Gúrkuæði fór eins eldur í sinu á samfélagsmiðlum í haust og gúrkurnar ruku út úr verslunum. Margir vildu meina að það væri vegna þess að allir væru að gera hið fræga gúrkusalat sem samfélagsmiðlarar voru að deila á miðlunum. Aðrir vildu meina að þetta væri árlegt, uppskeran anni ekki eftirspurn á ákveðnum tímum.
Hildur Ómars uppskriftasmiður þóttist ekki ætla falla í gúrkugryfjuna en gerði það þó og hefur verið iðin að útbúa gúrkusalat sem hefur slegið í gegn á hennar heimili. Hún deildi með fylgjendum sínum uppskriftinni af sínu uppáhaldsgúrkusalati og nú er bara að prófa.
„Ég ætlaði svo sannarlega ekki að vera ein af þeim sem hoppar á trendið en hér er ég með mitt gúrkusalat. Eftir að hafa sjálf tekið þátt í að klára gúrkurnar í búðunum og gert mér gúrkusalat oftar en tvisvar þá datt mér í hug að deila útgáfunni sem ég hef verið að vinna með. Það er nefnilega svo ferlega fljótlegt og það þarf ekki einu sinni að skola rifjárn eftir á því sósunni er bara sullað saman á 10 sekúndum,“ segir Hildur og hlær.
Gúrkusalatið hennar Hildar
Aðferð: