Silfurhafinn Sunneva Kristjánsdóttir og nýútskrifaði bakarinn ætlar að bjóða upp á syndsamlega ljúffenga hindberjamús í eftirrétt í kvöld. Tilefnið er að sjálfsögðu Bleiki dagurinn en músin er fallega dökkbleik á litinn og gleður bæði augu og munn.
Sunneva gerði garðinn frægan á dögunum með íslenska bakaralandsliðinu en þau fengu silfurverðlaun Norðurlandameistaramótinu í bakstri, Nordic Cup. Þau vöktu mikla athygli fyrir færni sína í bakstri og ekki síst listræna hæfileika sína. Bakara keppa ekki aðeins á erlendri grundu heldur eru þeir líka iðnir við að styðja við gott málefni eins og þennan dag og í flestum bakaríum landsins í dag, 23. október, var að finna bleikar og girnilegar kræsingar.
Á þessum degi eru landsmenn hvattir til að bera Bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma og bjóða upp á bleikar kræsingar svo að allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu.
Hindberjamús að hætti Sunnevu
Hindberjamús
- 450 g hindber (frosin eða fersk)
- 60 g flórsykur
- 1 msk. sítrónusafi
- 3 gelatín blöð
- 345 g rjómi
Hindberja „compot“
- 230 g hindber
- 50 g sykur
- 1/2 msk. sítrónusafi
Aðferð:
- Byrjið á því að „compotið“ eða sultuna sem fer í botninn.
- Setjið hindber, sykur og sítrónusafa í pott og látið malla í um það bil 10 mínútur eða þangað til blandan hefur þykknað aðeins.
- Setjið 4 glös og inn í ísskáp til að láta kólna.
- Gerið næst músin.
- Ef þið notið frosin hindber, leyfið þá berjunum fyrst að þiðna og ná stofuhita.
- Setjið þau því næst í blandara eða matvinnsluvél þangað til þau hafa brotnað niður.
- Sigtið síðan blönduna til að fjarlægja fræin.
- Loks setjið þið síðan blönduna í pott og látið malla í um 10 mínútur á miðlungs hita eða þangað til blandan hefur þykknað örlítið.
- Ef þið notið er fersk ber þá er aðferðin sú sama nema þá getið þið sleppt að sleppa að setja berin í pott.
- Setjið síðan er blönduna í stóra skál og setjið til hliðar.
- Setjið gelatín blöðin í kalt vatn og látin standa í 10-15 mínútur.
- Takið blöðin upp úr eftir 10-15 mínútur og kreistið vel þannig vatnið fari úr þeim.
- Best er síðan að setja blöðin í nokkrar sekúndur í örbylgjuofninn þangað til þau bráðna og verða að vökva.
- Setjið síðan í skálina með hindberja blöndunni, flórsykurinn, sítrónusafann og matarlíms vökvann og blandið vel saman.
- Passið að hindberjablandan sé ekki of köld né of heit.
- Þeytið næst rjómann.
- Mikilvægt er að rjóminn sé ekki of þeyttur, þar sem það mun gera það mun erfiðara að blanda honum við hindberja blönduna og áferðin mun ekki vera sú sama.
- Þegar rjóminn er þeyttur, blandið honum þá varlega saman við hindberjablönduna í pörtum með sleikju.
- Takið næst glösin út úr ísskápnum og setjið músin ofan á hindberjasultuna. Best finnst Sunnevu að nota sprautupoka til að setja músina í glösin.
- Setjið síðan glösin aftur inn í ísskáp og látið þau vera þar í að minnsta kosti 5 klukkustundir eða yfir nótt svo að músin stífni upp.
- Skreytið síðan músina með ferskum hindberjum, berið fram með þeyttum rjóma og njótið með ykkar bestu.