Peppað ostasalat sem gargar á þig

Girnilegt ostasalat sem steinliggur í næsta saumaklúbb eða vinnustaðakaffi.
Girnilegt ostasalat sem steinliggur í næsta saumaklúbb eða vinnustaðakaffi. Ljósmynd/Hanna

Heba Sól­veig Heim­is­dótt­ir sæl­keri á heiður­inn af þessu osta­sal­ati og seg­ist þora að full­yrða að þessi þægi­lega upp­skrift sé hag­kvæm­ari og betri en það sem er keypt til­búið.

„Þeir sem vilja hafa sal­atið blaut­ara geta sett meira af sýrðum rjóma og maj­ónesi. Með ný­bökuðu súr­deigs­brauði er þetta æði og ef halda á bröns er sal­atið til­valið á veislu­borðið,“ seg­ir Heba.

Peppað ostasalat sem gargar á þig

Vista Prenta

Osta­sal­at

  • 1 stk. pip­arost­ur, gróft rif­inn
  • 1 rauð paprika, fræhreinsuð og skor­in í smáa bita
  • 2 harðsoðin egg
  • 1 skarlottu­lauk­ur, fínt saxaður
  •  dl maj­ónes
  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1 tsk. óreg­anó
  • ½ tsk. hvít­lauks­blanda
  • ½ tsk. Worchester-sósa eða nokkr­ir drop­ar af sojasósu (má sleppa)
  • ½ tsk. Dijon-sinn­ep
  • ½ tsk. karrí
  • ½ tsk. salt­flög­ur

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið sam­an í skál og blandið vel sam­an.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert