Hátísku hringrásardrottningin býður upp á vikumatseðilinn

Tinna Bergmann Jónsdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni.
Tinna Bergmann Jónsdóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Tinna Berg­mann Jóns­dótt­ir fata­hönnuður og há­tísku hringrás­ar­drottn­ing­in býður upp á vikumat­seðil­inn að þessu sinni.

Eft­ir að hún opnaði síðan fyrstu sér­völdu há­tísku hringrás­ar versl­un Íslands, Buy­mychic, er hún stund­um kölluð há­tísku hringrás­ar­drottn­ing­in. Buy­mychic er til húsa að Óðins­götu 8b í miðborg­inni. Mikl­ar ann­ir eru hjá Tinnu eft­ir að hún opnaði versl­un­ina auk fleiri verk­efna sem hún og maður­inn henn­ar standa fyr­ir þessa dag­ana.

Opnuðu gisti­heim­ili og versl­un með viku milli­bili

„Ég og maður­inn minn erum ein­stak­lega upp­tek­in þessa dag­ana bæði vinn­um mikið og margt að ger­ast. Við opnuðum gisti­heim­ili fyr­ir aust­an og ég versl­un­ina mína með viku milli­bili í júní í ár auk þess að við erum með tvö börn und­ir 4 ára. Þetta hef­ur verið pínu galið tíma­bil og ekki eins mik­ill tími fyr­ir elda­mennsku eins og kannski vana­lega. Ég elska að elda og baka, þeir sem þekkja mig best vita það vel.“

Hér má sjá eina dýrindistertuna úr smiðju Tinnu.
Hér má sjá eina dýr­indistert­una úr smiðju Tinnu. Ljós­mynd/​Tinna Berg­mann

Tinna er hrif­in af ein­föld­um rétt­um sem tek­ur ekki lang­an tíma að mat­reiða og einnig legg­ur hún upp úr að vera með mat sem börn­in eru hrif­in af.

Tinna elskar að baka og skreyta kökur fyrir börnin.
Tinna elsk­ar að baka og skreyta kök­ur fyr­ir börn­in. Ljós­mynd/​Tinna Berg­mann

„Við fjöl­skyld­an erum ekki mikið í eft­ir­rétt­um, eng­in af okk­ur. En við rétt til­efni eða þegar mikið stend­ur til skelli ég gjarn­an í köku,“ seg­ir Tinna og bros­ir.

Hér er vikumat­seðill­inn Tinnu kom­inn eins og hún ætl­ar að hafa hann þessa vik­una.

Mánu­dag­ur – Mexí­kóskt taco

„Við fjöl­skyld­an elsk­um Mexí­kó kvöld, það er yf­ir­leitt viku­leg­ur viðburður hjá okk­ur. Þá setj­um smá lat­ínó tónlist í bak­grunn­inn að sjálf­sögðu. Krakk­arn­ir elska þetta, síðan setja all­ir það sem þeir vilja í sína vefju og síðan eru suðræn­ir ávext­ir í eft­ir­rétt.“

Þriðju­dag­ur – Steikt­ur fisk­ur

„Steikt­ur fisk­ur klikk­ar seint. Með hon­um sker ég niður græn­meti með og geri kalda hvít­laukssósu. Kreisti síðan sítr­ónu yfir fisk­inn og ber hann fram með nýj­um kart­öfl­um. Fisk­ur­inn hjá okk­ur er alltaf í miðri viku þar sem krakk­arn­ir fá hann yf­ir­leitt í leik­skól­an­um mánu­dög­um eða þriðju­dög­um.“

Miðviku­dag­ur – Ravi­oli

„Við höf­um reynt að vera dug­leg að heim­sækja og ferðast um Ítal­íu með stór­fjöl­skyld­unni. Þar lærðum við held­ur bet­ur að meta gott ravi­oli og hvernig best er að elda það, þá er ein­fald­leik­inn best­ur og lítið mál að mat­reiða þenn­an rétt.“

Fimmtu­dag­ur – Lúx­us núðlurétt­ur

„Sök­um tíma­leys­is er gott að vera með nokkra hraðrétti upp í erm­inni og þá eru núðlurétt­ir oft svarið. Þá er ein­mitt hægt að nota það sem maður á til í ís­skápn­um en ég geri hann reynd­ar án kjöts þar sem við fjöl­skyld­an borðum sjald­an kjöt.“

Föstu­dag­ur – Bleik morg­unþruma

„Við höf­um yf­ir­leitt eitt létt kvöld í viku og þá er gerður þeyt­ing­ur. Til dæm­is acai-skál sem krakk­arn­ir og við elsk­um. Þetta get­ur einnig verið þinn upp­á­haldsþeyt­ing­ur eða skál. Krakk­arn­ir gera þetta alltaf með okk­ur og það er ávallt mjög gam­an hjá okk­ur þegar þetta er gert.“

Laug­ar­dag­ur – Kremað kó­kos dahl fyr­ir vand­láta

„Svo erum við mikið með veg­an rétti þar sem mamm­an er meiri fyr­ir þá. Það eru til svo marg­ir ljúf­feng­ir veg­an rétt­ir sem dá­sam­legt er að njóta.“

Sunnu­dag­ur – Ofn­bakaðar paprik­ur með kínóa­fyll­ingu

„Þess­ar fylltu paprik­ur er mjög góðar og eiga vel við á sunnu­dags­kvöldi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert