Taka forskot á jólabjórana í kvöld

Malbygg-mennirnir Bergur Gunnarsson, Andri Þór Kjartansson, Steinn Stefánsson, Magnús Már …
Malbygg-mennirnir Bergur Gunnarsson, Andri Þór Kjartansson, Steinn Stefánsson, Magnús Már Kristinsson og Ingi Már Kjartansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sala á jóla­bjór hefst í Vín­búðunum í næstu viku en fjöl­marg­ir bar­ir taka for­skot á sæl­una nú um helg­ina. Á Mal­bygg í Skútu­vogi verður til að mynda boðið upp á sann­kallaða jóla­bjóra­veislu í dag frá klukk­an 15 og fram­eft­ir kvöldi.

Magnús Már Krist­ins­son, einn aðstand­enda brugg­húss­ins Mal­byggs, seg­ir í sam­tali við mbl.is að sér sýn­ist að mörg brugg­hús séu að fækka jóla­bjór­um þetta árið en Mal­bygg fari í öf­uga átt. Sex jóla­bjór­ar verði sett­ir í al­menna sölu sem er fjölg­un um tvo frá því í fyrra. Fleiri teg­und­ir verði svo í boði á brugg­stof­unni í Skútu­vogi í dag.

Magnús Már og Bergur tóku á móti bjóráhugafólki á Mikkeller-hátíðinni …
Magnús Már og Berg­ur tóku á móti bjóráhuga­fólki á Mikk­ell­er-hátíðinni í Fær­eyj­um. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við sett­um Jóla­boll­una, sem sló í gegn í fyrra, á bour­bon-tunn­ur þar sem hún hef­ur fengið að þrosk­ast og út­kom­an er ótrú­leg. Í Jóla­boll­unni er líka allt það jóla­leg­asta sem hægt er að setja í stout, svo sem möndl­ur, kanel og fleira,“ seg­ir Magnús þegar hann er beðinn að lýsa því hvað bíður gesta á Mal­bygg í dag. 

Ann­ar bjór sem mun ef­laust vekja mik­inn áhuga gesta, sem og ann­ars bjóráhuga­fólks, er Hátíðarskink­an. Er þar um að ræða þre­fald­an IPA, 10% í styrk­leika hvorki meira né minna. „Ég held að við höf­um einu sinni áður gert Triple IPA. Nú gerðum við þúsund lítra og erum mjög spennt­ir að sjá viðtök­urn­ar. Úff,“ seg­ir Magnús. 

Um 300 gestir voru á hátíðinni í Færeyjum.
Um 300 gest­ir voru á hátíðinni í Fær­eyj­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Gerðu góða ferð til Fær­eyja

Auk þess­ara tveggja geta gest­ir bragðað á fjór­um öðrum jóla­bjór­um Mal­byggs; Jóla­sopa, Jólakisa, Djús Kristi og hefðbund­inni Jóla­bollu Im­per­ial Stout. Þá verða tveir til­rauna­bjór­ar sömu­leiðis á krana.

Skammt er stórra högga á milli hjá starfs­mönn­um Mal­byggs. Magnús og Berg­ur brugg­ari eru ný­komn­ir frá Fær­eyj­um þar sem þeir tóku þátt í Mikk­ell­er-bjór­hátíðinni í Þórs­höfn

Íslendingar eru sjaldnast langt undan þegar landar þeirra gera það …
Íslend­ing­ar eru sjaldn­ast langt und­an þegar land­ar þeirra gera það gott á er­lend­um vett­vangi. Frá vinstri eru Dag­ur, Kristján, Val­geir og Finn­bogi. Ljós­mynd/​Aðsend

„Okk­ur var boðið þarna ásamt 25 öðrum brugg­hús­um, aðallega frá Banda­ríkj­un­um. Þetta var eitt­hvað magnaðasta festi­val sem ég hef farið á. Þarna voru eig­in­lega bara Fær­ey­ing­ar, um 300 gest­ir, og ótrú­lega mikið af góðum bjór í boði. Það var virki­lega gam­an að fá að vera hluti af þessu, að fá að vera þarna með mörg­um af bestu brugg­hús­um í heimi. Það væri gam­an að sjá ein­hvern tím­ann svona hátíð á Íslandi.“

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert