Vetrargleðirétturinn hennar Jönu

Nýi vetrarrétturinn hennar Jönu minnir á jólin, epli og kanill …
Nýi vetrarrétturinn hennar Jönu minnir á jólin, epli og kanill sem gefa tóninn. Samsett mynd

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir, alla jafna kölluð Jana, heilsu­drottn­ing­in er kom­inn í vetr­argír­inn. Hún er búin að setja sam­an þenn­an girni­lega vetr­ar­rétt, sem virk­ar jafnt sem morg­un­verður, dög­urður eða jafn­vel sem eft­ir­rétt­ur.

Það sem ger­ir hann svo vetr­ar­leg­an er kanill­inn og epl­in, minn­ir ör­lítið á jól­in. En epli og kanill eru oft tákn­ræn fyr­ir jól­in eins við þekkj­um flest. 

Vetrargleðirétturinn hennar Jönu

Vista Prenta

Vetr­argleðirétt­ur­inn

  • 1 epli, kjarn­hreinsað og skorið í litla bita
  • 4 döðlur stein­laus­ar, skorn­ar i litla bita
  • 2 msk. vatn
  • 1 tsk. vanilla
  • 1 tsk. kanill
  • Grísk kaniljóg­úrt, sjá upp­skrift fyr­ir neðan

Aðferð:

  1. Bakið epla og döðlubit­ana með vatni, vanillu og kanil í nokkr­ar mín­út­ur.
  2. Á meðan eplið og döðlurn­ar bak­ast hrærið þá sam­an búið þá til gríska kaniljóg­úr­tið og setjið í skál geymið í kæli fyr­ir sam­setn­ingu.

Grísk kaniljóg­úrt

  • 200-300 ml hrein grísk jóg­úrt frá Arna
  • 1 msk. kolla­gen duft (má sleppa)
  • ½ -1 tsk. kanill
  • 1 tsk. vanilla
  • 3 msk. akasí­hun­ang eða sæta að eig­in vali

Til skreyt­ing­ar og á milli laga

  • Nokkr­ar mat­skeiðar af góðu granóla

Sam­setn­ing:

  1. Byrjið á að setja kaniljóg­úr­tið í lag­skipt í fal­leg glös á fæti.
  2. Setjið síðan epla­blönd­una ofan á og síðan granóla og svo aft­ur þess­ari röð.
  3. Bland­an verður svo fal­leg í glasi.
  4. Skreytið af vild.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert