Þessi sex flugu áfram í nemakeppninni

Þessi sex komust áfram í Nemakeppni Kornax. Tinna Sædis Ægisdóttir …
Þessi sex komust áfram í Nemakeppni Kornax. Tinna Sædis Ægisdóttir frá Gulla Arnari, Anna Kolbrún Stefánsdóttir frá Gulla Arnari, Jean Louis Aimé Alexandrenne frá Gæðabakstri, Kara Sól Ísleifsdóttir frá Mosfellsbakaríi, Karen Lilja Sveinsdóttir frá Gulla Arnari og Guðbjörg Skarphéðinsdóttir frá Kökulist. Samsett mynd/Árni Þorvarðarson

Dag­ana 8. og 9. októ­ber síðastliðna fór fram undan­keppni í hinni ár­legu nema­keppni Korn­ax, sem hef­ur verið hald­in frá ár­inu 1998.

Nem­un­um var skipt í þrjá hópa og fengu þeir út­hlutað það verk­efni að baka tíu malt­brauð, þrjár út­færsl­ur af vín­ar­brauði og að út­búa sér­stakt sýn­ing­ar­stykki. Verk­efn­in reyndu á bæði tækni og sköp­un­ar­gáfu og það var mik­il spenna í loft­inu þegar verk nem­anna voru dæmd af dóm­nefnd­inni.

Sýna mikla fag­mennsku og list­fengi

„Það er ein­mitt þetta sem ger­ir keppn­ina svo ein­staka og skemmti­lega, að sjá hvernig kepp­end­ur þrosk­ast og dafna á ótrú­lega stutt­um tíma. Marg­ir koma í keppn­ina með efa­semd­ir um eig­in hæfi­leika og telja sig ekki eiga er­indi á þenn­an vett­vang, en inn­an skamms tíma eru þeir komn­ir á allt ann­an stað. Að lok­um skila þeir af sér verk­um sem sýna mikla fag­mennsku og list­fengi. Þetta ferli er ekki aðeins mik­il­vægt fyr­ir nem­ana sjálfa, held­ur líka fyr­ir bak­araiðnaðinn á Íslandi, þar sem það hjálp­ar til við að móta framtíðarbak­ara með framúrsk­ar­andi hæfi­leika. Við meg­um sann­ar­lega vera stolt af því að eiga svona hæfi­leika­ríka til­von­andi bak­ara sem framtíðin á eft­ir að njóta góðs af,“ seg­ir Árni Þor­varðar­son, bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi.

Þátttakendurnir allir í ár, samtals 18 bakaranemar.
Þátt­tak­end­urn­ir all­ir í ár, sam­tals 18 bak­ara­nem­ar. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son

Keppn­in var hald­in í sam­starfi við Hót­el- og mat­væla­skól­ann, Korn­ax, Klúbb bak­ara­meist­ara og Lands­sam­band bak­ara­meist­ara.

„Eins og fyrr seg­ir hef­ur keppn­in verið fast­ur liður nán­ast á hverju ári í 26 ár. Flest­ir af okk­ar bestu bök­ur­um hafa tekið þátt í henni á ein­hverj­um tíma­punkti í sinni mennt­un. Keppn­in er því orðin mik­il­væg­ur viðburður inn­an bak­araiðnaðar­ins og hef­ur skipað sér sess sem vett­vang­ur til að sýna fram á hæfni, sköp­un­ar­kraft og fag­mennsku þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í fag­inu,“ bæt­ir Árni við.

6 bestu komust áfram í úr­slit­in

Alls hófu 18 bak­ara­nem­ar keppn­ina og eft­ir hörku­keppni komust 6 bestu áfram í úr­slit­in, sem fara fram að viku liðinni. Í úr­slit­un­um þurfa kepp­end­ur að bæta við tveim­ur nýj­um verk­efn­um og jafn­framt betr­um­bæta verk þau sem þeir skiluðu í undan­keppn­inni. Það verður því spenn­andi að sjá hvernig þeir glíma við þessi krefj­andi verk­efni og hvaða hug­mynd­ir og út­færsl­ur þeir koma með að þessu sinni.

Kepp­end­ur sem komust í úr­slit eru:

  • Anna Kol­brún Stef­áns­dótt­ir frá Gulla Arn­ari
  • Jean Lou­is Aimé Al­ex­andrenne frá Gæðabakstri
  • Kara Sól Ísleifs­dótt­ir frá Mos­fells­baka­ríi
  • Kar­en Lilja Sveins­dótt­ir frá Gulla Arn­ari
  • Tinna Sæ­dís Ægis­dótt­ir frá Gulla Arn­ari
  • Guðbjörg Skarp­héðins­dótt­ir frá Kök­ulist

Úrslit­in fara fram dag­ana 16. og 17. októ­ber næst­kom­andi og afrakst­ur kepp­enda verður til sýn­is næst­kom­andi fimmtu­dag, 17. októ­ber, klukk­an 16 í mat­sal Hót­el- og mat­væla­skól­ans.

Munu sýna afrakst­ur sinn

„Þar munu kepp­end­ur sýna afrakst­ur sinn og við hvetj­um alla áhuga­sama til að koma og njóta þess að sjá bakst­ur­inn í sinni feg­urstu mynd. Það er ekki á hverj­um degi sem við fáum tæki­færi til að sjá framtíðar­meist­ara bakst­urs á Íslandi koma fram á þenn­an hátt, og það lof­ar góðu fyr­ir framtíðina að sjá þessa hæfi­leika­ríku nema búa til verk sem blanda sam­an tækni, sköp­un og list,“ seg­ir Árni að lok­um.

Hér er Tinna Sædís Ægisdóttir með hlaðborðið sitt, kræsingarnar fallegu.
Hér er Tinna Sæ­dís Ægis­dótt­ir með hlaðborðið sitt, kræs­ing­arn­ar fal­legu. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son
Guðbjörg Skarphéðinsdóttir við sínar glæsilegu kræsingar.
Guðbjörg Skarp­héðins­dótt­ir við sín­ar glæsi­legu kræs­ing­ar. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son
Karen Lilja Sveinsdóttir við sitt glæsilega hlaðborð.
Kar­en Lilja Sveins­dótt­ir við sitt glæsi­lega hlaðborð. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son
Kara Sól Ísleifsdóttir við sitt kræsingarborð.
Kara Sól Ísleifs­dótt­ir við sitt kræs­ing­ar­borð. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son
Jean Louis Aimé Alexandrenne við sitt glæsilega hlaðborð.
Jean Lou­is Aimé Al­ex­andrenne við sitt glæsi­lega hlaðborð. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son
Anna Kolbrún Stefánsdóttir við sitt glæsilega hlaðborð.
Anna Kol­brún Stef­áns­dótt­ir við sitt glæsi­lega hlaðborð. Ljós­mynd/Á​rni Þor­varðar­son
Þvílík fegurð hjá bakaranemunum, bæði brauð og bakkelsi sem fangar …
Því­lík feg­urð hjá bak­ara­nem­un­um, bæði brauð og bakk­elsi sem fang­ar augu og munn. Sam­sett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert