Girnilegur pastaréttur úr smiðju Berglindar Hreiðars.
Ljósmynd/Berglind Hreiðars
Hér er á ferðinni ljúffengur pastaréttur sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar. Það er lauflétt að töfra fram þennan pastarétt og ef ykkur líkar við beikon og sveppi á þessi réttur eftir að slá í gegn.
Penne pasta með beikoni og sveppum
Fyrir 4-6
- 400 g penne pasta
- 50 g smjör
- 250 g sveppir
- 250 g beikon
- 3 hvítlauksgeirar
- 400 ml rjómi
- 100 g rjómaostur
- 1 lúka parmesanostur (rifinn)
- ½ sítróna (safinn)
- 1 msk. sojasósa
- Salt og pipar eftir smekk
- Klettasalat
- Pekanhnetur saxaðar
Aðferð:
- Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka og eldið beikonið þar til það er stökkt.
- Skerið sveppina niður og steikið upp úr smjörinu, kryddið eftir smekk.
- Rífið hvítlauksgeirana niður þegar sveppirnir hafa mýkst og steikið með þeim stutta stund.
- Hellið nú rjómanum og rjómaostinum saman við ásamt parmesanosti og blandið öllu saman í sósu.
- Bætið sojasósu og sítrónusafa við í lokin og meira kryddi ef þurfa þykir.
- Hrærið soðnu pastanu saman við rjómasósuna ásamt söxuðu beikoni og toppið með klettasalati og söxuðum pekanhnetum, einnig parmesanosti sé þess óskað.