Spari snittubrauð með osti heilla matgæðinga til sjávar og sveita

Heimagerð spari snittubrauð eru ómótstæðileg.
Heimagerð spari snittubrauð eru ómótstæðileg. Ljósmynd/Aðsend

Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans í Reykja­vík deil­ir upp­skrift af snittu­brauðum með osti sem eru sér­lega spari­leg. 

Það er oft hag­kvæm­ara að baka brauð frá grunni en að kaupa þau til­bú­in út úr búð. Eins og þessi upp­skrift gef­ur til kynna þá er hún ein­föld en þó ör­lítið tíma­frek. Deigið þarf að hef­ast tvisvar. Þetta er ekta svona dúlle­rí sem hægt er að gera um helg­ar á milli þess sem annað er sýslað á heim­il­inu. 

Spari snittu­brauð henta vel með pasta­rétt­um, súp­um og á veislu­borð. 

Brauðin eru góð með súpu og eru fín viðbót á …
Brauðin eru góð með súpu og eru fín viðbót á veislu­borð. Ljós­mynd/​Aðsend

Spari snittubrauð með osti heilla matgæðinga til sjávar og sveita

Vista Prenta

Spari snittu­brauð með osti

  • 2 ½ dl ylvolgt vatn, u.þ.b. 37°C
  • 2 ½ tsk ger
  • 1 tsk syk­ur
  • 1 tsk salt
  • 1 msk olía
  • 2 msk hveit­klíð ef vill
  • u.þ.b. 5 dl brauðhveiti

Í fyll­ingu:

  • Rif­inn ost­ur
  • Smjör, brætt
  • 3-4 hvít­lauksrif, söxuð

Aðferð:

  1. Leysið gerið og syk­ur­inn upp í ylvolgu vatn­inu.
  2. Bætið síðan salti, olíu, hveitiklíð og brauðhveiti sam­an við.
  3. Látið hef­ast í u.þ.b. 40 mín­út­ur. 
  4. Mótið síðan 2-3 aflöng brauð, skorið að endi­löngu og rif­inn ost­ur sett­ur ofan í.
  5. Komið fyr­ir á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  6. Látið hef­ast aft­ur í u.þ.b. 20 mín­út­ur.
  7. Bræðið smá­veg­is af smjöri á væg­um hita og bætið við söxuðum hvít­lauk sam­an við og penslið á brauðin bæði fyr­ir og beint eft­ir bakst­ur.
  8. Bakið við 180°C í u.þ.b. 15-25 mín­út­ur, fer eft­ir stærð brauða, eða þar til þau verða orðin gull­in­brún.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert