Fyrsta konan valin heimsbakari ársins

Gerhard Schenk, varaformaður UIBC, Elisabete Ferreira, heimsbakari ársins 2024, og …
Gerhard Schenk, varaformaður UIBC, Elisabete Ferreira, heimsbakari ársins 2024, og Florian Löwer, kökugerðarmaður ársins 2024, Dominique Anract, formaður UIBC, og Günther Koerffer, fyrrverandi formaður UIBC. Ljósmynd/Aðsend

Í gær­kvöldi var hald­in hátíðar­kvöld­verður UIBC þar sem verðlaun­in í ár voru af­hent fyr­ir heims­bak­ara árs­ins og köku­gerðarmann árs­ins. Við til­finn­ingaþrungna at­höfn var Elisa­bete Fer­reira frá Portúgal verðlaunuð sem heims­bak­ari árs­ins 2024 og Flori­an Löwer frá Þýskalandi sem köku­gerðarmaður árs­ins 2024. Elisa­bete er jafn­framt fyrsta kon­an í heim­in­um sem er út­nefnd bak­ari árs­ins.

Dominique Anract, formaður UIBC, með Ninu Métayer, sem var tekin …
Dom­in­ique Anract, formaður UIBC, með Ninu Métayer, sem var tek­in inn sem nýr meðlim­ur í UIBC SELECT CLUB við þetta sama tæki­færi, ásamt Ger­h­ard Schenk vara­for­manni UBC. Ljós­mynd/​Aðsend

Sjá nán­ar hér.

Fékk ósk sína upp­fyllta

Sig­urður Már Guðjóns­son, formaður Lands­sam­bands bak­ara­meist­ara, er í stjórn UIBC og hef­ur lengi bar­ist fyr­ir að jafna hlut kynj­anna og fékk ósk sína upp­fyllta bæði í fyrra þegar Nina Métayer vann og Elisa­bete í ár. Jafn­framt var hin heimsþekkta Métayer frá Frakklandi sem var út­nefnd köku­gerðarmaður árs­ins í fyrra, tek­in inn sem nýr meðlim­ur í UIBC SELECT CLUB

„Það er gam­an að segja frá því að á heimsþingi UIBC sem var haldið í Reykja­vík 10. sept­em­ber árið 2022 var hið nýja heiðurs­stig UIBC SELECT CLUB“  eða klúbb­ur hinna út­völdu, sem er alþjóðleg frægðar­höll bak­ara og köku­gerðarmanna, stofnað,“ seg­ir Sig­urður Már.

„Á vor­mánuðum árið 2023 hafði öll vinna dreg­ist og ég var feng­inn til að koma klúbbn­um á lagg­irn­ar og hanna alla um­gjörð,“ bæt­ir Sig­urður Már við.

Vann Sig­urður við setja sam­an lög og all­ar regl­ur og auk þess sem hann hannaði merki hins nýja klúbbs sem og heiðurs­merki en það vann hann í sam­starfi við José Migu­el PECOS sem er kon­ung­leg­ur gullsmiður Spán­ar. Sig­urður var svo, þann 23. októ­ber 2023, eða fyr­ir sléttu ári síðan, tek­inn fyrst­ur manna í klúbb­inn og sæmd­ur heiðurs­merki UIBC Select Club núm­er 1.

Á er­lendri grundu þykir mik­ill heiður að vera val­inn heims­bak­ari og köku­gerðarmaður og kom­ast í hóp þessa aðila sem titil­inn hafa hlotið.

Hægt að fylgj­ast með hinni heimsþekktu Ninu Métayer hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert