Frumlegir og ofurhollir eplakleinuhringir fyrir börnin að gera

Girnilegir eplakleinuhringir, litríkir og fallegir á disk.
Girnilegir eplakleinuhringir, litríkir og fallegir á disk. Samsett mynd/Björn Árnason

Hrefna Rósa Sætr­an mat­reiðslu­meist­ari, veit­inga­hús­eig­andi og stjörnu­kokk­ur með meiru gaf út mat­reiðslu­bók síðastliðinn vet­ur sem hugsuð er fyr­ir börn og ber heitið Í eld­hús­inu með Hrefnu Sætr­an. Bók­in hef­ur notið mik­illa vin­sælda og marg­ar góðar upp­skrift­ir er þar að finna sem gam­an er fyr­ir fjöl­skyld­ur að spreyta sig sam­an að gera.

Fyrsta uppskriftin úr bókinni birtist síðustu helgi, uppskrift að súpernachos, sem er fullkomin fyrir fjölskyldur að gera saman. Nú er það uppskrift af eplakleinuhringjum, sem eru ákaflega frumlegir og líka ofurhollir.

Þeir passa vel með brönsinum og skemmtilegt verkefni fyrir börnin að útbúa.

„Þessir er kannski ekki eins og kleinuhringirnir í bakaríinu en þeir eru rosalega góðir og hollir,“ segir Hrefna.

Eplakleinuhringir

Fyrir 2

  • 2 epli
  • 1 dós af þykkri jógúrt 
  • Ávextir t.d. banani, bláber, hindber, brómber eða kíví eftir smekk
  • Granóla eða múslí  eftir smekk

 Aðferð:

  1. Skerið eplin í frekar þykkar sneiðar. 
  2. Takið svo kjarnann úr eplinu eða stingið hann út.
  3. Setjið jógúrt á eplasneiðarnar og setjið ávexti sem ykkur langar í, ber, granóla og múslí ofan á. 
  4. Berið fram og njótið. 
Þessa kleinuhringi er upplagt að leyfa börnunum að prófa að …
Þessa kleinuhringi er upplagt að leyfa börnunum að prófa að gera. Ljósmynd/Björn Árnason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert