Hefur aukið áhuga ungs fólks á bakaraiðn og kökugerð

Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara veitir Sjöfn Þórðardóttur viðurkenningu …
Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara veitir Sjöfn Þórðardóttur viðurkenningu fyrir hönd LABAK. mbl.is/Karítas

Lands­sam­band bak­ara­meist­ara veitti Árvakri hf., út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðsins, og Sjöfn Þórðardótt­ur um­sjón­ar­manni Mat­ar­vefs­ins viður­kenn­ingu og þakk­lætis­vott fyr­ir vandaða og góða um­fjöll­un um Heims­meist­ara­mót ungra bak­ara UIBC sem lands­sam­bandið hélt hér á landi dag­ana 3. - 5. júní 2024.

Sig­urður Már Guðjóns­son formaður Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara mætti fyr­ir hönd LABAK í Árvak­ur, í Há­deg­is­móa á dög­un­um þar sem Sjöfn veitti viður­kenn­ing­un­um viðtöku.

Um­fjöll­un­in dregið það já­kvæða fram

„Um­fjöll­un um­sjón­ar­manns Mat­ar­vefs­ins er mik­il­vægt fram­lag til menn­ing­ar- og iðnmála á Íslandi og við skrá­setn­ingu sögu­legs viðburðar,“ seg­ir Sig­urður.

„Jafn­framt hafa efnis­tök henn­ar og um­fjöll­un dregið fram það já­kvæða fram í bak­araiðn og köku­gerð sem hef­ur aukið áhuga ungs fólks að leggja grein­arn­ar fyr­ir sig. Fyr­ir það er Lands­sam­band bak­ara­meist­ara afar þakk­látt,“ seg­ir Sig­urður enn­frem­ur og bæt­ir við að það skipti sköp­um að vekja at­hygli á því góða sem gert er í iðngrein­un­um.

Sjöfn þakkaði Sig­urði fyr­ir viður­kenn­ing­arn­ar fyr­ir hönd Mat­ar­vefs­ins og Árvak­urs. Seg­ir hún það bæði ánægju­legt og mik­inn heiður að fá viður­kenn­ing­ar sem þess­ar auk þess sé það hvatn­ing til að halda áfram á sömu braut og gera gott enn bet­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert