Ljúffengt steikarsalat Önnu í Frozen

Anna í Frozen býður upp á steikarsalat úr Frozen matreiðslubókinni.
Anna í Frozen býður upp á steikarsalat úr Frozen matreiðslubókinni. Samsett mynd

Hér er á ferðinni frá­bær upp­skrift að ljúf­fengu steik­ar­sal­ati sem kem­ur úr smiðju Önnu í Frozen. Upp­skrift­ina er að finna í Frozen mat­reiðslu­bók­inni frá Eddu út­gáfu og það er sára­ein­falt að út­búa þetta sal­at.

Sunnu­dag­ar eru í miklu upp­á­haldi hjá Önnu í Frozen en þá borðar fjöl­skyld­an ávallt sam­an. Sam­veru­stund­in byrj­ar meðan eldað er og all­ir hjálp­ast að og fá ákveðið hlut­verk í eld­hús­inu. Eitt af verk­efn­un­um er að leggja á borð og bera mat­inn fal­lega fram. Þetta sal­at er til­valið til að leika sér með þegar kem­ur að fram­setn­ing­unni.

Hér má líka nota af­gang af nauta­kjöti eða öðru kjöti ef þið eigið frá kvöld­inu áður svo dæmi séu tek­in.

Ljúffengt steikarsalat með nautakjöti og parmesan-osti.
Ljúf­fengt steik­ar­sal­at með nauta­kjöti og par­mes­an-osti. Ljós­mynd/​Gassi

Ljúffengt steikarsalat Önnu í Frozen

Vista Prenta

Steik­ar­sal­at Önnu í Frozen

Fyr­ir 4   

  • 500 g nauta­steik
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 tsk. balsam­e­dik
  • 5 dl blandað ferskt sal­at
  • 2 msk. jóm­frúarol­ía
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 1 ¼ dl par­mes­an-ost­ur, rif­inn

Aðferð:

  1. Kryddið kjötið með salti, pip­ar, ólífu­olíu og balsam­e­diki og látið standa í 1 klukku­stund.
  2. Steikið kjötið á pönnu í 2–3 mín­út­ur á hvorri hlið á miðlungs­há­um hita.
  3. Takið pönn­una af hit­an­um og látið kjötið standa í 3–4 mín­út­ur. Þessi aðferð mun leiða af sér meðal­hráa steik­ingu, ef þið viljið steikja kjötið meira skuluð þið leyfa því að vera á pönn­unni í nokkr­ar mín­út­ur í viðbót.
  4.  Setjið sal­atið í skál, hellið jóm­frúarol­í­unni yfir það og kryddið með salti og pip­ar.
  5.  Raðið sal­at­inu síðan á disk.
  6.  Skerið kjötið í þunn­ar sneiðar og raðið þeim ofan á sal­atið.
  7.  Hellið öll­um saf­an­um af pönn­unni yfir kjötið.
  8.  Stráið par­mes­an-ost­in­um yfir sal­atið og kjötið eft­ir smekk.
  9. Berið fram og njótið í góðum fé­lags­skap.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert