Oche þróar lauflétt pítsadeig

Davíð Lúther Sigurðarson framkvæmdastjóri Oche Reykjavík segir þá hafa unnið …
Davíð Lúther Sigurðarson framkvæmdastjóri Oche Reykjavík segir þá hafa unnið hörðum höndum að þróa einstakt og lauflétt pítsadeig. Samsett mynd

Veit­inga- og afþrey­ing­arstaður­inn Oche Reykja­vík sem er staðsett­ur á 3. hæð Kringl­unn­ar býður meðal ann­ars upp á pítsur á mat­seðlin­um sem eru heima­gerðar með aðstoð ít­alskra pítsu­bak­ara. Pítsurn­ar hafa fallið vel í kramið hjá gest­um staðar­ins.

„Síðustu sex mánuði höf­um við unnið hörðum hönd­um að því að þróa ein­stakt og lauflétt pít­sa­deig,“ seg­ir Davíð Lúther Sig­urðar­son, fram­kvæmda­stjóri Oche Reykja­vík.

Dún­mjúk en jafn­framt stökk pítsa

„Teg­und­in af deig­inu sem við not­um kall­ast biga og er heima­til­búið, út­búið með tvö­földu gerj­un­ar­ferli. Hveitið í pítsun­um er ít­ölsk hágæðavara, sér­stak­lega búið til fyr­ir lengri gerj­un en með því að láta deigið hef­ast tvisvar halda all­ir upp­runa­legu kost­ir hveit­is­ins sér eft­ir bakst­ur. Við gerj­un­ina mynd­ast kolt­ví­sýr­ing­ur og nokk­urs kon­ar net úr glút­eni sem ger­ir deigið mun teygj­an­legra en önn­ur. Útkom­an er dún­mjúk pítsa að inn­an en jafn­framt stökk pítsa sem við eld­bök­um til full­komn­un­ar," seg­ir Davíð Lúther og bæt­ir við að pítsurn­ar hafi fengið góðar viðtök­ur gesta staðar­ins.

Pítsurnar á Oche Reykjavík.
Pítsurn­ar á Oche Reykja­vík. Ljós­mynd/​Aðsend

„Síðustu vik­ur höf­um við fengið mikið hrós frá okk­ar gest­um og erum við greini­lega búin að ná mark­miði okk­ar með aðstoð ít­alskra pítsu­bak­ara,“ seg­ir Davíð Lúther enn­frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka