nýja kokteilabarnum og næturklúbbnum Útópía. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á dögunum opnaði nýr sjóðandi heitur kokteilabar og næturklúbbur, Útópía, sem hefur heldur betur slegið í gegn fyrir að vera með heitustu kokteila landsins. Útópía er staðsettur þar sem Lux næturklúbburinn var áður og þar á undan skemmtistaðurinn Austur, að Austurstræti 7.

Heiðurinn af kokteilaseðlinum á Pétur Kolka Hafsteinn Úlfsson yfirbarþjónn kokteilabarsins- og næturklúbbsins. Pétur Kolka er einnig yfirbarþjónn veitingastaðarins OTO, sem hlaut Michelin Guide-viðurkenningu nú á dögunum. Hann bjó til og þróaði kokteilaseðilinn Útópía sem hefur slegið í gegn hjá gestum staðarins.

Útópía klukkan 20.00 á kvöldin.

„Þá er rólegri „lounge“ stemning þar sem fólk getur sest niður, fengið sér kokteila og spjallað saman. Við erum bæði með kokteilabar á neðri hæðinni og síðan annan á efri hæðinni. Um miðnætti opnar síðan næturklúbburinn fyrir innan þegar gestir eru komnir í gírinn til að dansa, en kokteilabarinn í setustofunni er áfram opinn til lokunnar fyrir þá sem vilja halda áfram í kokteilum og spjalli,“ segir Pétur Kolka. 

Vilja koma fólki á óvart

Það er eitthvað fyrir alla á Útópíu og eru þetta í raun margir staðir inn á einum, þetta er virkilega skemmtileg pæling sem ég held að eigi sér ekki forvera hér á Íslandi. Fyrst og fremst leggjum við áherslu á gæði og viljum hafa þetta svolítið öðruvísi, við viljum koma fólki á óvart og gera skemmtilega drykki úr góðum hráefnum. Við erum sífellt að þróa okkur áfram og gera þetta ennþá betra,“ segir Pétur Kolka jafnframt og bætir við að það sé virkilega gaman að fá að þróa kokteilaseðil fyrir stað eins og þennan.

Pétur Kolka hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu bak við barinn. „Mér finnst það frábært, stór hluti af starfinu er að spjalla við gestina og finna hvað þeir fíla. Það er góð tilfinning að kalla fram bros á varir gesta með góðum drykk. Ég elska að prófa nýja drykki, ný hráefni, nýjar aðferðir og mér finnst mjög gaman að leyfa fólki að smakka eitthvað sem það hefur ekki smakkað áður og heyra álit þeirra. Það er fólkið sem gerir starfið skemmtilegt.“

Hvað er það sem heillar þig mest við starfið?

„Það eru oft gestir sem koma á barinn við fagnaði, það eru afmæli, vinnupartí, útskriftir svo fátt sé nefnt og það er virkilega gaman að fá tækifæri til að deila þeirri gleði með fólkinu og ef ég get bætt upplifunina þeirra með góðum drykkjum er það alveg geggjað.“

Nirvana innblásinn af drykk gin og tónik

Nú er haust skollið á og þá eru gjarnan nýir kokteilar sem njóta vinsælda, aðrir en sumardrykkirnir. Hvaða kokteill heldur þú að verði heitastur á Útópíu í vetur?

„Það eru nokkrir sem koma til greina, erfitt að segja til um núna hver þeirra verði vinsælastur en það er einn í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Hann heitir Nirvana og er innblásinn af hinum sívinsæla blandaða drykk gin og tónik. Hann er settur upp eins og klassískur gimlet, og inniheldur ægilega gott síróp sem er gert úr ylliblómatónik og íslensku blóðbergi. Nirvana er blómlegur, ferskur og örlítið bitur.“

Pétur Kolka sviptir hulunni af hinum leyndardómsfulla kokteil, Nirvana, sem gæti orðið heitasti kokteill vetrarins.

Pétur Kolka veðjar á að Nirvana verði heitasti kokteillinn í …
Pétur Kolka veðjar á að Nirvana verði heitasti kokteillinn í vetur. Nirvana er blómlegur, ferskur og örlítið bitur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nirvana

Fyrir 1

  • 50 ml gin
  • 25 ml ylliblóma tónik- & blóðbergssíróp, sjá uppskrift fyrir neðan
  • 25 ml límónusafi
  • Klaki eftir þörfum

Skraut

  • Rósmaríngrein
  • Sítrónubörkur, ræma

Aðferð:

  1. Takið til couple glas og kælið.
  2. Setjið allt hráefnið nema skraut í kokteilhristara og fyllið hann í upp í topp með klaka og hristið.
  3. Hristið þar til kokteilhristarinn er orðinn vel kaldur.
  4. Streinið drykkinn gegnum sigti í vel kælt couple glas og skreytið með rósmaríngrein og ræmu af sítrónuberki.

Ylliblóma tónik- & blóðbergssíróp

  • 1.200 ml Fever Tree Elderflower Tonic
  • 300 g sykur
  • 10 g blóðberg 

Aðferð:

  1. Setjið allt tónikið í pott og sjóðið þar til um það bil 75% af vatninu er gufað upp eða þar til um 350 ml af vökva er eftir.
  2. Lækkið þá hitann og setjið blóðberg sett út í.
  3. Leyfið því að malla í nokkrar mínútur eða þar til vökvinn er orðinn bleikrauður.
  4. Síið síðan blóðbergið út og blandið sykrinum út í tónikið.
  5. Hellið á flösku eða gott ílát með loki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert