Sætur og svalandi appelsínumojito án alkóhóls

Áfengislaus appelsínumojito er frískandi og svalandi drykkur sem bæði börn …
Áfengislaus appelsínumojito er frískandi og svalandi drykkur sem bæði börn og fullorðnir elska. Unsplash/Chris Curry

Svo virðist vera sem sí­fellt fjölgi í hópi þeirra sem kjósa að vera part­ur af „núll pró­sent menn­ing­unni“.

Hins veg­ar er al­ger­lega til­efn­is­laust að fólk sem kýs að vera alls­gáð skrælni upp í gleðskap þar sem boðið er upp á ljúf­ar veig­ar. 

Skál í boðinu!
Skál í boðinu! Unsplash/​Rhianon Lassila

Þessi spari-mojito er al­ger snilld fyr­ir þá sem vilja taka þátt í gleðskapn­um og vera með fal­legt glas við hönd.

Drykk­ur­inn er ekki bara sæt­ur og svalandi held­ur er hann í senn al­veg ein­stak­lega girni­leg­ur og auðvitað án alls áfeng­is.

Fyr­ir þær sak­ir hent­ar drykk­ur­inn einnig vel sem helg­ar­drykk­ur fyr­ir unga jafnt sem aldna sem lang­ar til að lyfta sér aðeins upp og brjóta upp hið hvers­dags­lega mynstur. 

Sætur og svalandi appelsínumojito án alkóhóls

Vista Prenta

App­el­sínu­mojito 

  • 1 stk app­el­sína
  • 1 msk app­el­sínuþykkni
  • 10 ml vatn
  • Ísmol­ar
  • Sprite
  • Mintu­lauf

Aðferð: 

  1. Skerið app­el­sín­una í tvennt og kreistið hvorn helm­ing­inn fyr­ir sig ofan í fal­legt glas.
  2. Blandið app­el­sínuþykkni við vatn og hellið ofan í glasið með ferska app­el­sínusaf­an­um.
  3. Rífið niður mintu­lauf og setjið í glasið ásamt ís­mol­um.
  4. Fyllið upp í glasið með Sprite-inu.
  5. Skreytið með app­el­sínu og mintu eft­ir smekk.
  6. Hrærið upp í drykkn­um með sogröri og njótið fersk­leik­ans.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert