Æðislegu brúnkurnar hennar Matthildar

Matthildur Ósk Guðbjörnsdóttir bakari og silfurhafi þróaði sínar eigin brúnkur …
Matthildur Ósk Guðbjörnsdóttir bakari og silfurhafi þróaði sínar eigin brúnkur sem eru í miklu uppáhaldi. mbl.is/Árni Sæberg

Matt­hild­ur Ósk Guðbjörns­dótt­ir silf­ur­hafi býður upp á helgar­bakst­ur­inn að þessu sinni en hún deil­ir með les­end­um upp­skrift­inni af sín­um upp­á­halds­brúnk­um sem hún þróaði sjálf. Hún er ný­út­skrifuð sem bak­ari og fékk silf­ur­verðlaun á dög­un­um þegar hún tók þátt í Norður­landa­meist­ara­mót­inu í bakstri, Nordic Cup.

Matt­hild­ur er rúm­lega tví­tug og alin upp í Mos­fells­bæ. Hún hef­ur haft áhuga á elda­mennsku frá því hún man eft­ir sér. „Upp­á­halds fagið mitt í grunn­skóla var heim­il­is­fræði. For­eldr­ar mín­ir eru einnig eðal­sæl­kera heim­il­iskokk­ar og höfðu án efa áhrif á ástríðu mína fyr­ir mat­ar­gerð og bakstri,“ seg­ir Matt­hild­ur með bros á vör.

Örlög­in höfðu áhrif

„Eft­ir grunn­skóla fór ég í grunn­deild mat­væla í Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi, til að prufa og ákveða hvort ég vildi læra kokk­inn eða bak­ar­ann. Þegar ég ákvað að læra bak­ar­ann skall heims­far­ald­ur á og lokaði öllu þannig að ég fór bara í fjar­nám á meðan sam­komutak­mark­an­ir voru í gangi,“ seg­ir Matt­hild­ur sposk á svip og bæt­ir við að ör­lög­in hafi síðan haft áhrif á að hún fór á nem­a­samn­ing í baka­ríi þar sem hún heillaðist af iðngrein­inni.

„Frænka mín sendi mér síðan skila­boð gegn­um In­sta­story á In­sta­gramsíðu sinni, þar sem upp­á­halds­baka­ríið henn­ar var að leita af nem­um. Ég hafði aldrei heyrt um þetta bakarí en var strax al­veg heilluð af In­sta­gramsíðu baka­rís­ins og sótti um. Viku seinna var ég byrjuð á samn­ingi hjá Gulla Arn­ari Bakarí. Samn­ings­ár­in voru viðburðarík og fékk ég að læra, vaxa og dafna i þessu frá­bæra baka­ríi með skemmti­legu fólki,“ seg­ir Matt­hild­ur.

Yf­ir­maður brauðdeild­ar hjá Gulla Arn­ari

„Ég út­skrifaðist síðan í vor og fékk viður­kenn­ingu fyr­ir góðan náms­ár­ang­ur í Hrá­efn­is­fræði bak­ara og stóðst sveins­prófið í lok maí. Nú er ég yf­ir­bak­ari brauðdeild­ar hjá Gulla Arn­ari og keppti með ís­lenska Bak­ara­landsliðinu í The Nordic Bak­ary Cup í ág­úst síðastliðnum.“

Landsliðið gerði sér lítið fyr­ir og hreppti silf­ur­verðlaun­in í keppn­inni. Það má því með sanni segja að Matt­hild­ur hafi fundið sína hillu í bakstr­in­um þar sem hún nýt­ur sín vel og blómstr­ar í leik og starfi.

„Sú fyrsta sem ég lærði ut­an­bók­ar“

„Upp­skrift­in sem ég ætla deila með ykk­ur er af mín­um upp­á­halds­brownies eða brúnk­um eins og þær heita á góðri ís­lensku en hún er sú fyrsta sem ég lærði ut­an­bók­ar og þróaði sjálf. Hægt er að bæta eða skipta út súkkulaðinu fyr­ir or­eokex, kara­mellu eða ein­hverju öðru gúmm­ulaði og svo mæli ég með að bera kök­una fram með ís.“

Syndsamlega ljúffeng og bráðnar í munni þessi dásemd.
Synd­sam­lega ljúf­feng og bráðnar í munni þessi dá­semd. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Æðislegu brúnkurnar hennar Matthildar

Vista Prenta

Brúnkurn­ar henn­ar Matt­hild­ar

  • 225 g smjör, brætt
  • 175 g púður­syk­ur
  • 265 g syk­ur
  • 4 egg
  • 1 msk. vanillu­drop­ar
  • 1 tsk. salt
  • 120 g hveiti
  • 100 g kakó
  • 200 g súkkulaði

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C hita.
  2. Byrjið á því að blanda vel sam­an smjöri, sykri og púður­sykri.
  3. Hrærið síðan vel sam­an við blönd­una eggj­um, vanillu­drop­um og salti í um það bil 1 mín­útu.
  4. Sigtið hveiti og kakó og blandið var­lega sam­an við.
  5. Blandið loks súkkulaði sam­an við.
  6. Setjið síðan í form eða ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og dreifið jafnt úr deig­inu.
  7. Setjið inn í ofn og bakið í um það bil 15-20 mín­út­ur.
  8. Takið út og kælið aðeins áður en þið skerið í nokkr­ar fer­kantaða bita.
  9. Berið fram með ís.
Þetta er fyrsta uppskriftinni sem Mathhildur lærði utanbókar og gerði …
Þetta er fyrsta upp­skrift­inni sem Mat­hhild­ur lærði ut­an­bók­ar og gerði síðan að sinni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert