Hvaða pastategund passar með sósunni?

Mae Mu/Unsplash

Pasta hef­ur verið vin­sælt um langa hríð enda frá­bært hrá­efni sem er bæði ódýrt og gott. Mögu­leik­arn­ir eru enda­laus­ir þegar kem­ur að því að elda pasta­rétti en lög­un­in skipt­ir tölu­verðu máli.

Ítal­ir nota nefni­lega ekki bara eitt­hvað pasta þegar þeir elda ákveðna rétti, allt er út­hugsað og haldið í hefðirn­ar, fyr­ir Ítöl­um eru regl­ur og hefðir í eld­hús­inu svo­lítið eins og trú­ar­brögð. En það er vissu­lega gild ástæða fyr­ir öll­um þess­um mis­mun­andi form­um af pasta sem er sér­stak­lega valið út frá sós­unni í rétt­in­um, í sum­um til­fell­um snýst þetta við þ.e.a.s. sós­an er val­in út frá pasta­teg­und­inni.

Pasta­teg­und­ir eru eins og trú­ar­brögð í aug­um Ítala

Silkimjúk­ar og fín­leg­ar sós­ur gerðar með olíu, eggj­um, osti, smjöri og rjóma eru oft­ast born­ar fram með fín­gerðum pasta­lengj­um eins og spa­getti, tonnar­elli, bugat­ini, lingu­ine og fettucc­ine. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þess­ar mjúku sós­ur fest­ast vel við lengj­urn­ar og hvoru tveggja sós­an og pastað eru með fín­lega og mjúka áferð. Full­kom­in pör­un!

Silkimjúkar og fínlegar sósur gerðar með olíu, eggjum, osti, smjöri …
Silkimjúk­ar og fín­leg­ar sós­ur gerðar með olíu, eggj­um, osti, smjöri og rjóma eru oft­ast born­ar fram með fín­gerðum pasta­lengj­um eins og spa­getti. Bruna Branco/​Unsplash

Hvernig pasta á að vera með kjötsósu?

Kjötsós­ur eins og notaðar eru í ragù rétti, t.d. ragù alla bolog­nese kalla á flatt og langt pasta, þá fest­ast kjöt­bitarn­ir í sós­unni vel við flat­ar lengj­urn­ar. Þótt marg­ir þekki hinn fræga rétt spa­getti bolog­nese þá hent­ar oft bet­ur að nota taglia­telle eða pap­ar­delle í hann. Pap­ar­delle er tölu­vert breiðara en taglia­telle.

Í þykk­ar og mat­ar­mikl­ar sós­ur eða rétt­ir sem inni­halda til dæm­is baun­ir, grófa bita af kjöti eða græn­meti er stutt pasta í mis­mun­andi lög­un yf­ir­leitt notað, eins og fusilli, rigat­oni eða penne. Þess­ar teg­und­ir pasta eru með dæld­ir og göt sem þykk­ar mat­ar­mikl­ar sós­ur eiga auðvelt með að setj­ast í og pastað er svipað að stærð og mat­ar­bitarn­ir í rétt­in­um.

Í þykkar og matarmiklar sósur eða réttir sem innihalda til …
Í þykk­ar og mat­ar­mikl­ar sós­ur eða rétt­ir sem inni­halda til dæm­is baun­ir, grófa bita af kjöti eða græn­meti er stutt pasta í mis­mun­andi lög­un yf­ir­leitt notað, eins og fusilli sem við köll­um pasta­skrúf­ur. Danila Har­low/​Unsplash

Fyll­ing­in leik­ur aðal­hlut­verkið

Þegar kem­ur að fylltu pasta eins og ravi­oli, capp­ell­etti og tortell­ini verður að hafa í huga að fyll­ing­in leik­ur aðal­hlut­verkið svo sós­an má ekki vera of bragðmik­il þannig að hún yf­ir­taki rétt­inn. Hér snú­ast því hlut­verk­in við og velja þarf sósu við hæfi með past­anu. Best er að bera fram ein­falda tóm­atsósu en einnig er gott að nota smjör og par­mesanost með fylltu pasta.

Gnocchi sem svip­ar eig­in­lega meira til „dumplings“ er gert úr hveiti og kart­öfl­um og því svo­lítið frá­brugðið hefðbundnu pasta. Marg­ar teg­und­ir af sósu henta með glocchi bæði tóm­atsós­ur, kjötsós­ur og rjóma- og ostasós­ur, hér má í raun gefa hug­mynda­flug­inu laus­an taum­inn!

Ferskt pasta er alltaf sérlega ljúffengt.
Ferskt pasta er alltaf sér­lega ljúf­fengt. Jor­ge Zapata/​Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert