Tinna Sædís hreif með sér dómarana alla leið á toppinn

Tinna Sædís Ægisdóttir bakaranemi kom, sá og sigraði Nemakeppni Kornax …
Tinna Sædís Ægisdóttir bakaranemi kom, sá og sigraði Nemakeppni Kornax í ár með glæsilegri frammistöðu og vöru. Samsett mynd/mbl.is/Arnþór Birkisson

Tinna Sædís Ægisdóttir bakaranemi kom, sá og sigraði Nemakeppni Kornax með frábæra vöru sem vakti hrifningu allra dómaranna. Í öðru sæti endaði Karen Lilja Sveinsdóttir, sem sýndi einnig frábæra frammistöðu, og í þriðja sæti var Kara Sól Ísleifsdóttir, sem gladdi dómarana með vandaðri og fallegri framsetningu.

Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara, Tinna Sædís Ægisdóttir gullhafi, …
Sigurður Már Guðjónsson formaður Landssambands bakarameistara, Tinna Sædís Ægisdóttir gullhafi, Karen Lilja Sveinsdóttir silfurhafi, Kara Sól Ísleifsdóttir bronshafi og Árni Þorvarðarson bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Allar eiga þær mikið hrós skilið fyrir stórkostlega frammistöðu og geta verið afar stolt af verkum sínum,“ segir Árni Þorvarðarson bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi.

Nemakeppni Kornax lauk í gær, fimmtudaginn 17. október ,með glæsilegri verðlaunaafhendingu í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi. Þetta var 26. sinn hún var haldin þar bakaranemar keppast um að framleiða bestu og fallegustu vöruna. Það var samdóma álit allra sem að komu að keppnin hafi verið til fyrirmyndar í alla staði og glæsilegri hafi hún aldrei verið.

mbl.is/Arnþór Birkisson
Karen Lilja Sveinsdóttir hreppti silfrið fyrir sína frammistöðu.
Karen Lilja Sveinsdóttir hreppti silfrið fyrir sína frammistöðu. mbl.is/Arnþór Birkisson
Kara Sól Ísleifsdóttir hlaut þriðja sætið fyrir sína vönduð og …
Kara Sól Ísleifsdóttir hlaut þriðja sætið fyrir sína vönduð og fallegu framsetningu. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Þessi keppni var ótrúlega spennandi og frammistaða keppenda var framúrskarandi í alla staði. Í ár tóku alls 18 bakaranemar þátt í undankeppninni, sem allir lögðu sig alla fram við að skapa einstaklega vandaðar og fallegar vörur. Úr þessum hópi komust 6 keppendur áfram í úrslitakeppnina, Anna Kolbrún Stefánsdóttir frá Gulli Arnari, Jean Louis Aimé Alexandrenne frá Gæðabakstur, Kara Sól Ísleifsdóttir frá Mosfellsbakarí, Karen Lilja Sveinsdóttir frá Gulli Arnari Guðbjörg Skarphéðinsdóttir frá Kökulist og Tinna Sædís Ægisdóttir frá Gulli Arnari,“ segir Árni ennfremur.

Kara Sól Ísleifsdóttir með sínar glæsilegu vörur og skrautstykki.
Kara Sól Ísleifsdóttir með sínar glæsilegu vörur og skrautstykki. mbl.is/Arnþór Birkisson
Sigurvegarinn, Tinna Sædís Ægisdóttir, með sínar glæsilegu vörur og skrautstykki …
Sigurvegarinn, Tinna Sædís Ægisdóttir, með sínar glæsilegu vörur og skrautstykki sem töfruðu dómnefndina upp úr skónum. mbl.si/Arnþór Birkisson
Karen Lilja Sveinsdóttir silfurhafi með sínar glæsilegur vörur og skrautstykki.
Karen Lilja Sveinsdóttir silfurhafi með sínar glæsilegur vörur og skrautstykki. mbl.is/Arnþór Birkisson

Mikilvægur vettvangur til að deila ástríðu sinni í bakstri

„Keppnin var hörð og spennandi, og hver keppandi sýndi framúrskarandi hæfileika í bakstri. Vörurnar sem þeir sköpuðu voru hver annarri glæsilegri, og það var greinilegt að allir höfðu lagt mikla vinnu í að fullkomna hverja einustu smáatriði. Keppnin er ekki aðeins tilraun til að sigra, heldur einnig mikilvægur vettvangur fyrir keppendur til að deila ástríðu sinni fyrir bakstri og þeirri list sem fylgir faginu,“ segir Árni og bætir við að dómararnir hafi verið yfir sig hrifnir að sjá þróunina hjá nemendum.

„Það má segja að keppnir undanfarinna ára, bæði í landsliðsverkefnum og heimsmeistaramótum, hafi vakið bakstursfagið af blundi. Við höfum séð mikla þróun og aukna gæði í faginu, þar sem ungt fólk sýnir ótrúlegan áhuga og metnað. Þessi áhugi hefur ekki aðeins stuðlað að auknum framleiðslugæðum heldur einnig veitt bakaríum landsins aukið virði og sýnt fram á þá miklu list sem felst í bakstri. Það er því ljóst að framtíðin er björt í þessum geira, og við getum sannarlega hlakkað til að fylgjast með því hvernig þessi hæfileikaríka einstaklinga hópur mun vaxa og þróast á komandi árum.“

Aðspurður segist Árni vera í skýjunum með árangur nemenda og hreinlegar hrærður eftir að hafa fylgst með þeim vinna verkefni sinn í þessari keppni.

„Munum sjá fleiri glæsilega bakara í framtíðinni„

„Það var einstakt að fylgjast með þessari keppni, og án efa munum við sjá fleiri glæsilega bakara koma fram í framtíðinni úr þessum hópi. Kornaxkeppnin er mikilvægur vettvangur fyrir alla þá sem hafa ástríðu fyrir bakstri, og hún hefur sannað sig sem lykilatriði í að lyfta faginu upp á nýjar hæðir,“ segir Árni að lokum.

Matarvefur mbl.is óskar verðlaunahöfunum Tinnu Sædísi, Karen Lilju og Köru Sól, innilega til hamingju  árangurinn og öllum sem tóku þátt til hamingju glæsilega frammistöðu.

Hér fyrir neðan má sjá myndaveislu frá verðlaunaafhendingunni sem fram fór í gær í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi með pomp og prakt ásamt myndum af glæsilegum kræsingum þátttakenda.

mbl.is/Arnþór Birkisson
Róbert Ótttarsson frá Kornax og Sigurður Már Guðjónsson frá LABAK …
Róbert Ótttarsson frá Kornax og Sigurður Már Guðjónsson frá LABAK tilkynntu úrslitin og sáu um verðlaunaafhendinguna. mbl.is/Arnþór Birkisson
Keppendum var fagnað með lófaklappi.
Keppendum var fagnað með lófaklappi. mbl.is/Arnþór Birkisson
Meðal verðlauna fyrir fyrsta sætið var þessi forláta KitchenAid hrærivél.
Meðal verðlauna fyrir fyrsta sætið var þessi forláta KitchenAid hrærivél. mbl.is/Arnþór Birkisson
Gullhafinn krýndur.
Gullhafinn krýndur. mbl.is/Arnþór Birkisson
Silfurhafinn krýndur.
Silfurhafinn krýndur. mbl.is/Arnþór Birkisson
Bronshafinn krýndur.
Bronshafinn krýndur. mbl.is/Arnþór Birkisson
Allir keppendur voru leystir út með gjöfum.
Allir keppendur voru leystir út með gjöfum. mbl.is/Arnþór Birkisson
Jean Louis Aimé Alexandrenne með kræsingarnar sínar og skrautstykki.
Jean Louis Aimé Alexandrenne með kræsingarnar sínar og skrautstykki. mbl.is/Arnþór Birkisson
Anna Kolbrún Stefánsdóttir með kræsingarnar sínar og skrautstykki.
Anna Kolbrún Stefánsdóttir með kræsingarnar sínar og skrautstykki. mbl.is/Arnþór Birkisson
Guðbjörg Skarphéðinsdóttir með kræsingarnar sínar og skrautstykki.
Guðbjörg Skarphéðinsdóttir með kræsingarnar sínar og skrautstykki. mbl.isArnþór Birkisson
Dýðrlegar kræsingar fönguðu augu og munn.
Dýðrlegar kræsingar fönguðu augu og munn. mbl.is/Arnþór Birkisson
Fegurð á borði.
Fegurð á borði. mbl.is/Arnþór Birkisson
Listræn og falleg brauð.
Listræn og falleg brauð. mbl.is/Arnþór Birkisson
Lístrænir hæfileikar bakaranemanna leyndu sér ekki.
Lístrænir hæfileikar bakaranemanna leyndu sér ekki. mbl.is/Arnþór Birkisson
Kræsingarnar heilluðu dómefndina upp úr skónum.
Kræsingarnar heilluðu dómefndina upp úr skónum. mbl.is/Arnþór Birkisson
Fallegt.
Fallegt. mbl.is/Arnþór Birkisson
Girnileg stykki.
Girnileg stykki. Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert