Bleikar slaufur, geirvörtur og expressokaffi að hætti Hildar

Hildur Gunnlaugsdóttir lífs­k­únstner ætlar að bjóða upp á bleikar slaufukökur …
Hildur Gunnlaugsdóttir lífs­k­únstner ætlar að bjóða upp á bleikar slaufukökur og lítil bleik brjóst úr Rice Krispies í tilefni Bleika dagsins. Síðan verður hún líka með bleikan expresso mbl.is/Karítas

Hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir arki­tekt og lífs­k­únstner er sniðugri en flest­ir þegar kem­ur að hönn­un, skreyt­ing­um og bakstri svo fátt sé nefnt.

Hún ætl­ar að halda upp á Bleika dag­inn sem framund­an er miðviku­dag­inn 23. októ­ber næst­kom­andi og bjóða upp á bleik­ar kræs­ing­ar enda elsk­ar hún allt sem er bleikt. Bleiki lit­ur­inn er í miklu upp­á­haldi hjá Hildi og hún get­ur töfrað fram ótrú­leg­ustu hluti í bleiku.

Sjáið hvað slaufurnar úr bleiku nammilengjunum koma vel út. Bleika …
Sjáið hvað slauf­urn­ar úr bleiku nammi­lengj­un­um koma vel út. Bleika stellið henn­ar Hild­ar pass­ar vel fyr­ir kræs­ing­arn­ar. mbl.is/​Karítas

„Ég kaupi alltaf bleiku slauf­una enda er mál­efnið svo mik­il­vægt og stend­ur nærri okk­ur öll­um, öll þekkj­um við kon­ur sem bar­ist hafa við krabba­mein og mér finnst mik­il­vægt að heiðra hug­rekki þeirra á Bleika deg­in­um - já og bara alltaf,“ seg­ir Hild­ur.

Leynd­ar­dóm­ur­inn felst í skraut­inu

Þegar kem­ur að því að töfr­ar fram bleik­ar kræs­ing­ar í til­efni Bleika dags­ins er Hild­ur sniðugri en flest­ir og seg­ir að maður þurfi ekki að vera góður bak­ari til að galdra fram bleik­ar kök­ur. Leynd­ar­dóm­ur­inn fel­ist í skraut­inu.

Slaufukökurnar eru mikið augankonfekt.
Slaufu­kök­urn­ar eru mikið augan­kon­fekt. mbl.is/​Karítas

„Ég kann svo lítið að baka að ég redda mér oft með skraut­inu, en ég gerði það ein­mitt núna. Ég gerði ein­fald­ar Rice Krispies kök­ur ásamt syst­ur minni sem er öllu klár­ari en ég í eld­hús­inu. Kök­urn­ar eru gerðar úr syk­ur­púðum, smjöri og Rice Krispies með bleik­um mat­ar­lit,“ seg­ir Hild­ur með bros á vör.

Köku­skraut fyr­ir geir­vört­ur

„Stelp­urn­ar mín­ar elska svona nammi lengj­ur og ég stal laug­ar­dagsnamm­inu þeirra og bjó til slauf­ur úr þeim og festi þær á Rice Krispies kök­urn­ar. Ég setti síðan af­gang­inn í kúluklaka­form til þess að búa til lít­il brjóst, svo notaði ég köku­skraut fyr­ir geir­vört­ur.

Falleg Rice Krispies brjóstin hennar Hildar.
Fal­leg Rice Krispies brjóst­in henn­ar Hild­ar. mbl.is/​Karítas

Síðan gerði ég bleikt kaffi. En kaffið gerði ég með góðu espressokaffi  og fyllti glasið með klök­um og blandaði bleik­um mat­ar­lit úr í veg­an rjóma sem ég hellti yfir, rjóm­inn er svo­lítið sæt­ur á bragðið þannig að þetta verður svo­lítið eins og góð köld froða,“ seg­ir Hild­ur og bæt­ir við að það sé gam­an að fara alla leið með bleika lit­inn.

Bleiki liturinn og bleika slaufan eru allsráðandi hjá Hildi. Takið …
Bleiki lit­ur­inn og bleika slauf­an eru alls­ráðandi hjá Hildi. Takið eft­ir kaffi­boll­an­um. mbl.is/​Karítas

„Svo fannst mér sætt að hnýta sam­an serví­ett­urn­ar með slauf­um utan um gafl­ana til þess að vera í slaufu þem­anu.“

Bleiki rjóminn er syndsamlega girnilegur
Bleiki rjóm­inn er synd­sam­lega girni­leg­ur mbl.is/​Karítas

Bleik­ar slauf­ur, geir­vört­ur og expressokaffi að hætti Hild­ar

Vista Prenta

Bleik­ar slaufu­kök­ur og lít­il brjóst

  • 6 msk. smjör
  • 1 poki af syk­ur­púðum (280 g)
  • 5 boll­ar Rice Krispies
  • Bleik­ur mat­ar­lit­ur eft­ir smekk

Til skrauts:

  • Bleik­ar nammi­lengj­ur
  • Köku­skraut eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið sam­an syk­ur­púða og smjör í potti.
  2. Bætið ör­litl­um bleik­um mat­ar­lit út í.
  3. Þegar þetta er brætt sam­an, bætið þá við Rice Kripies og blandið sam­an með sleif.
  4. Setjið síðan blönd­una í skúffu­köku­form til að móta kök­urn­ar fyr­ir bleiku slauf­urn­ar.
  5. Takið smá af blönd­unni og setjið í kúluklaka­form þannig að úr verði eins og lít­il brjóst.
  6. Setjið í kæli í 2-3 klukku­stund­ir.
  7. Takið út og skerið Rice Krist­pies kök­una í fer­kantaða bita líkt og Hild­ur ger­ir hér.
  8. Skreytið með því að móta slauf­ur úr nammi­lengj­un­um.
  9. Takið síðan Rice Krispies kök­urn­ar úr klaka­form­inu og hvolfið á disk og skreytið í efst í miðjunni með köku­skrauti þannig að kúl­urn­ar líti út eins og lít­il brjóst líkt og sjá má á mynd­inni.
  10. Berið fram á dekkað bleikt form ef vill.
Hildur er sniðugri en flestir að leika sé með litaþema.
Hild­ur er sniðugri en flest­ir að leika sé með litaþema. mbl.is/​Karítas
Hildur toppar síðan kaffið sitt með bleikum glimmeri.
Hild­ur topp­ar síðan kaffið sitt með bleik­um glimmeri. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert