„Ef matarupplifunin er skemmtileg verður maturinn líka betri“

Sigríður Soffía Nielsdóttir, alla jafna kölluð Sigga Soffía, á heiðurinn …
Sigríður Soffía Nielsdóttir, alla jafna kölluð Sigga Soffía, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Samsett mynd

Sig­ríður Soffía Ní­els­dótt­ir, alla jafna kölluð Sigga Soffía, á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni. Vikumat­seðill­inn henn­ar er bæði frum­leg­ur og lit­rík­ur sem býður upp á skemmti­lega upp­lif­un.

Sigga Soffía er hönnuður bleiku slauf­unn­ar árið 2024 og því til­valið að hún veljið vikumat­seðil­inni í til­efni þess og bleika mánaðar­ins.

Hún er þverfag­leg lista­kona, dans­ari, flug­elda­sýn­inga­hönnuður og eig­andi Eld­blóma sem er fyr­ir­tæki sem vinn­ur ýms­ar vör­ur og upp­lif­an­ir út frá nátt­úru­leg­um flug­eld­um. Hún sýn­ir hvernig hægt er að rækta flug­elda frek­ar en að sprengja, hvernig gera má ilm og mat­vöru úr nátt­úru­leg­um flug­eld­um sem er ein­stak­lega áhuga­vert.

Frosið augna­blik

Ný­verið gaf hún út sína fyrstu ljóðabók, Til ham­ingju með að vera mann­leg og út­færði í formi leik­sýn­ing­ar sem sýnd verður að nýju í Tjarn­ar­bíó 28. nóv­em­ber næst­kom­andi. „Ljóðabók­in hlaut til­nefn­ingu til Maí­stjörn­unn­ar og leik­sýn­ing­in til­nefn­ingu sem besta leik­rit árs­ins á Grím­unni,“ seg­ir Sigga Soffía stolt. Einnig var Sigga Soffía út­nefnd sem bæj­arlistamaður Seltjarn­ar­ness árið 2023 og hlaut Bjart­sýn­is­verðlaun­in árið 2022, sem eru menn­ing­ar­verðlaun veitt af For­seta Íslands.

„Ég hef áður verið í sam­starfi við Krabba­meins­fé­lagið í Bleiku slauf­unni. Sýn­ing­in mín, Til ham­ingju með að vera mann­leg, var til að mynda hluti af opn­un­ar­hátíð Bleiku slauf­unn­ar í fyrra, einnig fram­leiddi ég Bleika blóma­kassa til styrkt­ar Krabba­meins­fé­lag­inu í Bleiku slauf­unni.“

„Slauf­an ber heitið Frosið augna­blik í ár og er þrjú eld­blóm sem mynda skín­andi blómakr­ans sem lít­ur út fyr­ir að hafa verið dýft ofan í fljót­andi málm. Slauf­an er tákn­ræn fyr­ir það að allt tek­ur enda - ekk­ert er var­an­legt. Augna­blikið þegar blóm­in springa út sem er ákveðinn hápunkt­ur en mörgu þarf að huga að til að planta blómstri. Að jafna sig eft­ir veik­indi er svipað,“ seg­ir Sigga Soffía, sem sjálf hef­ur farið gegn­um krabba­meins­ferð.

Lík­legra að það blómstri aft­ur

„Ef við hlú­um að fólk­inu okk­ar eft­ir meðferð, er lík­legra að það blómstri aft­ur. Aðstand­end­ur, ókunn­ug­ir sem bjóða góðan dag­inn, þeir sem að styðja við, peppa þig upp og segja þér að gef­ast ekki upp og trúa á þig hafa meiri áhrif en marg­an grun­ar,“ seg­ir Sigga Soffía og í henn­ar huga eru all­ar sam­veru­stund­ir með fjöl­skyld­um og vin­um dýr­mæt­ar, sér­stak­lega sam­veru­stund­irn­ar við mat­ar­borðið.

Sigga Soffía hvet­ur les­end­ur til að kaupa bleiku slauf­una og/​eða sparis­lauf­una og fara svo inn hér inn og kaupa sér bleik­an haust­lauka­kassa og styrkja gott mál­efni Krabba­meins­fé­lags­ins.

„Vikumat­seðill­inn er í mín­um anda þar sem mér finnst gam­an að gleðja fólkið mitt með fal­leg­um og lit­rík­um mat. Ef mat­ar­upp­lif­un­in er skemmti­leg verður mat­ur­inn líka betri,“ seg­ir Sigga Soffía að lok­um.

Mánu­dag­ur – Sæt dress­ing sem full­komn­ar sal­atið

„Ég byrja vik­una létt og vel. Ég hef fylgst með Þyrí dans­ara og Hildi í spíru-rækt­un og þær gera dá­sam­leg nám­skeið og tahini­dress­ing­ar. Ein­falt sal­at með þess­ari dress­ingu væri frá­bær leið til að byrja vik­una.“

Þriðju­dag­ur – Eggald­in bruchett­ur og Eld­blóma El­exír

„Mat­ar­klúbbur­inn hitt­ist reglu­lega á þriðju­dög­um og það er ávallt næs að gera hvers­dag­inn huggu­leg­an og í drauma­heim­in­um myndi ég bjóða vin­kon­um yfir og elda þess­ar  eggald­in bruchett­ur og búa til Eld­blóma El­exír.“

Miðviku­dag­ur – Eft­ir­rétt­ir með frönsku ívafi

„Ef svo skyldi fara að ég væri ein í vinnu­ferð þá elska ég að gera „girl dinner“  borða bara osta í kvöld­mat eða deserta. Ég elska Ispa­h­an makkarón­ur og þessi listi yfir deserta er mjög aðlaðandi. Einn af upp­á­halds kost­um þess að vera full­orðin er að geta tekið ákvörðun um að borða eft­ir­rétt sem aðal­rétt.“

Fimmtu­dag­ur – Frönsk lauksúpa

„Ég elska franska lauksúpu, synd­sam­lega góð.“

Föstu­dag­ur – Mexí­kósk­ur veislu­mat­ur fyr­ir meist­ara

„Þá verður föstu­dags­mat­ur sem krakk­arn­ir elska líka. Ég er búin að vera að prófa að gera Eld­blóma Palóm­ur með mexí­könsk­um mat sem er mjög góm­sætt kom­bó. Enchila­das er æðis­legt fyr­ir full­orðna og börn og auðvelt að  gera mikið af og hita upp. Ég elska salsa ver­de svo ég myndi gera bæði rauða og græna sósu.

Laug­ar­dag­ur – Osso Bucco

„Ég elska að gefa mér lang­an tíma í að elda um helg­ar og hæg­elda osso buco. Verður ekki betra. Síðan myndi ég klár­lega bjóða upp á þenn­an desert­kokteil í eft­ir­rétt.“

Sunnu­dag­ur - Tóm­atsúpa

„Nú haustsúpu­tími og sunnu­dag­ar eru góðir fyr­ir súpu­gerð. Ég myndi eyða deg­in­um í að setja niður haust­lauka í garðinn minn fyr­ir næsta vor. En það er hægt að kaupa Bleika haust­lauka­kass­ann hjá Eld­blóm­um og garður­inn þinn fyll­ist af bleik­um blóm­um næsta vor. Eft­ir lang­an dag í garðinum er ynd­is­legt að kom­ast í góða súpu sem ylj­ar lík­ama og sál. Besta tóm­atsúpa á land­inu að mín­um mati er á Ráðagerði, ég mæli 100% með henni en þessi upp­skrift lúkk­ar vel og fjöl­skyld­usunnu­dag­ur með heitri súpu er full­kom­inn end­ir á vik­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert