Stórstjörnur opna veitingastaði á Keflavíkurflugvelli

Stórstjörnurnar Haukur Már Hauksson, betur þekktur sem Haukur Chef, Hrefna …
Stórstjörnurnar Haukur Már Hauksson, betur þekktur sem Haukur Chef, Hrefna Rósa Sætran og Einar Örn Einarsson hafa opnað veitingastaði á Keflavíkurflugvelli. Samsett mynd

Veit­inga­svæðið Aðalstræti er nú opið í brott­far­ar­sal Kefla­vík­ur­flug­vall­ar, við mik­inn fögnuð mat­gæðinga og sæl­kera. Alls eru þrír nýir veit­ingastaðir á veit­inga­svæðinu; ham­borg­arastaður­inn Yuzu, ít­alski veit­ingastaður­inn La Tratt­oria og mexí­kóski matstaður­inn Zócalo. Eykst þar með enn frek­ar úr­val veit­inga á flug­vell­in­um til að koma til móts við þarf­ir og ósk­ir sem flestra gesta. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Isa­via.

Einn vin­sæl­asti ham­borg­arastaður lands­ins er lent­ur

Ham­borg­arastaðinn Yuzu þekkja marg­ir en staðirn­ir eru nú orðnir sex tals­ins; fjór­ir á höfuðborg­ar­svæðinu, einn í Hvera­gerði og sá nýj­asti á flug­vell­in­um. Á Yuzu í KEF geta gest­ir nælt sér í vin­sæl­ustu rétt­ina sem Yuzu hef­ur að bjóða, auk þess sem boðið verður upp á morg­un­verð sem er sér­stak­lega út­færður fyr­ir flug­völl­inn. Mat­seðill Yuzu er þróaður af stjörnu­kokk­in­um Hauki Má Hauks­syni og bygg­ist á góðu úr­vali af alls kyns ham­borg­ur­um.

„Það er virki­lega spenn­andi að vera bú­inn að opna sjötta Yuzu staðinn og það á sjálf­um Kefla­vík­ur­flug­velli! Góður ham­borg­ari er að mínu mati hin full­komna máltíð og það verður gam­an að geta sent gesti flug­vall­ar­ins í háloft­in sadda og sæla,“ seg­ir Hauk­ur Már Hauks­son, einnig þekkt­ur sem Hauk­ur chef.

Yuzu er orðinn landsfrægur hamborgarastaður og maðurinn bak við Yuzu …
Yuzu er orðinn lands­fræg­ur ham­borg­arastaður og maður­inn bak við Yuzu er Hauk­ur Chef. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekta ít­ölsk stemn­ing

La Tratt­oria býður fjöl­breytt úr­val af rétt­um sem inn­blásn­ir eru af mat­ar­menn­ingu um alla Ítal­íu og áhersl­an er á ein­fald­leika og gæði hrá­efn­is. La Tratt­oria var fyrst opnaður í mat­höll­inni á Hafn­ar­torgi og hef­ur notið mik­illa vin­sælda meðal mat­ar­unn­enda. Hrefna Sætr­an, einn af okk­ar þekkt­ustu kokk­um, og Ágúst Reyn­is­son veit­ingamaður eiga heiður­inn af mat­seðlin­um á La Tratt­oria.

„Við ætl­um að bjóða gest­um flug­vall­ar­ins upp á al­vöru ít­alsk­an mat og vín. Ferskt pasta, ljúf­feng­ar bruschett­ur og úr­val af Zenato vín­um. Svo verðum við með sér­staka viðbót á KEF mat­seðlin­um sem sam­an­stend­ur af úr­vali af pitsum,“ seg­ir Hrefna Sætr­an.

La Trattoria er ekta ítalskur veitingastaður og stjörnukokkurinn Hrefna Sætran …
La Tratt­oria er ekta ít­alsk­ur veit­ingastaður og stjörnu­kokk­ur­inn Hrefna Sætr­an á meðal ann­ars heiður­inn af mat­seðlin­um ásamt veit­inga­mann­in­um Ágústi Reyn­is­syni. Ljós­mynd/​Aðsend

Holl­ur og fersk­ur mexí­kósk­ur mat­ur

Zócalo býður upp á mexí­kósk­an mat sem kitl­ar bragðlauk­ana. Zócalo hef­ur ís­lenska teng­ingu en eig­andi keðjunn­ar er Ein­ar Örn Ein­ars­son, sem var ann­ar stofn­enda Serrano hér á landi. Þetta er hins veg­ar fyrsti Zócalo staður­inn þeirra hér á landi. Á mat­seðli staðar­ins er meðal ann­ars hágæða burritos, burritos skál­ar, qu­es­a­dillas, taco, nachos og salöt.

Zócalo býður upp á mexíkóskan mat sem kitlar bragðlaukana og …
Zócalo býður upp á mexí­kósk­an mat sem kitl­ar bragðlauk­ana og er þetta fyrsti staður­inn hér á landi. Ljós­mynd/​Aðsend

Reyk­vísk miðbæj­ar­stemn­ing

Íslenska hönn­un­art­eymið HAF Studio hannaði Aðalstræti og svæðið í kring­um veit­inga­svæðið. Áhersla var lögð á að skapa heild­rænt rými sem held­ur vel um gesti og minn­ir á úti­svæði og stemn­ingu eins og ger­ist best í miðborg Reykja­vík­ur.

„Við höf­um beðið spennt eft­ir því að Aðalstræti opni í KEF og erum virki­lega stolt af þess­ari viðbót við flug­völl­inn. Zócalo, La Tratt­oria og Yuzu eru allt frá­bær­ir veit­ingastaðir með sín sér­kenni og bæta enn frek­ar úr­valið í flug­stöðinni. Aðalstræti er sér­hannað fyr­ir flug­völl­inn með hraða, gæði og fjöl­breytni í fyr­ir­rúmi. All­ir mat­seðlar eru aðlagaðir flug­stöðinni með vin­sæl­um rétt­um sem eru hraðir í af­greiðslu. Þjón­ustu­stigið er hratt og gott en hægt er að panta á sjálfsaf­greiðslu­stöðvum eða á stöðunum sjálf­um,“ seg­ir Gunn­hild­ur Erla Vil­bergs­dótt­ir, deild­ar­stjóri versl­un­ar og veit­inga.

Aðalstræti er staðsett í nýrri austurálmu flug­vall­ar­ins og er þetta fyrsta skrefið í opn­un inn á aðra hæð álm­unn­ar sem mun stór­bæta aðstöðu fyrir brott­far­arfarþega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert