Er ekki tilefni til að baka brauð?

Alþjóðlegi brauðdagurinn er í dag sem er fagnaðarefni fyrir marga.
Alþjóðlegi brauðdagurinn er í dag sem er fagnaðarefni fyrir marga. Ljósmynd/Unsplash

Í gær var alþjóðlegi brauðdagurinn og því var fagnað um allan heim. Margir héldu upp á daginn með því að baka brauð eða með því kaupa uppáhaldsbrauðið sitt til að njóta.

Brauð er eitt af elstu fæðutegundum mannsins og saga þess spannar þúsundir ára. Til að mynda hafa fundist 30 þúsund ára gamlar sterkjuleifar á steinum í Evrópu sem notaðir voru til að mala plöntur og líklegt er að á þeim tíma hafi sterkjan verið tekin úr rótum plantna. Brauðgerð og bakstur hefur síðan þróast í takt við tíðaranda, menningu og tæknina sem hefur fleygt fram.

Hér fyrir neðan eru nokkrar af vinsælustu brauðuppskriftunum sem birst hafa á Matarvef mbl.is sem vel er hægt að mæla með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert