„Ég er með ólæknandi áhuga á mat og matargerð“

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og matgæðingur með meiru á heiður af …
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og matgæðingur með meiru á heiður af vikumatseðlinum sem er hinn girnilegasti. mbl.is/Hákon

Rósa Guðbjarts­dótt­ir bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni. Rósa er mik­ill mat­gæðing­ur og fag­ur­keri og hef­ur gefið út nokkr­ar mat­reiðslu­bæk­ur.  Hún legg­ur mikið upp úr því að elda sem mest sjálf og njóta með þess að borða með fjöl­skyld­unni.

„Mér finnst mik­il­vægt að fjöl­skyld­an setj­ist niður sam­an við kvöld­mat­ar­borð sem flesta daga og reyni mitt allra besta til að halda þeirri hefð. Við náum því oft­ast þótt ann­ríkið sé oft á tíðum mikið. Ef ekki gefst tími til að elda sjálf­ur þá er hægt að grípa eitt­hvað til­búið og taka með heim og borða sam­an, spjalla og ná jarðteng­ingu eft­ir líf­leg­an dag,“ seg­ir Rósa.

Rósa leggur mikið upp úr því að fjölskyldan eigi góðar …
Rósa legg­ur mikið upp úr því að fjöl­skyld­an eigi góðar stund­ir yfir kvöld­verðinum. mbl.is/​Há­kon

80/​20 regl­an er góð

„Ég legg mikið upp úr því að elda sem mest sjálf og þá úr fersku og góðu hrá­efni. Mark­miðið er að fæðan sé um 80% hrein því þá veit ég að hún inni­held­ur alla þá nær­ingu og góðu orku sem við þurf­um á að halda. Þá er ein­falt að njóta ein­hvers ann­ars sem freist­ar á móti. Mjög gott að hafa 80/​20 regl­una til hliðsjón­ar.

Ég er með ólækn­andi áhuga á mat og mat­ar­gerð og öllu sem við kem­ur hrá­efni og áhersl­um í mat­ar­gerðinni. Hef ég alltaf fylgst vel með straum­um og stefn­um í þess­um efn­um, enda verið eitt af aðaláhuga­mál­un­um frá ung­lings­aldri. Ég rækta kryd­d­jurtir sjálf í mat­ar­gerðina og er með dá­litla græn­met­is­rækt­un líka. Það lyft­ir mat­reiðslunni upp í aðrar hæðir að fara út í garð og ná í og síðan nota eig­in hrá­efni. Nú í lok októ­ber eru sum­ar kryd­d­jurtirn­ar enn vel nýt­an­leg­ar og græn­kálið í miklu fjöri. Ef aðstæður leyfðu þá gæti drauma­mat­seðill vik­unn­ar litið svona út hjá mér,“ seg­ir Rósa að lok­um.

Hér má sjá drauma­vikumat­seðil­inn henn­ar Rósu.

Mánu­dag­ur – Heims­ins besti hafra­graut­ur

„Að byrja dag­inn á staðgóðum og holl­um morg­un­mat get­ur al­veg breytt deg­in­um og á mánu­degi er tónn­inn gef­inn fyr­ir vik­una. Þessi hafra­graut­ur er sann­kallaður ham­ingjugraut­ur og dá­sam­legt upp­haf á hvaða degi sem er, svo ekki sé talað um á mánu­degi. Dag­ur­inn verður ein­fald­lega betri.“

Þriðju­dag­ur – Lax sem skyndi­biti

„Ég borða mik­inn fisk og er lax og bleikja í al­gjöru upp­á­haldi. Lax er stút­full­ur af Omega-3 og finnst mér hann ljúf­feng­ur í hvaða út­færslu sem er; eldaður, hrár, reykt­ur, graf­inn og jafnt heit­ur sem kald­ur. En mik­il­væg­ast er þó að ofelda ekki lax því þá verður hann þurr og ólyst­ug­ur. Ég gæti haft lax eða bleikju á borðum 3-4 sinn­um í viku en heim­il­is­fólkið væri nú kannski ekki allt spennt fyr­ir því. Hér er ein­föld upp­skrift úr smiðju Nönnu Rögn­vald­ar sem er fljót­leg og freist­andi.“

Miðviku­dag­ur – Þorsk­hnakki og humar­vor­rúll­ur

„Á mögnuðum miðviku­degi freist­ar mín að út­búa þorsk­hnakka að forskrift snill­ing­anna á veit­ingastaðnum GOTT í Vest­manna­eyj­um þar sem Sig­urður Gísla­son og Berg­lind Sig­mars ráða ríkj­um. All­ur mat­ur­inn sem þau bjóða upp á, hvort held­ur sem er á veit­ingastaðnum eða upp­skrift­irn­ar í mat­reiðslu­bók­un­um þeirra, er ein­stak­lega ljúf­feng­ur og girni­leg­ur.“

Fimmtu­dag­ur – Tortillusúpa með kjúk­ling

„Þessi árs­tími er til­val­inn fyr­ir ylj­andi og ljúf­fenga súpu. Mat­ar­mikl­ar súp­ur gerðar frá grunni úr góðu hrá­efni eru ein­fald­lega æðis­leg­ar. Það er ein­falt og þægi­legt að skella í góða súpu og gaf ég út fyr­ir nokkr­um árum bók, „Holl­ar og heill­andi súp­ur“ ,með öll­um mín­um upp­á­halds­upp­skrift­um að súp­um sem ég nota alltaf mikið. Hér er upp­skrift að einni góðri úr bók­inni en mat­ur und­ir mexí­kósk­um áhrif­um er sí­vin­sæll hjá mínu heim­il­is­fólki: 

Föstu­dag­ur – Pítsa Bianca með kart­öfl­um og tim­i­an

„Það eru marg­ir sem hafa skapað sér þá hefð að búa sam­an til pítsur á föstu­dags­kvöld­um þegar tími og aðstæður leyfa. Og hjá sum­um er það ein­fald­lega ómiss­andi. Við höf­um ekki komið okk­ur upp slíkri föstu­dags­hefð þótt án efa myndu ein­hverj­ir á heim­il­inu óska sér þess að svo væri. En eft­ir að fjár­fest var í pít­sa­ofni á heim­ilið í fyrra hef­ur pítsu­gerðin verið mun skemmti­legri en áður því pítsurn­ar fær­ast á annað plan hvað gæði og girni­leika varðar. Í sum­ar voru pítsur með hvít­um botni og ,,öðru­vísi“ áleggi vin­sæl­ar á heim­il­inu, „pizza bianca“ eins og þær kall­ast á Ítal­íu. Í stað hefðbund­inn­ar tóm­at­pítsusósu, krydds og kjötáleggs, er notaður rjóma­ost­ur á botn­inn og gjarn­an burrata,- mozzar­ella- eða geita­ost­ur ofan á. Annað álegg er til dæm­ir per­ur, hum­ar, pek­an­hnet­ur og hun­ang, svo eitt­hvað sé nefnt og kletta­sal­ati dreift yfir pítsurn­ar eft­ir bakst­ur. Hvít­ar pítsur eru ein­fald­lega sjúk­lega góðar og góð til­breyt­ing. Hér fann ég til­lögu að einni slíkri sem hægt er að styðjast við en svo er bara að láta hug­mynda­flugið leika laus­um hala og nota þá osta og hrá­efni sem hver og einn vill.“

Laug­ar­dag­ur - Sparikjúk­ling­ur

„Kjúk­ling­ur er alltaf vin­sæll á heim­il­inu og elda ég hann mjög mikið, kjúll­inn er stút­full­ur af próteini og mögu­leik­arn­ir í mat­reiðslunni óþrjót­andi. Kjúk­linga­kjöt er svo frá­bært hrá­efni, lang­flest­um finnst það gott og hægt að skala mat­reiðsluna „upp og niður“ eft­ir því hvað hent­ar hverju sinni. Kjúlli er frá­bær hvers­dags, til spari, á hlaup­um og allt þar á milli. Ég hef í gegn­um árin sí­fellt verið að prófa eitt­hvað nýtt með kjúk­linga­kjöt eins og flest­ir lík­lega en auðvitað eru nokkr­ir rétt­ir orðnir klass­ík og komn­ir með viður­nefnið „mömm­ukjúlli“. Hér er upp­skrift sem hljóm­ar spenn­andi og öðru­vísi og væri gam­an að prófa við tæki­færi: 

Sunnu­dag­ur – Ris­arækjutaco með maís- og límónu­sal­ati

Við erum oft með alls kyns tacorétti í kvöld­mat. Það er vin­sælt og þægi­legt að elda hakk eða kjúk­ling, setja í skál­ar niður­skorið græn­meti, sós­ur og niðurrif­inn ost og bera fram. Þá get­ur hver og einn fyllt tortilla­kök­urn­ar því áleggi sem hann vill. Und­an­far­in miss­eri hef ég verið með ris­arækjuþema til til­breyt­ing­ar og því fylg­ir annað meðlæti en þegar hakk eða kjúk­ling­ur eru aðal uppistaðan, eins og avóka­dó- eða mangósalsa, ferskt kórí­and­er er ómiss­andi, límón­ur og bragðsterk sósa. Nú er svo komið að ris­arækjutaco hef­ur gjör­sam­lega slegið í gegn á mínu heim­ili og ein­hvern veg­inn geri ég aldrei nóg sama hvað ég marg­falda upp­skrift­irn­ar mikið. Það er um að gera að prófa sig áfram með rækjutacorétti, velja sós­ur og meðlæti eft­ir smekk en hér er upp­skrift sem kem­ur manni al­veg í rétta gír­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert