Ofnbakaður fiskur með blaðlauk 

Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum deilir uppskrifg af ofnbökuðum …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari í Hússtjórnarskólanum deilir uppskrifg af ofnbökuðum fisk með blaðlauk. Samsett mynd

Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans deil­ir hér upp­skrift af ofn­bökuðum fisk með blaðlauk.

Upp­skrift­in kem­ur úr eld­hús­inu í Húsó og þegar kem­ur að því að velja smurost í rétt­inn get­ur hver og einn valið þann sem hon­um þykir best­ur.

Þetta er góður rétt­ur til að njóta alla daga, meira segja á sunnu­dags­kvöldi í góðum fé­lags­skap

Ofnbakaður fiskur með blaðlauk 

Vista Prenta

Ofn­bakaður fisk­ur með blaðlauk

  • 800 g fisk­flök, ýsa eða þorsk­ur
  • 2 msk. sítr­ónusafi
  • ½ tsk. salt
  • 1 tsk. sítr­ónupip­ar
  • 250 g smurost­ur (papriku, sveppa eða ann­ar)
  • ½ dl rjómi
  • ½ dl vatn
  • 1 dl brauðrasp
  • ½ saxaður blaðlauk­ur (má skipta út fyr­ir rauðlauk)
  • 2 msk stein­selja
  • 100 g rif­inn ost­ur
  • 60 g brætt smjör

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 190°C hita.
  2. Smyrjið eld­fast mót.
  3. Gætið þess að fisk­flök­in séu roð- og bein­hreinsuð.
  4. Skerið fisk­flök­in í jafn­stór stykki og raðið í formið.
  5. Kreistið sítr­ónusaf­ann yfir fisk­inn ásamt salti og sítr­ónupip­ar.
  6. Bræðið sam­an smurost­inn og rjómann ásamt vatn­inu í potti við væg­an hita og hrærið í þar til úr verður jöfn sósa.
  7. Hellið blönd­unni jafnt yfir fisk­inn.
  8. Blandið brauðraspin­um, blaðlaukn­um, stein­selj­unni, rifna ost­in­um og brædda smjör­inu sam­an í skál.
  9. Dreifið brauðrasps­blönd­unni yfir fisk­inn.
  10. Bakið í ofni í um það bil 20 mín­út­ur við 190°C.
  11. Berið fram með grjón­um eða kart­öfl­um og góðu sal­ati.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert