Heimagerð Húsó-blómkálssúpa slær í gegn

Heimagerð blómkálssúpa er herramannsmatur.
Heimagerð blómkálssúpa er herramannsmatur. Ljósmynd//Aðsend

Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans deil­ir upp­skrift af góm­sætri blóm­kálssúpu. Súp­an ilj­ar á köld­um haust­dög­um og er á sama tíma ljúf­feng. 

Blóm­kálssúpa pass­ar sem kvöld­mat­ur en það má líka bera hana fram sem for­rétt ef gesti ber að garði.

Mat­ar­boð í heima­hús­um njóta mik­illa vin­sælda um þess­ar mund­ir og því ekki úr vegi að búa til mat­ar­mikla súpu frá grunni og slá þannig um sig. 

Heimagerð Húsó-blómkálssúpa slær í gegn

Vista Prenta

Blóm­kálssúpa Húsó

  • 1 L vatn
  • ½ blóm­káls­höfuð
  • 50 g smjör
  • 50 g hveiti
  • 2 kjöt­kraftsten­ing­ar
  • ½ tsk. lauk­duft
  • 1 dl rjómi eða mat­reiðslur­jómi
  • Salt pip­ar

Aðferð: 

  1. Hreinsið og takið blóm­kálið í sund­ur í hæfi­lega súpu­bita.
  2. Látið í sjóðandi vatn og sjóðið í 2 mín­út­ur.
  3. Veiðið upp úr pott­in­um og látið bíða í lokuðu íláti.
  4. Bætið kryddi og kjöt­krafti sam­an við soðið.
  5. Blandið hveiti sam­an við smjörið þannig að úr verði bolla, blandið með gaffli eða píski.
  6. Látið smjör­boll­una út í soðið og bræðið boll­una við væg­an hita þar til boll­an jafn­ast út.
  7. Bætið blóm­káli og rjóm­an­um út í og látið sjóða í 5 mín­út­ur.
  8. Bragðbætið eft­ir smekk, notið salt og pip­ar til þess.
  9. Ef súp­an er of þykk getið þið bætt í hana soði/​mjólk eða rjóma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert