Heba Sólveig Heimisdóttir sælkeri á heiðurinn af þessu ostasalati og segist þora að fullyrða að þessi þægilega uppskrift sé hagkvæmari og betri en það sem er keypt tilbúið.
„Þeir sem vilja hafa salatið blautara geta sett meira af sýrðum rjóma og majónesi. Með nýbökuðu súrdeigsbrauði er þetta æði og ef halda á bröns er salatið tilvalið á veisluborðið,“ segir Heba.
Peppað ostasalat sem gargar á þig
Ostasalat
- 1 stk. piparostur, gróft rifinn
- 1 rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í smáa bita
- 2 harðsoðin egg
- 1 skarlottulaukur, fínt saxaður
- 1½ dl majónes
- 1 dl sýrður rjómi
- 1 tsk. óreganó
- ½ tsk. hvítlauksblanda
- ½ tsk. Worchester-sósa eða nokkrir dropar af sojasósu (má sleppa)
- ½ tsk. Dijon-sinnep
- ½ tsk. karrí
- ½ tsk. saltflögur
Aðferð:
- Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið vel saman.