Öðruvísi föstudagspítsa frá Mörtu Rún

Marta Rún Ársælsdóttir er mikill matgæðingur.
Marta Rún Ársælsdóttir er mikill matgæðingur. Samsett mynd

Marta Rún Ársæls­dótt­ir, markaðsstjóri Fisk­markaðar­ins, Uppi Bar og Skúla Craft Bar, er mik­ill mat­gæðing­ur og áhuga­mann­eskja um mat. Hún er dug­leg að elda fyr­ir fjöl­skyldu, vini og vanda­menn þegar tími gefst og er dug­leg að prófa nýja hluti í mat­ar­gerð.

Marta býður upp á föstu­dagspít­suna að þessu sinni sem er öðru­vísi en þessi hefðbundna. Marta not­ar Buffalo-sósu sem flest­ir nota á kjúk­linga­vængi en lof­ar því að út­kom­an verði dá­sam­leg.

Föstudagspítsan að þessu sinni kemur á óvart.
Föstu­dagspít­s­an að þessu sinni kem­ur á óvart. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Öðruvísi föstudagspítsa frá Mörtu Rún

Vista Prenta

Sterk burrata-pítsa

Magn eft­ir smekk

  • Pít­sa­deig
  • 200 ml tóm­at­passata
  • 1 kúla Burrata-ost­ur
  • Rif­inn mozzar­ella
  • Graslauk­ur
  • Hun­ang
  • Frank's Red Hot Sauce

 Aðferð

  1. Fletjið út pít­sa­deigið og út­búið botna.
  2. Setjið tóm­at­passata, burrata-ost­inn, rif­inn mozzar­ella yfir pítsu­botn­inn.
  3. Setjið Frank's Red Hot Sauce yfir pítsuna í því magni sem þið treystið ykk­ur í. Sós­an er sterk.
  4. Píts­an er bökuð í ofni. 
  5. Setjið hun­ang og graslauk yfir pítsuna eft­ir að hún kem­ur úr ofn­in­um.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert