Sælkerabollur Sofiu slógu í gegn

Sigurður Már Guðjónsson bakarameistari og kökugerðamaður býður upp á helgarbaksturinn …
Sigurður Már Guðjónsson bakarameistari og kökugerðamaður býður upp á helgarbaksturinn að þessu sinni, sælkerabollur Sofiu. Samsett mynd

Sig­urður Már Guðjóns­son bak­ara­meist­ari og köku­gerðarmaður á heiður­inn af helgar­bakstr­in­um að þessu sinni. Sig­urður á og rek­ur Bern­höfts­bakarí sem staðsett er í hjarta miðborg­ar­inn­ar við Klapp­ar­stíg 3. Hann er orðinn fræg­ur fyr­ir að bjóða upp á rjóma­boll­ur til sölu all­an árs­ins í hring um helg­ar og þær rjúka út líkt og heit­ar lumm­ur.

„Þær selj­ast ávallt upp og það er deg­in­um ljós­ara að Íslend­ing­ar eru sólgn­ir í rjóma­boll­ur,“ seg­ir Sig­urður og hlær.

Á dög­un­um gerði Sig­urður nýja út­gáfu af boll­um með nýrri fyll­ingu og skreytti með vanill­ur­jóma, jarðarberj­um og myntu­lauf­um með glæsi­legri út­komu. Þær slógu í gegn og færri fengu en vildu. Hann ákvað að deila upp­skrift­inni með les­end­um Mat­ar­vefs­ins.

„Inn­blástur­inn fékk ég frá Su­mar­köku Sofiu sem ég gerði í sum­ar þar sem jarðarber, myntu­lauf og vanill­ur­jóm­inn gera út­slagið. Þessi upp­skrift gef­ur um 20 stykki boll­ur. Meðfylgj­andi er upp­skrift af heima­gerðum möndl­u­massa en það er líka hægt að kaupa til­bú­inn Od­en­se kran­samassa í næstu mat­vöru­versl­un ef fólk vill spara sér tíma,“ seg­ir Sig­urður.

Ef ykk­ur lang­ar að slá í gegn í næsta helgarkaffi eru þess­ar málið.

Girnilegar sælkerabollurnar hennar Sofiu og gullfallegar.
Girni­leg­ar sæl­kera­boll­urn­ar henn­ar Sofiu og gull­fal­leg­ar. mbl.is/​Karítas

Sælkerabollur Sofiu slógu í gegn

Vista Prenta

Sæl­kera­boll­ur Sofiu

Vatns­deigs­boll­ur

20 stk.

  • 380 g vatn
  • 140 g smjör
  • 10 g salt
  • 280 g hveiti
  • 10 stk. egg

Aðferð:

  1. Hitið vatn að suðu ásamt smjör­inu og salt­inu.
  2. Bætið síðan hveit­inu út í á meðan hrært er stöðugt og ristið blönd­una þar til hún losn­ar frá trés­leif­inni og botn­in­um á pott­in­um.
  3. Setjið strax í hræri­véla­pott og látið kólna niður þar til deigið orðið volgt.
  4. Notið spaðann og blandið smám sam­an eggj­un­um sam­an við.
  5. Magnið af eggj­um sem þið bætið við fer eft­ir því hversu þykk bland­an er.
  6. Deigið á að vera aðeins seigt.
  7. Ef eggja magnið er of hátt lek­ur þetta allt út við bakst­ur og hryn­ur sam­an.
  8. Fyllið sprautu­poka með stjörnu­stút (nr. 13) og sprautið deigið á plötu í ró­settu.
  9. Bakið í for­hituðum ofni við 210°C hita þar til boll­urn­ar hafa lyft sér og bakið vel (þurrt)  til að koma í veg fyr­ir að þær falli sam­an.
  10. Bök­un­ar­tími er um það bil 25 mín­út­ur, það fer reynd­ar eft­ir ofn­um og get­ur vel verið allt að 35 mín­út­ur fyr­ir stór­ar boll­ur.

Möndl­u­massi

  • 200 g hýðis­laus­ar möndl­ur
  • 100 g flór­syk­ur
  • 1 msk. eggja­hvíta
  • 1 tsk. vatn

Aðferð:

  1. Hrærið möndl­urn­ar í mat­vinnslu­vél í gróf­an mola, ekki of­blanda.  
  2. Setjið í skál og bætið eggja­hvít­unni, vatni og flór­sykri sam­an við.
  3. Hrærið þar til það byrj­ar að bland­ast eins og deig.
  4. Þrýstið í pylsu­form, pakkið inn og setjið í ís­skáp þar til nota á mass­ann.

Fyll­ing

  • 200 g möndl­u­massi
  • 100 -150 ml mjólk
  • 1 msk. flór­syk­ur

Aðferð:

  1. Vigtið 200 g af möndl­u­mass­an­um (af­gang­inn til að nota í ann­an tíma).
  2. Rífið möndl­u­mass­ann í skál og bætið svo mjólk­inni og sam­an við til að fá slétt deig með flór­sykr­in­um.
  3. Það ætti að vera gott og mjúkt til að sprauta, þið gætuð þurft að bæta við meiri mjólk en til­greint er ef mass­inn er of stíf­ur.

Vanill­ur­jómi

  • 1 l rjómi
  • 2 stk. vanillustang­ir

Aðferð:

  1. Stífþeytið rjómann með vanillu­fræj­un­um inn­an úr vanillu­stöng­un­um.

Sam­setn­ing:

  1. Skerið boll­urn­ar í tvennt, sprautið um 45 g af fyll­ingu á botn­inn og sprautið svo um 50 g vanillu rjóma ofan á.
  2. Setjið lokið á og sigtið flór­syk­ur yfir.
  3. Í lok­in er sprautuð ró­setta í miðjuna og skreytt með jarðarberi og myntu­lauf­um eft­ir smekk.
Syndsamlega gott að njóta.
Synd­sam­lega gott að njóta. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert