Þetta kemur í veg fyrir að rjóminn falli

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands kennir listina að þeyta rjóma.
Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands kennir listina að þeyta rjóma. Samsett mynd

Eft­ir­rétta­drottn­ing­in, Ólöf Ólafs­dótt­ir, konditori og fyr­rver­andi meðlim­ur ís­lenska kokka­landsliðsins gef­ur les­end­um Mat­ar­vef­ar­vefs­ins góð bakst­urs­ráð í vet­ur. Ráðin henn­ar Ólaf­ar munu nýt­ast þeim sem hafa gam­an að því að baka og skreyta kök­ur. 

Best að þeyta rjómann á miðlungs still­ingu

„Þegar við vinn­um með rjóma er mik­il­vægt að rjóm­inn sé kald­ur og einnig skál­in sem við þeyt­um rjómann í. Best er að þeyta rjómann á miðlungs still­ingu þannig að loft­ból­urn­ar sem mynd­ast í rjóm­an­um verði litl­ar. Það ger­ir það að verk­um að rjóm­inn hald­ist bet­ur og kem­ur í veg fyr­ir að hann falli.

Ef þú þeyt­ir rjóma á hröðustu still­ingu þá mynd­ar rjóm­inn stærri loft­ból­ur og þá á rjóm­inn það til að falla. Gott er að hafa í huga að passa að ofþeyta rjóma ekki þegar kem­ur að því að þeyta rjóma í mús eða frómas því þá verður mús­in eða frómasinn ekki jafn stíf/​stíf­ur og áferðin þar af leiðandi mikið betri.“

Gaf út bók

Vert er að geta þess að hún gaf út bók­ina Ómót­stæðileg­ir eft­ir­rétt­ir í sam­starfi við Eddu út­gáfu síðastliðinn vet­ur sem gerði mikla lukku en þar er að finna girni­leg­ar upp­skrift­ir af eft­ir­rétt­um, góð ráð og heil­ræði fyr­ir bakst­ur og skreyt­ing­ar svo fátt sé nefnt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert