„Hrekkjavökuveitingar eru þær allra skemmtilegustu“

Hildur Gunnlaugs elskar hrekkjavökuna og ætlar að bjóða upp á …
Hildur Gunnlaugs elskar hrekkjavökuna og ætlar að bjóða upp á hræðilegar kræsingar fyrir allar furðuverurnar. mbl.is/Hákon

Hild­ur Gunn­laugs arki­tekt og lífs­k­únstner er kom­in í hrekkja­vökugír­inn en hrekkja­vak­an nálg­ast óðum og verður í öll­um sín­um skrúða fimmtu­dag­inn þann 31. októ­ber næst­kom­andi.

Hún er byrjuð að skreyta heim­ilið og und­ir­búa komu draug­ana og norn­anna. Einnig elsk­ar Hild­ur að búa til hræðileg­ar kræs­ing­ar og ógn­væn­leg­ar veit­ing­ar sem fá hár­in til að rísa á höfði gesta. Hún ætl­ar að ljóstr­ar upp nokkr­um skemmti­leg­um hug­mynd­um af sín­um ógur­leg­um kræs­ing­um sem les­end­ur geta spreytt sig á.

Gróður­húsið umbreyt­ist í köngu­ló­ar­hús

Hún elsk­ar hrekkja­vök­una og allt annað sem brýt­ur upp hvers­dags­leik­ann á vet­urna.

„Mér er al­veg sama þótt þetta sé ekki alda­göm­ul hefð á Íslandi. Mín skoðun er að við eig­um að taka öllu skemmti­leg­um dög­um og viðburðum fagn­andi, við þurf­um al­veg á þessu að halda í myrkr­inu,“ seg­ir Hild­ur með bros á vör.

„Í ár ætla ég að búa til al­gjör­an hryll­ings­garð og ætla að gefa þar nammi. Gróður­húsið umbreyt­ist í köngu­ló­ar­hús og hræðileg­ir draug­ar og norn­ir svífa yfir garðinum á pergól­unni, heiti pott­ur­inn verður með töfra­seiði þar sem hauskúp­ur og sala­möndru­augu fljóta um. Gra­freit­ur með hræðileg­um bein­um verður líka á staðnum,“ seg­ir Hild­ur grafal­var­leg.

Eru mörg ár síðan þú byrjaðir að halda upp á Hrekkja­vök­una?

Ætli ég hafi ekki byrjað um leið og þetta fór að vera vin­sælt hér heima en við heim­sótt­um alltaf Hlíðarn­ar en mamma býr þar og hún fór fljót­lega að skreyta og gefa nammi. Nú er okk­ar hverfi, Hvassa­leiti og 103 Reykja­vík orðið mjög öfl­ugt í hrekkja­vök­unni og marg­ir sem skreyta og gefa nammi. Ég vil endi­lega hvetja íbú­ana í mín­um hverfi, 103, koma og biðja um grikk og gott. Ég hlakka til að taka á móti þess­um furðuver­um sem verða á ferðinni þann 31. októ­ber næst­kom­andi.“

Safn­ar þú hrekkja­vöku­dóti?

„Ég bæti alltaf í safnið á hverju ári, áður fyrr keypti ég alltaf skraut í út­lönd­um en nú eru búðir eins og Partý­búðin með svo mikið úr­val.“

Farið þið í bún­inga og sláið upp hrekkja­vökupartí með hræðileg­um kræs­ing­um?

„Held­ur bet­ur, meira að segja maður­inn minn er bú­inn að kaupa sér bún­ing. Hann langaði mest til að vera í græn­um heil­galla en sá var því miður ekki til í hans stærð,“ seg­ir Hild­ur og hlær.

„Hrekkja­vöku­veit­ing­ar eru þær allra skemmti­leg­ustu því það geng­ur allt út á að breyta og setja fram veit­ing­ar á ný­stár­leg­an hátt sem mér finnst mun skemmti­legra en til dæm­is að baka.“

„Ég verð góð norn“

Hvað ætlið þið að vera í ár?

„Ég verð góð norn og sú yngsta líka, miðjan mín verður Wed­nes­day og sú elsta ætl­ar að vera Sidney Prescott úr Scream mynd­un­um og maður­inn minn verður ein­hver óskil­greind furðuvera eins og hon­um er ein­um lagið.“

Skemmtilegir pinnarnir sem Hildur hefur útbúið og stungið í graskerið.
Skemmti­leg­ir pinn­arn­ir sem Hild­ur hef­ur út­búið og stungið í graskerið. mbl.is/​Há­kon

Hvaða ógur­legu kræs­ing­ar ætl­ar þú að bjóða upp á?

„Veit­ing­un­um verður skipt upp í full­orðins- og barna­veit­ing­ar. Ég fann svo sæt lít­il grasker í Partý­búðinni sem ég setti mis­mun­andi pinna með hræðileg­um sæt­ind­um í. Ég gerði pödd­ur úr úr döðlum og lakk­rís, norna­hatt úr Oreo kexi eða Hers­eys kossi ofan á, leður­blöku úr Reeses cup með vængj­um úr Oreo kexi og svo keypti ég sætt köku­skraut í Partý­búðinni sem ég límdi ein­fald­lega á Oreo kex.

Hér eru bæði nornahattar og leðurblökur í sinni frumlegustu mynd.
Hér eru bæði norna­hatt­ar og leður­blök­ur í sinni frum­leg­ustu mynd. mbl.is/​Há­kon

Svo gerði ég app­el­sínu­gult kakó úr hvítu súkkulaði frá Good Good sem ég blandaði út í mjólk og app­el­sínu­gul­an mat­ar­lit, ofan á það setti ég kóngu­ló­ar­vef úr syk­ur­púðum.“

Appelsínugula kakóið skreytt með köngulóarvef er mikið prýði til að …
App­el­sínu­gula kakóið skreytt með köngu­ló­ar­vef er mikið prýði til að bjóða upp á í hrekkja­vökupar­tí­inu. mbl.is/​Há­kon

Grasker­in heilla Hildi og þau fá að njóta sín á henn­ar heim­ili í margs kon­ar form­um.

„Ég fann svo sætt lítið grasker í Krón­unni sem mér datt í hug að setja pinna af draugapaprik­um og osta­draum í ásamt fal­leg­um haust­leg­um blóm­um. Með því verður síðan upp­á­halds­haust­kaffið mitt með graskeri og graskerskryddi.“

Hildur ætlar að bjóða upp á ógurlega haustkaffi sem ber …
Hild­ur ætl­ar að bjóða upp á ógur­lega haust­kaffi sem ber keim af graskeri. mbl.is/​Há­kon

Hræðileg­ar hrekkja­vökukræs­ing­ar

Hild­ur gef­ur hér les­end­um Mat­ar­vefs­ins nokkr­ar skemmti­leg­ar hug­mynd­ir af hrekkja­vökukræs­ing­um sem upp­lagt er að prófa sig áfram með. Hild­ur er sniðugri en flest­ir þegar kem­ur að því að galdra fram ein­fald­ar og flott­ar veit­ing­ar í þema formi líkt og þess­ar hræðileg­ur hrekkja­vökukræs­ing­ar.

Ekki má gleyma blóðinu.
Ekki má gleyma blóðinu. mbl.is/​Há­kon

Hér má sjá hand­bragð Hild­ar þegar hún ger­ir köngu­ló­arkakóið sitt.

„Hrekkjavökuveitingar eru þær allra skemmtilegustu“

Vista Prenta

Hrekkja­vökukræs­ing­ar Hild­ar

App­el­sínu­gult köngu­ló­arkakó

Fyr­ir 2

  • 250 ml mjólk
  • 2 msk. súkkulaðismyrja, t.d. frá Good Good
  • App­el­sínu­gul­ur mat­ar­lit­ur eft­ir smekk
  • Syk­ur­púðar eft­ir smekk fyr­ir köngu­ló­ar­vef­inn

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita mjólk­ina í potti.
  2. Bætið út í mjólk­ina súkkulaðismyrju.
  3. Bætið síðan við app­el­sínu­gulu mat­ar­lit eft­ir smekk.
  4. Hellið síðan í bolla eða glös eft­ir smekk og út­búið köngu­ló­ar­vef­inn.
  5. Setjið syk­ur­púða í ör­bylgju­ofn í um það bil 15 sek­únd­ur.
  6. Setjið á ykk­ur hanska og kremið syk­ur­púðann á milli hand­anna, lóf­anna, þá tog­ast hann í sund­ur eins og köngu­ló­ar­vef­ur.
  7. Leggið síðan yfir app­el­sínu­gula kakóið yfir boll­ana

Ógur­legt haust­kaffi

  • 5 skot Star­bucks Pikes Places kaffi
  • 500 ml haframjólk
  • 2-4 msk. graskers puree
  • 2 tsk. pumpk­in spice krydd
  • Hun­ang ef vill eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gera 5 skot af kaff­inu og hellið í stóra könnu.
  2. Bætið við haframjólk.
  3. Blandið út í blönd­una graskers puree og pumpk­in spice kryddi.
  4. Setjið aðeins hun­ang út í ef vill.
  5. Blandið þessu vel sam­an svo kryddið fljóti ekki yfir efst í blönd­unni.
  6. Smakkið þetta til og vert að huga að því að smekk­ur fólks er mis­jafn þegar kem­ur að kryddi, hvort fólk vill mikið eða lítið kryddað kaffi.
  7. Setjið blönd­una í stóra könn­una eða svona graskers­könnu líkt og Hild­ur er með.
  8. Mikið er til af alls kyns hrekkja­vöku vör­um í Partý­búðinni og mat­vöru­versl­un­um lands­ins í dag og upp­lagt að skoða og finna skemmti­leg ílát ef vill.

Norna­hatt­ar

  • 1-2 pk. Oreo kex
  • 1 pk. Hers­ey súkkulaði
  • Köku­skraut eft­ir smekk
  • Trép­inn­ar

Aðferð:

  1. Takið til trép­inn­ana og stillið upp Oreo kex­kök­um í þeim fjölda sem þið ætlið að gera.
  2. Byrjið á því að stinga trép­inna ofur var­lega í miðjuna á Oreo kexi, megið alls ekki gera það of hratt þá brotn­ar kexið.
  3. End­ur­takið þetta í eins marg­ar kex­kök­ur og þið ætlið að bera fram.
  4. Hitið síðan Hers­ey súkkulaði með því að byrja á að sjóða vatn og hella vatn­inu í þægi­legt ílát.
  5. Setjið síðan súkkulaðið í umbúðunum ofan í vatnið þangað til að það er bráðnað.
  6. Klippið þá smá gat á umbúðirn­ar utan um súkkulaði og notið sem hálf­gjöra túbu.
  7. Setjið súkkulaðið á hliðina sem snýr upp og festið í miðjuna með Hers­ey súkkulaðikoss.
  8. Setjið síðan köku­skraut í bráðið súkkulaðið.
  9. Berið fram á skemmti­leg­an hátt. Til dæm­is í litl­um graskersí­lát­um.
  10.  eða glös­in sem þið kjósið að bera drykk­inn í.
Skemmtileg framsetning.
Skemmti­leg fram­setn­ing. mbl.is/​Há­kon
Hildur kann svo sannarlega að setja veitingar í skemmtilegan búning.
Hild­ur kann svo sann­ar­lega að setja veit­ing­ar í skemmti­leg­an bún­ing. mbl.is/​Há­kon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert