Birna og Guðmundur buðu í huggulegt haustboð

Birna Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann buðu í huggulegt haustboð þar …
Birna Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármann buðu í huggulegt haustboð þar sem nýjar vörur frá Jörth voru kynntar til leiks. Samsett mynd/Sesselía Dan

Hjón­in Birna Ásbjörns­dótt­ir og Guðmund­ur Ármann stofn­end­ur og eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins Jörth buðu í boð heim til sín. Hjón­in búa á Eyr­ar­bakka ásamt börn­um sín­um tveim­ur; Emblu og Nóa, en til­efni boðsins var að frum­sýna nýj­ar vör­ur frá fyr­ir­tæk­inu.

Hjón­in tóku vel á móti gest­um og skartaði heim­ilið sínu feg­ursta. 

Íslenska nátt­úr­an gef­ur ríku­leg­an inn­blást­ur

„Heim­ilið okk­ar er staðsett þar sem ís­lenska nátt­úr­an hef­ur gefið okk­ur ríku­leg­an inn­blást­ur í verk­efni sem eru okk­ur hug­leik­in, meðal ann­ars fyr­ir fyr­ir­tækið okk­ar og vör­urn­ar sem við erum fram­leiða,“ seg­ir Birna og því hafa þau valið að frum­sýna vör­urn­ar þar.

Boðið var upp á heima­gerðar kræs­ing­ar, þar á meðal heima­gert Kombucha og sjáv­ar­rétt­asúpu. Sam­ver­an var nær­andi og voru gest­ir um­vafðir nátt­úru og sjáv­ar­ilm.

Fjór­ar nýj­ar vör­ur frá Jörth

Birna er doktor í heil­brigðis­vís­ind­um við Há­skóla Íslands og hef­ur starfað sem gest­a­rann­sak­andi við Har­vard Medical School. Hún hef­ur mikla ástríðu fyr­ir starfi sínu og hef­ur rann­sakað áhrif nær­ing­ar og lífs­stíls á þarma­flór­una. Hún hef­ur verið að vinna að nýju vör­un­um í lang­an tíma og loks­ins er verk­efn­inu lokið og vör­urn­ar orðnar að veru­leika. Nýju vör­urn­ar, fjór­ar tals­ins, sem Birna kynnti til leiks eru Imm­un, Nerv, Dorm og Focuz.

Birna segir að íslensk náttúru gefi þeim hjónum ríkulegan innblástur …
Birna seg­ir að ís­lensk nátt­úru gefi þeim hjón­um ríku­leg­an inn­blást­ur í verk­efn­in sem eru þeim hug­leik­in. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Eva Katrín Sigurðardóttir og Halldóra Guðlaug Þorvaldsdóttir.
Eva Katrín Sig­urðardótt­ir og Hall­dóra Guðlaug Þor­valds­dótt­ir. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Agga, Daníel Þórðarson og Unnur Aldís Kristinsdóttir.
Agga, Daní­el Þórðar­son og Unn­ur Al­dís Krist­ins­dótt­ir. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Erna Bergmann og Gerður Jónsdóttir.
Erna Berg­mann og Gerður Jóns­dótt­ir. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Bettý Freyja Ásmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson.
Bettý Freyja Ásmunds­dótt­ir og Björg­vin Karl Guðmunds­son. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Verið að njóta kræsingana.
Verið að njóta kræs­ing­ana. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Birna og Guðmundur Ármann eru samhent í öllu því sem …
Birna og Guðmund­ur Ármann eru sam­hent í öllu því sem þau taka sér fyr­ir hend­ur. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Birna útbjó glæsilegar og nærandi veitingar sem hún bauð gestum …
Birna út­bjó glæsi­leg­ar og nær­andi veit­ing­ar sem hún bauð gest­um upp á. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Sjöfn Þórðardóttir.
Ebba Guðný Guðmunds­dótt­ir og Sjöfn Þórðardótt­ir. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Kræsingarnar voru hinar girnilegustu og Birna bauð meðal annars upp …
Kræs­ing­arn­ar voru hinar girni­leg­ustu og Birna bauð meðal ann­ars upp á sjáv­ar­rétt­asúpu og græn­met­is­súp. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Framsetning kræsingana fangaði bæði augu og munn.
Fram­setn­ing kræs­ing­ana fangaði bæði augu og munn. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Nýju vörurnar frá Jörth voru frumsýndar við þetta tilefni.
Nýju vör­urn­ar frá Jörth voru frum­sýnd­ar við þetta til­efni. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
Birna og Guðmundur létu hana sérstaka poka fyrir vörurnar þar …
Birna og Guðmund­ur létu hana sér­staka poka fyr­ir vör­urn­ar þar sem ö-ið er tákn­rænt fyr­ir Jörth. Ljós­mynd/​Sessel­ía Dan Ró­berts­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert