Rísandi stjarna með Þrista White Russian 

Elvar að keppa á Íslandsmeistaramóti Barþjóna.
Elvar að keppa á Íslandsmeistaramóti Barþjóna. Ljósmynd/Sigurður Steinþórsson

Nú er komið að kokteil helgarinnar en Barþjónaklúbbur Íslands kynnti til leiks nýjan Þrista White Russian með nýja Þrista líkjörnum frá Hovdenak Distillery á dögunum.

Höfundur kokteilsins er Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson, sem er rísandi stjarna í veitingageiranum á Íslandi þessa dagana. Elvar er stjórnarmaður Barþjónaklúbbsins, vaktstjóri á Lebowski bar og framreiðslumaður að mennt. Elvar var framreiðslunemi ársins 2023 og keppti einnig fyrir Íslands hönd í norrænu nemakeppninni í Finnlandi 2024 og lenti þar í 3. sæti með sínu teymi. Elvar er alls ekki hættur og stefnir á að opna sinn eigin stað í framtíðinni.

Hann töfraði fram þennan ofurkokteil þar sem íslenski lakkrísinn fær svo sannarlega að njóta sín.

Gómsætur kokteill sem minnir á sælgæti, Þrista White Russian.
Gómsætur kokteill sem minnir á sælgæti, Þrista White Russian. Ljósmynd/Elvar Halldór Hróarr Sigurðsson

Þrista White Russian

  • 30 ml Hovdenak Distillery Þrista líkjör
  • 30 vodki
  • 15 ml Kahlúa
  • 30 ml rjómi
  • Þeyttur rjómi eftir smekk
  • Súkkulaðispænir eftir smekk

Aðferð:

  1. Hellið Þrista líkjör, vodka, Kahlúa og rjóma í hristara.
  2. Hristið vel með klaka.
  3. Sigtið kokteilinn í „rocks“ glas með klaka.
  4. Skreytið með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni ofan á.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka