„Kartöflur eru góðar, bara hreint út sagt afar góðar“

Fagurlega raðað upp, þjóna kartöflurnar sem hornsteinn að bragðævintýri á …
Fagurlega raðað upp, þjóna kartöflurnar sem hornsteinn að bragðævintýri á Aamanns. Ljósmynd/Stefán Einar Stefánsson

Pabbi kynnti fyr­ir mér mál­verkið af kart­öfluæt­un­um, sem Van Gogh málaði árið 1885. Það var ekki gert til þess að minna mig á að fólk hefði soltið á öld­um áður. Miklu frek­ar nýtti hann þetta merka mál­verk til að kynna mig fyr­ir séra Birni Hall­dórs­syni (1724-1794) í Sauðlauks­dal og merkri sögu hans. Hann varð fyrst­ur Íslend­inga til þess að setja niður kart­öfl­ur, og það í þess­um dal sem hann er kennd­ur við. Pabbi hafði ríka ástæðu til að kynna mig fyr­ir kapp­an­um; bæði vegna sögu­legs áhuga og þeirr­ar staðreynd­ar að við átum tals­vert af kart­öfl­um. Ekki dró það úr að við bjugg­um á Pat­reks­firði, beint gegnt Sauðlauks­dal, sem ligg­ur við fjörðinn sunn­an­verðan.

Þrátt fyr­ir upp­fræðslu pabba, sem ég hef búið að bæði í list­sögu­legu til­liti og öðru, þá hef ég aldrei verið sér­stak­ur áhugamaður um kart­öfl­ur. Raun­ar hef ég sporðrennt þess­um sætu app­el­sínu­gulu á þeim for­send­um að þær væru holl­ar, en ekki eru þær góðar. Áferðin, trénuð eins og hún er, afar óspenn­andi. Má ég þá held­ur biðja um nýj­an asp­as til að svala þeim fýsn­um!

Þó verð ég að viður­kenna að kart­öfl­ur eru ekki bara kart­öfl­ur. Íslend­ing­ar halda að rauðar slík­ar og gullauga séu upp­haf og end­ir kart­öflu­heims­ins. En það er ekki rétt. Dan­ir hafa fyr­ir löngu sannað það. Og þegar ég sæki gömlu herraþjóðina heim leyfi ég mér að minna mig á þá staðreynd. Kart­öfl­ur geta nefni­lega verið annað og meira.

Ný­verið átti ég leið til kóngs­ins Kaup­manna­hafn­ar (nú þegar Mar­grét hef­ur loks­ins látið af skyldu­störf­um sín­um er þetta á ný orðið rétt­nefni). Verk­efnið var að hlýða á frum­sýn­ingu Don Car­lo í Kaup­manna­hafnaróper­unni (meira um það síðar).

En á slíku ferðalagi þarf að mat­ast, og það gerði ég. Ákvað ég, tvö há­degi í röð, að vísitera magnaða smur­brauðsstaði. Jakob yngri, vin­ur minn á Jóm­frúnni, hef­ur fyr­ir löngu sigað mér á þessa staði. Hann veit sem er að þegar ég er stadd­ur er­lend­is, þá borða ég ekki hjá hon­um. Því má ota mér út í alls kyns aðra vit­leysu, og jafn­vel til þeirra sem stunda sömu iðju og hann, dag­inn út og dag­inn inn.

Strangheiðarleg, reykt jarðepli með hænsna salati. Getur hádegið orðið eitthvað …
Strang­heiðarleg, reykt jarðepli með hænsna sal­ati. Get­ur há­degið orðið eitt­hvað betra. Ljós­mynd/​Stefán Ein­ar Stef­áns­son

Reyk­ing­in breyt­ir öllu

Fyrri dag­inn sótti ég heim Aamanns 1921 við Niels Hemm­ing­sens Gade 19-21. Hef ég raun­ar fjallað um heim­sókn­ir á þann góða stað áður á þess­um vett­vangi (14. fe­brú­ar síðastliðinn). Þar komst ég í kart­öfl­ur – og þær eru engu lík­ar. Og af hverju er það? Jú, það er vegna þess að þær eru reykt­ar. Það breyt­ir öllu, ofan á rúg­brauð, í bland við engi­fer­rót og maj­ónes. Ekki veit ég hvað Björn heit­inn í Sauðlauks­dal hefði gert ef hann hefði sporðrennt þess­um með mér. En ég leyfi mér að trúa því að mikið og fölskvalaust bros hefði komið yfir and­lit hans. Jafn­vel hefðum við leyft okk­ur að tala um al­bínóa-kræki­ber­in sem hann fann í daln­um góða þarna um árið. En um það nátt­úru­fyr­ir­bæri má víst ekki hafa hátt.

Og kannski var komið nóg af kart­öfl­um í þess­ari ferð. En í síðbún­um há­deg­is­verði datt ég inn á Schønnem­ann við Hauser Plads 16. Þar komst ég vissu­lega ekki hjá því að fá mér stór­kost­legt hakka­buff sem þar er boðið upp á. En meðfram því, vegna ósegj­an­legr­ar svengd­ar, gat ég smakkað enn á ný á reykt­um kart­öfl­um. Ekki voru þær síðri en á Aamanns. Og þær staðfestu líka að fyrr­nefndi staður­inn var ekki und­an­tekn­ing. Kart­öfl­ur eru góðar. Bara hreint út sagt afar góðar.

Kim er þjónn á heimsmælikvarða. Lærði kokkinn en sneri sér …
Kim er þjónn á heims­mæli­kv­arða. Lærði kokk­inn en sneri sér að mann legu hliðinni fyr­ir ára­tug­um og hef­ur full­komnað list Ljós­mynd/​Stefán Ein­ar Stef­áns­son

Eng­inn tek­ur þjón­in­um Kim fram. Hann hef­ur um lang­an ald­ur starfað á Schønnem­ann. Hann lyfti upp­lif­un­inni af staðnum á ann­an stall. Maður er hepp­inn ef hann er á vakt. Hann bauð mér upp á ís­lensk­an snafs. Sagði hann raun­ar svo vond­an að eng­um hefði dottið í hug að kaupa hann í tvö ár. Þá var ágætt að láta Íslend­inga eyða sönn­un­ar­gögn­um.

Djöf­ull­inn er ekki dansk­ur. En hann kann að elda kart­öfl­ur. Það ger­ir heim­inn ör­lítið betri fyr­ir vikið.

Hakkabuff sem borið er fram með eggjarauðu innan laukhrings hlýtur …
Hakka­buff sem borið er fram með eggj­ar­auðu inn­an lauk­hrings hlýt­ur að vera af öðrum heimi. Ljós­mynd/​Stefán Ein­ar Stef­áns­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert