Er þetta heitasti mataráhrifavaldurinn?

The Donut Daddy er 31 árs Ástrali.
The Donut Daddy er 31 árs Ástrali. Skjáskot/Instagram

Ástr­alski kokk­ur­inn Ant­hony Rand­ello-Jahn sem þekkt­ur er sem Donut Daddy á sam­fé­lags­miðlum hef­ur vakið mikla at­hygli í net­heim­um fyr­ir matar­færsl­ur sín­ar á In­sta­gram. Marg­ir aðrir hafa fetað í fót­spor hans og ljóst er að um vax­andi „trend“ er að ræða, mögu­lega í kjöl­far vin­sælla þátta á borð við Bear.

Um­rædd­ur kokk­ur er með hátt í 900 þúsund fylgj­end­ur og er óhrædd­ur við að hand­leika mat ber að ofan. Mörg­um finnst sér­stak­lega áhuga­vert þegar hann hand­leik­ur Kitchen Aid-græj­ur sín­ar.

Við færsl­urn­ar skrif­ar hann með eggj­andi und­ir­tón á borð við: „eft­ir­rétt­ur er ekki það eina á mat­seðlin­um í kvöld“ eða „hvað er bleikt, sætt og til­búið til að borða?“. Um sæta­brauð seg­ir hann eitt­hvað á þessa leið „ég mun smyrja þig áður en ég legg þig sam­an“.

„Kyn­líf sel­ur,“ seg­ir Rand­ello-Jahn sem er 31 árs og rek­ur bakarí. „Þegar maður bland­ar því sam­an við raun­veru­lega hæfi­leika og góð efnis­tök þá er manni all­ir veg­ir fær­ir. Auðvitað fatta þetta ekki all­ir en marg­ir elska þetta.“

Rand­ello-Jahn seg­ist geta gert all­an mat kynþokka­full­an en seg­ist þó elska sér­stak­lega að vinna með súkkulaði og þeytt­an rjóma.

Þessi segist geta gert hvaða mat sem er kynþokkafullan.
Þessi seg­ist geta gert hvaða mat sem er kynþokka­full­an. Skjá­skot/​In­sta­gram
Jeremy Allen White í hlutverki sínu í The Bear sem …
Jeremy Allen White í hlut­verki sínu í The Bear sem mörg­um þykir kynþokka­full­ur. Skjá­skot/​IMDb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert