Ostóber steikarsamloka sem kallar á þig

Steikarsamlokan hennar Helenu Gunnars er hin girnilegasta.
Steikarsamlokan hennar Helenu Gunnars er hin girnilegasta. Ljósmynd/Helena Gunnarsdóttir

Helena Gunn­ars­dótt­ir mat­gæðing­ur hjá Eld­húsperl­um elsk­ar að prófa sig áfram í eld­hús­inu. Hún er hrif­in af því að nota osta í mat­ar­gerð og galdraði fram þessa ómót­stæðilegu steik­ar­sam­loku þar sem nýi Ostó­ber ost­ur­inn „Marmari“ kem­ur við sögu. Marmari er tví­lit­ur chedd­ar ost­ur sem set­ur skemmti­leg­an svip á sam­lok­una þegar hann bráðnar.

Hann er þétt­ur í sér, kornótt­ur, ei­lítið þurr í munni en mild­ur á bragðið með vott af bei­kon- og kryd­d­jurta­bragði og hent­ar frá­bær­lega á ham­borg­ara og sam­lok­ur.

Þegar Helena eld­ar nauta­kjöt ger­ir hún yf­ir­leitt vel rúm­leg­an skammt og not­ar svo í steik­ar­sam­loku dag­inn eft­ir en auðvitað má elda steik­ina sér­stak­lega fyr­ir sam­lok­una.

„Þessi út­gáfa er vin­sæl hjá fjöl­skyld­unni og sinn­epssós­an pass­ar ein­stak­lega vel með bæði ost­in­um og kjöt­inu og pikklaði rauðlauk­ur­inn er ómiss­andi. Svo er ekki verra að baka sæt­kart­öflu­fransk­ar og bera fram með,“ seg­ir Helena.

Ostóber steikarsamloka sem kallar á þig

Vista Prenta

Ostó­ber steik­ar­sam­loka með sinn­epssósu, pikkluðum rauðlauk og marm­ara-osti

Fyr­ir 2

  • 250 g nauta­steik elduð eft­ir smekk
  • Marmari frá Osta­kjall­ar­an­um
  • Grænt sal­at
  • Bagu­ette brauð
  • Pikklaður rauðlauk­ur, sjá upp­skrift fyr­ir neðan
  • Sinn­epssósa, sjá upp­skrift fyr­ir neðan

Aðferð:

  1. Byrjið á að gera pikklaðan rauðlauk.
  2. Sneiðið lauk­inn mjög þunnt, setjið í skál og bætið rest­inni af hrá­efn­un­um sam­an við.
  3. Látið liggja við stofu­hita í hálf­tíma.
  4. Gerið því næst sinn­epssós­una.
  5. Pískið öll­um inni­halds­efn­um sam­an í skál og smakkið til.
  6. Kljúfið bagu­ette brauðið í tvennt og leggið sneiðar af marm­ara ofan á hvorn helm­ing.
  7. Hitið ofn á grillstill­ingu og setjið sneiðarn­ar und­ir grillið þar til ost­ur­inn bráðnar.
  8. Fylg­ist með brauðinu all­an tím­ann, þetta tek­ur u.þ.b 3-5 mín­út­ur. 
  9. Sneiðið nauta­steik­ina eins þunnt og þið getið og setjið sam­lok­una sam­an.
  10. Leggið kjöt ofan á ostaþakið brauðið, því næst vel af grænu sal­ati, pikkluðum lauk og nóg af sinn­epssósu og leggið svo hinn helm­ing­inn af osta­brauði ofan á.
  11. Berið fram strax og njótið með því meðlæti sem þið girn­ist.

Pikklaður rauðlauk­ur

  • 1 rauðlauk­ur
  • 1 dl hvít­vín­se­dik
  • ½ dl heitt vatn
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. syk­ur

Aðferð:

  1. Sneiðið lauk­inn mjög þunnt, setjið í skál og bætið rest­inni af hrá­efn­un­um sam­an við.
  2. Látið liggja við stofu­hita í hálf­tíma.

Sinn­epssósa

  • 3 msk. 18% sýrður rjómi
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 msk. hun­ang
  • 1 msk. dijon sinn­ep
  • 1 msk. sætt sinn­ep
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Pískið öll­um inni­halds­efn­um sam­an í skál og smakkið til.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert