Krukkugrautur sem allir geta gert

Anna Guðný Torfadóttir býður upp á himneskan krukkugraut sem allir …
Anna Guðný Torfadóttir býður upp á himneskan krukkugraut sem allir geta gert. Samsett mynd

Hér er á ferðinni ein­fald­ur krukkugraut­ur sem all­ir geta gert. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Anna Guðný Torfa­dótt­ir hjá Heilsu og vellíðan. Hún deildi upp­skrift­inni og aðferðinni með fylgj­end­um sín­um á dög­un­um á In­sta­gramsíðu sinni hér.

„Þenn­an graut mæli ég með að borða kald­an og ef þið viljið dekra aðeins meira við hann er til­valið að setja í hann smá kó­kos­mjöl og líf­ræn­an sítr­ónu­börk. Graut­ur­inn geym­ist í 3-4 daga í ís­skáp,“ seg­ir Anna Guðný.

Þessi graut­ur er líka til­val­inn til taka með í nesti við hvaða til­efni sem er.

Krukkugrautur sem allir geta gert

Vista Prenta

Ein­fald­ur krukkugraut­ur

  • 3 dl haframjöl
  • 3 dl vatn
  • 3 msk. chia fræ
  • 2 dl kó­kosjóg­úrt frá Ab­bot Kinn­eys
  • ör­lítið af salti

Ofan á graut­inn og und­ir:

  • Hind­ber eft­ir smekk
  • Blá­ber eft­ir smekk
  • Hnetu­smjör ef vill, til að setja í botn­inn eft­ir nótt­ina, þá færið þið graut­inn i annað glas eða krukku (sjá mynd­band)

Aðferð:

  1. Finnið til góða krukku með loki.
  2. Setjið allt hrá­efnið sam­an ofan í krukk­una og hrærið vel.
  3. Gott að hræra í þessu reglu­lega fyrst.
  4. Setjið síðan krukk­una inn í ís­skáp yfir nótt. 
  5. Takið út dag­inn eft­ir og toppið með því sem hug­ur ykk­ar girn­ist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert