Teitur R. Schiöth forseti Barþjónaklúbbs Íslands og kennari Kokteilaskólanum elskar fátt meira en að vera bak við barinn að gleðja gesti sína með fallegum og bragðgóðum kokteilum. Hér töfrar hann fram drykk sem hann kallar Svartafell.
„Kokteillinn er nefndur eftir atviki sem átti sér stað þegar ég starfaði á Slippbarnum árið 2016. Það kom stór og mikill maður til mín, með stóran og mikinn kúrekahatt sem pantaði sér kokteil. Kom á daginn að maðurinn var enginn annar en Joe Fee, eigandi hins virta „bittera“ félags, Fee Brothers,“ segir Teitur og hlær.
„Fyrir þá sem ekki vita eru „bitterar“ bitur íblöndunarefni sem oft eru notaðir til að bragðbæta kokteila. Ég gat ekki annað en staðið mig í stykkinu þar sem ég var mikill aðdáandi. Ég skapaði því kokteil sem dregur innblástur sinn af Íslandi, Ítalíu og risastórum kúreka. Í kokteilnum er íslenskt Brennivín, rabarbara bitter frá Fee Brothers, hinberjasíróp, ferskur sítrónusafi, eggjahvíta/kjúklingabaunasafi og ögn af rjóma. Kokteillinn heitir Svartafell, eftir fjallstóra kúrekanum, en glöggir hafa kannski einnig áttað sig á nafnið á ítalska líkjörnum Montenegro merkir það sama,“ segir Teitur og skálar.
Svartafell er verðlaunakokkteill úr en hann sigraði Íslensku Brennivíns keppnnina árið 2016. Drykkurinn inniheldur heimagert hindberjasíróp.
„Hægt er að kaupa tilbúið hindberjasíróp, en útkoman er alltaf best þegar það er heimatilbúið,“ segir Teitur.
Svartafell
Aðferð:
Hindberjasíróp
Aðferð: