Gullfallegar skreytingar á hátíðarborði dönsku konungshjónanna

Háir, gylltir kertastjakar með hvítum kertum í, skörtuðu sínu fegursta …
Háir, gylltir kertastjakar með hvítum kertum í, skörtuðu sínu fegursta á veisluborðinu Ljósmynd/Aðsend

Í gærkvöldi var haldinn hátíðar­kvöld­verður í Kristjáns­borg­ar­höll í Kaup­manna­höfn til heiðurs for­set­a Íslands, Höllu Tómasdóttur og eig­in­manni henn­ar, Birni Skúla­syni.

Hátíðarkvöldverðurinn sem dönsku konungshjónin, Friðrik Danakonungur og María drottning, héldu til heiðurs íslensku forsetahjónanna var hinn glæsilegasti í alla staði.

Blómategundirnar voru allt frá rósum og chrysanthemum til hortensía og …
Blómategundirnar voru allt frá rósum og chrysanthemum til hortensía og clematis. Ljósmynd/Aðsend

Borðskreytingarnar, sérstaklega blómaskreytingarnar sem voru á hátíðarborði konungshjónanna fönguðu athygli gesta og skörtuðu sínu fegursta.

Innblásturinn fenginn frá veggteppum

Haustlitirnir voru í forgrunni í blómaskreytingunum og innblásturinn var fenginn af veggteppum Bjørn Nørgaard í Riddarahöllinni í Kristjánsborgarhöll.

Blómaskreytingarnar samanstóðu af stórum, kringlóttum blómum í rauðum, bleikum og fjólubláum mildum tónum. Blómategundirnar voru allt frá rósum og chrysanthemum til hortensía og clematis, sem prýddu hátíðarborð Friðriks konungs á hátíðarkvöldverðinum.

Haustlitirnir voru í forgrunni í blómaskreytingunum og innblásturinn var fenginn …
Haustlitirnir voru í forgrunni í blómaskreytingunum og innblásturinn var fenginn af veggteppum Bjørn Nørgaard í Riddarahöllinni í Kristjánsborgarhöll. Ljósmynd/Aðsend

Hennar hátign drottningin hjálpaði til við að velja haustblómin sem prýddu hátíðarsalinn. Á þeim má sjá hversu gott auga drottning hefur fyrir skreytingum og að nýta náttúruna og lifandi blóm til að gleðja augað.

Fagurt yfirbragð var yfir hátíðarsalnum.
Fagurt yfirbragð var yfir hátíðarsalnum. Ljósmynd/Aðsend

Fágaður og stílhreinn borðbúnaður

Borðbúnaðurinn var fágaður, stílhreinn og fallegur með eindæmum, grunnliturinn var hvítur og gyllt laufblöð prýddu diskana. Hnífapörin voru líka einstaklega vel valinn, þarf var silfri og gull blandað saman. Skjaldarmerki konungsfjölskyldunnar var í forgrunni á matseðlinum og einnig á hluta borðbúnaðarins.

Takið eftir fegurð gylltu blómavasana.
Takið eftir fegurð gylltu blómavasana. Ljósmynd/Aðsend
Hnífapörin voru líka einstaklega vel valinn, þarf var silfri og …
Hnífapörin voru líka einstaklega vel valinn, þarf var silfri og gull blandað saman. Skjaldarmerki konungsfjölskyldunnar var í forgrunni á matseðlinum og einnig á hluta borðbúnaðarins. Ljósmynd/Aðsend
Borðbúnaður var stílhreinn og fágaður þar sem hvíti liturinn var …
Borðbúnaður var stílhreinn og fágaður þar sem hvíti liturinn var í forgrunni og matarstellið skreytt með gylltum laufblöðum. Konungslegt og fallegt. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka