Landsliðskokkur kaupir hverfisstað með ástinni sinni

Bjarki Snær Þorsteinsson og konan hans, Stefanía Marta Jónasdóttir, njóta …
Bjarki Snær Þorsteinsson og konan hans, Stefanía Marta Jónasdóttir, njóta þess að vinna saman á staðnum sínum og sonur þeirra Jökull fær að taka þátt með foreldrum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarki Snær Þor­steins­son, mat­reiðslumaður og landsliðskokk­ur, og kon­an hans, Stef­an­ía Marta Jón­as­dótt­ir, eiga og reka kaffi­húsið og vín­bar­inn Dæ­inn í Urriðaholti í Garðabæ. Staður­inn er orðinn þekkt­ur hverf­isstaður og íbú­ar eru iðnir við að fjöl­menna og njóta góðra veit­inga.

Gam­an er að segja frá því að Bjarki kom, sá og sigraði í keppn­inni um titil­inn græn­met­iskokk­ur árs­ins sem hald­in var í apríl síðastliðnum og er hann sá fyrsti til að hljóta þann titil hér á landi.

Unga parið hef­ur fal­lega sýn á því hvernig þau geta sam­einað krafta sína og látið draum sinn ræt­ast með því að eiga og reka kaffi­húsið og gera það sjálf­bært. Ástríða Bjarka ligg­ur í mat­ar­gerðinni og veit hann fátt skemmti­legra en að galdra fram girni­leg­ar veit­ing­ar fyr­ir mat­ar­gesti sína á kaffi­hús­inu. Þá koma hæfi­leik­ar hans vel að not­um og hafa til að mynda pítsurn­ar hans slegið í gegn. Stef­an­ía nýt­ur þess að stjana við gesti staðar­ins og hef­ur fundið sína hillu þar.

Staðurinn er fallega hannaður í retró-stíl þar sem hlýir litir …
Staður­inn er fal­lega hannaður í retró-stíl þar sem hlý­ir lit­ir eru í for­grunni í bland við leður, við og flís­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Nokk­urs kon­ar fé­lags­miðstöð

Segðu okk­ur aðeins frá til­urð kaffi­húss­ins og vín­bars­ins Dæ­inn.

„Í raun kom það bara þannig til að við sáum staðinn aug­lýst­an til sölu og vild­um alls ekki að hon­um yrði lokað og hugsuðum þá að þetta gæti orðið skemmti­legt verk­efni fyr­ir okk­ur Stef­an­íu að tak­ast á við sam­an. Það er gam­an að geta tekið þátt í að vera með stað eins og þenn­an fyr­ir hverfið, enda hugs­um við þetta sem nokk­urs kon­ar fé­lags­miðstöð þar sem all­ir geta komið og átt nota­lega stund yfir mat, drykk, spil­um eða öðru,“ seg­ir Bjarki.

„Við erum tvö sem eig­um og rek­um staðinn með mik­illi hjálp frá Jökli syni okk­ar sem skríður vakt­ina með okk­ur af og til. Ásamt kett­in­um Gylfa sem er hjarta staðar­ins en hann býr hérna í hverf­inu og höld­um við mikið upp á hann ásamt fleir­um í hverf­inu sem koma og heilsa hon­um. Svo erum við með gott starfs­fólk sem hjálp­ar okk­ur að halda staðnum gang­andi þar sem við erum í öðrum verk­efn­um ásamt því að vera með Jök­ul, og ég í verk­efn­um með kokka­landsliðinu.“

Aðspurður seg­ir Bjarki að staður­inn hafi heitið Dæ­inn þegar þau tóku við hon­um. „Okk­ur fannst það skemmti­legt og ákváðum að halda nafn­inu þar sem fólk í hverf­inu þekk­ir staðinn. Dæ­inn er tekið af orðinu dag­inn, sem okk­ur finnst eiga vel við kaffi­húsa­hliðina á staðnum.“

Hefðbundnar kræsingar og kaffi er ávallt á boðstólum auk þess …
Hefðbundn­ar kræs­ing­ar og kaffi er ávallt á boðstól­um auk þess sem dýr­ind­is tert­ur eru born­ar fram. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vera til staðar fyr­ir fólkið

Áhersl­ur okk­ar í rekstr­in­um eru að vera til staðar fyr­ir fólkið í hverf­inu, það er langt að fara í miðbæ­inn og gott að geta fengið sér sæti í ró­legu um­hverfi eins hér í Urriðaholt­inu og fengið sér að snæða og drekka í góðra vina hópi. Urriðaholt er frá­bært hverfi með mörg­um ung­um fjöl­skyld­um og fólki á öll­um aldri. Það eru ákveðin þæg­indi að vera með stað í hverfi eins og þessu þar sem all­ir vilja allt gera til að svona staður nái að standa und­ir sér. Þetta er auðvitað ekki staður sem neinn verður rík­ur af en mjög mik­il­vægt að ein­hver taki hann að sér og haldi hon­um gang­andi fyr­ir fólkið,“ seg­ir Bjarki og bros­ir.

„Í grunn­inn er þetta hverf­isstaður en það kem­ur fólk alls staðar frá og all­ir eru meira en vel­komn­ir, okk­ur þykir ákaf­lega vænt um að fá fólk úr öll­um átt­um og gam­an að sjá hve marg­ir koma aft­ur og aft­ur.“

Ein af tertunum.
Ein af tert­un­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Leggja metnað í mat­seðil­inn

Bjarki og Stef­an­ía standa reglu­lega að viðburðum á staðnum og þeir hafa notið mik­illa vin­sælda. „Viðburðirn­ir hjá okk­ur hafa slegið í gegn, við reyn­um að vera með viðburði eins oft og við get­um og hef­ur fólk tekið virki­lega vel í það og verið dug­legt að mæta. Má þar nefna föstu­dagspít­su-kvöld­in sem við höf­um verið með, þá er ávallt upp­bókað um leið og viðburður­inn er aug­lýst­ur. Við höf­um líka fundið fyr­ir því að mat­seðill­inn er að slá í gegn og bjór­inn rýk­ur út. En við leggj­um mik­inn metnað í mat­seðil­inn og vilj­um bjóða upp á góða mat­ar­upp­lif­un.“

Mikill metnaður er lagður í matseðilinn og pítsurnar njóta mikilla …
Mik­ill metnaður er lagður í mat­seðil­inn og pítsurn­ar njóta mik­illa vin­sælda enda eru reglu­lega hald­in sér­stök pít­sa­kvöld og þá er staður­inn ávallt upp­bókaður. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þar sem Bjarki er landsliðskokk­ur bíða hans nokk­ur stór verk­efni og það þýðir stíf­ar æf­ing­ar. Hann þarf því að skipu­leggja sig vel til að geta rekið kaffi­húsið sam­hliða landsliðsæfing­um.

„Núna í fe­brú­ar á næsta ári taka við strang­ar æf­ing­ar fyr­ir heims­meist­ara­mótið í mat­reiðslu þar sem planið er að sjálf­sögðu að kom­ast á verðlaunap­all. Það er það sem við ætl­um okk­ur.

Við lent­um í þriðja sæti á Ólymp­íu­leik­un­um sem haldn­ir voru í byrj­un árs og væri mjög gam­an að ná enn lengra, enda munaði bara hárs­breidd frá fyrsta sæt­inu,“ seg­ir Bjarki, sem er kom­inn með blóðbragð í munn­inn.

„Það er ávallt vinna að vera í rekstri og sömu­leiðis að vera í landsliðinu þar sem eru reglu­leg­ar og lang­ar æf­ing­ar. En með hjálp frá­bærs starfs­fólks og Stef­an­íu minn­ar þá geng­ur þetta allt upp,“ bæt­ir Bjarki við og seg­ist þakk­lát­ur fyr­ir að geta gert hvort tveggja.

Hlýleikinn umvefur staðinn.
Hlý­leik­inn um­vef­ur staðinn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Mark­miðið að láta staðinn vera sjálf­bær­an

Bjarki seg­ist líta framtíðina björt­um aug­um. „Planið er að halda áfram að hjálpa staðnum að vaxa og dafna og mark­miðið að láta hann verða nokkuð sjálf­bær­an. Það tek­ur allt sinn tíma en ger­ist hratt með fólk­inu sem er dug­legt að koma og kíkja á okk­ur.“

Bæði segj­ast þau spennt fyr­ir kom­andi vetri og stefn­an sé að vera með spenn­andi viðburði sem laði hverf­is­búa að. „Við reyn­um að vera með eins marga viðburði og við get­um og ósk­um einnig eft­ir því, ef ein­hver vill vera með viðburð, að heyra í okk­ur. Gest­un­um sem hingað koma finnst skemmti­legt að brjóta upp dag­inn og kíkja í skemmti­legt kvöld. Við erum þegar með nokkra viðburði planaða í vet­ur en verða þeir all­ir aug­lýst­ir á face­book-síðunni okk­ar þegar nær dreg­ur. Má þar nefna pítsu­kvöld, konu­kvöld og mömmu- og pabbamorgna svo fátt eitt sé nefnt.“

Við erum óend­an­lega þakk­lát fólk­inu sem hef­ur verið að mæta og sýna vilja fyr­ir því að halda svona hverf­isstað opn­um. Það hvet­ur okk­ur til dáða og okk­ar stefna er að halda áfram að láta hann vaxa og blómstra eins lengi og fólk er til­búið að mæta til okk­ar,“ seg­ir Bjarki að lok­um og hleyp­ur á eft­ir syn­in­um Jökli, sem fer eins og eldi­brand­ur um all­an staðinn skríðandi.

Rjúkandi heitt kaffi.
Rjúk­andi heitt kaffi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Hollustu morgunverður er líka í boði.
Holl­ustu morg­un­verður er líka í boði. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Kaffihúsið og vínbarinn Dæinn er staðsettur í Urriðaholtinu í Garðabæ.
Kaffi­húsið og vín­bar­inn Dæ­inn er staðsett­ur í Urriðaholt­inu í Garðabæ. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Mæðginin njóta sín saman á kaffihúsinu og boðið verður upp …
Mæðgin­in njóta sín sam­an á kaffi­hús­inu og boðið verður upp á mömmu- og pabbamorgna þar sem unga fjöl­skyld­ur geta átt sam­an góðar sam­veru­stund­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert