Mexíkósk veisla í Húsó

Mexíkóskt þema var í matargerðinni í Húsó á dögunum.
Mexíkóskt þema var í matargerðinni í Húsó á dögunum. Samsett mynd/Árni Sæberg

Fast­ur liður á laug­ar­dags­morgn­um á Mat­ar­vefn­um eru leynd­ar­dóms­fullu upp­skrift­irn­ar úr Húsó-­eld­hús­inu í Hús­stjórn­ar­skól­an­um sem njóta mik­illa vin­sælda hjá les­end­um og nú verður veisla.

Að þessu sinni deil­ir Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans með les­end­um upp­skrift að mexí­kóskri veislu. Nem­end­urn­ir í Húsó vor­um með mexí­kóskt þema á dög­un­um. Göldruð var fram þessi glæsi­lega mexí­kóska mat­ar­veisla sem hitti í mark. Það er ávallt gam­an að blanda inn á milli mat­ar­hefðum frá öðrum lönd­um og njóta þess að heim­sækja aðra bragðheima.

Þetta er ekta mat­ur sem gam­an er fyr­ir fjöl­skyld­ur eða vina­hópa að gera sam­an. Mat­ur er manns gam­an og því er upp­lagt að vera stund­um með mat­ar­veisl­ur eins og þessa og njóta sam­an.

Mexíkósk veisla í Húsó

Vista Prenta

Mexí­kósk mat­ar­veisla

Tortill­ur - heima­gerðar

12 tortilla pönnu­kök­ur

  • 375 g hveiti (eða t.d. hveiti og spelt til helm­inga)
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 80 ml. græn­met­isol­ía
  • 240 ml. heitt vatn 

Aðferð:

  1. Blandið hveiti, salti og lyfti­dufti sam­an í skál.
  2. Bætið olíu og vatni sam­an við og hrærið í hræri­vél í um 1 mín­útu en stoppið nokkr­um sinn­um og skrapið deigið niður úr hliðunum.
  3. Þegar þetta hef­ur bland­ast vel sam­an, stillið á lægstu still­ingu og hrærið í aðra mín­útu.
  4. Færið á hveit­istráið borð og skiptið deig­inu í tvennt og síðan aft­ur í tvennt.
  5. Haldið þessu áfram þar til þið hafið skipt deig­inu í 12 jafn­stóra hluta og mótið síðan kúl­ur. Ef deigið er klístrað bætið smá hveiti sam­an við.
  6. Setjið viska­stykki yfir kúl­urn­ar og leyfið að standa í um 15 mín­út­ur.
  7. Eft­ir þetta skuluð þið fletja deigið út og hita því næst pönnu­kökupönnu eða litla pönnu. Þegar hún er orðin mjög heit setjið pönnu­kök­una á pönn­una og steikið í um 1 mín­útu, eða þar til hún er far­in að fá brúna hringi, færið á hina hliðina og hitið í 30 sek­únd­ur.
  8. Gott er að geyma tortill­urn­ar í poka með renni­lás eða í lokuðu íláti.
  9. Það held­ur þeim mjúk­um meðan hinar pönnu­kök­urn­ar eru bakaðar.
  10. Tortill­urn­ar hald­ast fersk­ar í lokuðu íláti í sól­ar­hring og geym­ast einnig í frysti í lang­an tíma.

Qu­es­a­dillas með nauta­hakki

  • 500 g nauta­hakk
  • 1 lauk­ur
  • 1 rauð paprika
  • 200 g rjóma­ost­ur
  • 3 msk. sweet chili sósa
  • Chili exploti­on krydd eða fersk­ur chili smátt skor­inn
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Salsa
  • Nachos
  • Rif­inn ost­ur
  • 6 stór­ar tortill­ur
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 2 tsk. papriku­duft

Aðferð:

  1. Steikið nauta­hakkið og kryddið með salti, pip­ar og chili exploti­on/fersk­um chili.
  2. Skerið lauk og papriku í þunn­ar sneiðar og steikið með nauta­hakk­inu í nokkr­ar mín­út­ur.
  3. Bætið rjóma­osti og sweet chili á pönn­una og látið bráðna sam­an.
  4. Leggið tortilla­kök­urn­ar á ofn­plötu og dreifið fyll­ing­unni yfir tortill­urn­ar.
  5. Myljið nachos og setjið yfir ásamt rifn­um osti.
  6. Leggið aðra tortilla­köku yfir og penslið með olíu og papriku­dufti.
  7. Setjið í 200 °C heit­an ofn í 5-8 mín­út­ur.
  8. Skerið í sneiðar og berið fram með salsasósu og sýrðum rjóma.

Enchila­das með kjúk­lingi

  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 lauk­ur, smátt saxaður
  • 2-3 hvít­lauksrif
  • chil­ipip­ar (best að nota 3-4 þurrkuð rauð ald­in í þenn­an rétt því þá er maður alltaf með svipaðan styrk­leika. Það eru til marg­ar og mis­mun­andi gerðir af chil­ipip­ar)
  • 1 msk. ferskt kórí­and­er
  • 1 dós niðursoðnir tóm­at­ar
  • 2 msk. tóm­at­mauk (1 dvergdós)
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 250 g steikt­ur eða soðinn kjúk­ling­ur, til­valið að nýta af­gang af kjúk­lingi
  • 250 g kota­sæla
  • 250 g rif­inn ost­ur
  • 12 ljós­ar tortilla kök­ur

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu.
  2. Steikið lauk og hvít­lauk þar til hann mýk­ist.
  3. Bætið við chil­ipip­ar og kórí­and­er og síðan tómöt­um og tóm­at­mauki.
  4. Smakkið til með salti og pip­ar. Látið krauma í 15-20 mín­út­ur.
  5. Blandið sam­an smátt skornu kjúk­linga­kjöti, osti og kota­sælu.
  6. Fyllið tortilla kök­urn­ar með blönd­unni, vefjið upp og setjið á eld­fast fat með sam­skeyt­in niður.
  7. Hellið tóm­at­blönd­unni yfir, setjið álp­app­ír yfir og bakið í 30 mín­út­ur.
  8. Takið þá álp­app­ír­inn af og bakið áfram í 15 mín­út­ur.
  9. Skreytið með fersk­um kórí­and­er.
  10. Berið fram með góðu sal­ati.

Heima­til­búið guaca­mole

Fyr­ir 4-5

  • 4 stór, þroskuð avóka­dó
  • 1 rauðlauk­ur
  • 2 stór­ir tóm­at­ar
  • 4 hvít­lauksrif (fyr­ir þá sem elska ekki hvít­lauk, 2 rif)
  • ½ sítr­óna
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. saxaður kórí­and­er (ef þið viljið)

Aðferð: 

  1. Skerið avóka­dó þvers­um þannig að stein­inn liggi í öðrum helm­ingn­um þegar hann er kom­inn í sund­ur.
  2. Notið svo skeið til að ná stein­in­um úr og skafið inn­an úr öll­um helm­ingn­um og setjið í skál. Stappið svo inni­hald avóka­dós­ins með gaffli og notið skeiðina til að hjálpa, stappið þangað til þetta er orðið að al­gjöru mauki.
  3. Skerið rauðlauk­inn í eins smáa bita og hægt er og setjið út í avóka­dómaukið.
  4. Gerið það sama við tóm­at­ana, skerið í eins smáa bita og mögu­legt er og setjið út í blönd­una.
  5. Pressið hvít­lauksrif­in út í.
  6. Kreistið hálfa sítr­ónu út í skál­ina og bætið við einni te­skeið af salti eða eft­ir smekk.
  7. Að lok­um er öllu hrært sam­an í lit­ríkt og fal­legt guaca­mole-mauk sem bragðast æðis­lega.

Fersk salsasósa

Fyr­ir 4-5

  • 6 vel þroskaðir eld­rauðir tóm­at­ar
  • 400 g niðursoðnir tóm­at­ar
  • 1 lít­ill rauðlauk­ur, skor­inn smátt
  • 2 hvít­lauksrif, rifið eða smátt saxað
  • 1 grænn chil­ipip­ar (stór eða smár eft­ir smekk)
  • Góð hand­fylli af fersk­um kórí­and­er
  • Safi úr einni límónu
  • ½ tsk. cum­in
  • 1 tsk. sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Allt sett í mat­vinnslu­vél eða bland­ara nema fersku tóm­at­arn­ir og blandað/púlsað þannig að út­kom­an verði frek­ar gróf salsasósa. Ekki mauka of lengi.
  2. Skerið fersku tóm­at­ana í tvennt og hreinsið inn­an úr þeim með skeið.
  3. Skerið smátt niður og blandið sam­an við rest. Ef tóm­at­arn­ir eru ekki hreinsaðir verður sós­an allt of þunn.
  4. Smakkið til með salti og sigtið aðeins af vökv­an­um frá áður en salsasós­an er bor­in fram.
  5. Sós­an geym­ist í ís­skáp í 2-3 daga.
  6. Ef mat­vinnslu­vél eða bland­ari er ekki við hönd­ina er líka hægt að skera allt hrá­efnið frek­ar smátt með hníf og blanda sam­an.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert