„Ég þrái minni verðbólgu fyrir mitt eldhús“

Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík suður dreymir um …
Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík suður dreymir um lægra matarverð fyrir eldhúsið sitt. mbl.is/Karítas

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, odd­viti Viðreisn­ar í Reykja­vík suður og fyrr­ver­andi sak­sókn­ari hjá rík­is­sak­sókn­ara, er mik­ill gleðigjafi og hrók­ur alls fagnaðar. Hún nýt­ir hvert tæki­færi til að gera dag­ana skemmti­legri.

Hún ljóstr­ar hér upp hvað henni finnst vera ómiss­andi að eiga í eld­hús­inu og hvaða hlut­verki eld­húsið gegn­ir í raun fyr­ir fjöl­skyld­una. Dag­inn byrj­ar hún ávallt á kaffi­bolla og seg­ir eld­húsið sitt þrá lægra mat­ar­verð.

Lífs­nauðsyn að eiga kaffi

Hvað finnst þér ómiss­andi að eiga í eld­hús­inu?

„Það get­ur ekki gengið upp að eiga ekk­ert kaffi. Fyr­ir utan þetta helsta sem þarf alltaf að vera þar sem börn eru á heim­il­um þá er kaffi í mín­um heimi í flokki lífs­nauðsynja. Ég byrja alla daga á kaffi­bolla. Ég yrði held ég mjög lítið meðfæri­leg ef ég ætti ekki kaffi.“

Hvað finnst þér vera heit­asta trendið í eld­húsið núna?

„Heit­asta trendið hjá mér þessa dag­ana myndi ég segja er að elda eins og í iðnaðar­eld­húsi. Hitt trendið mitt er reynd­ar að elda ekki. Kosn­inga­bar­átta býður ekki alltaf upp á að vera heima að kvöldi. Dag­arn­ir eru skemmti­leg­ir en lang­ir en aðallega dá­lítið kaó­tísk­ir. Ég hef þess vegna reynt að elda stærri skammta þegar ég elda. Tröll­vax­inn skammt af las­anja eða ein­hverja rétti sem hægt er að hita upp aft­ur dag­inn eft­ir. Mark­miðið er ein­fald­lega geta feikað að hér er eldað sjaldn­ar en áður var.“

Hvaða lit­ur er að koma sterk­ur inn að þínu mati?

„Ég myndi auðvitað segja app­el­sínu­gul­ur lit­ur Viðreisn­ar. Vegg­ur­inn hér heima í eld­hús­inu er fal­lega gul­ur og nokkuð ná­lægt fal­leg­um lit Viðreisn­ar.“ 

Plast- eða viðarbretti?

Mér finnst viðarbretti mun fal­legri og þægi­legri að vinna á. 

Ertu með kaffi­vél í eld­hús­inu?

„Ég er með fín­ustu kaffi­vél í eld­hús­inu sem er í mikl­um met­um hjá mér. Fékk hana í af­mæl­is­gjöf frá fjöl­skyld­unni þegar ég varð fer­tug. Upp­á­halds­græja al­gjör.“ 

Áttu þér þinn upp­á­haldskaffi­bolla?

„Fyrsti kaffi­bolli dags­ins er minn upp­á­halds­bolli.“

Breyt­ir þú eld­hús­inu eft­ir árstíðum, hvað varðar liti og annað slíkt?

„Eld­húsið fær jóla­skraut þegar jól­in nálg­ast.“ 

Mik­ill áhrifa­vald­ur í lífi fjöl­skyld­unn­ar 

Upp­á­haldsstaður­inn í eld­hús­inu?

„Ætli það sé ekki bara uppþvotta­vél­in. Sú græjaði bilaði um dag­inn og þá fund­um hvað hún er mik­ill áhrifa­vald­ur í lífi fjöl­skyld­unn­ar. Al­gjör kjarn­a­starf­semi. Ég fann að ég var veru­lega lítið hrif­in af því að vera ekki með uppþvotta­vél í lagi.“

Þorbjörg segir að uppþvottavélin sé mikill áhrifavaldur í lífi fjölskyldunnar.
Þor­björg seg­ir að uppþvotta­vél­in sé mik­ill áhrifa­vald­ur í lífi fjöl­skyld­unn­ar. mbl.is/​Karítas

Áttu þér drauma­elda­vél? Viltu gas eða spam?

„Mér finnst æðis­legt að elda á gaselda­vél og átti einu sinni eina slíka. Í eld­húsi drauma minna væri ég með ein­hverja slíka, ofboðslega veg­lega á mín­um veg­um.“

Ertu með kerti í eld­hús­inu?

„Ekki í eld­hús­inu nei, en nán­ast alltaf inni í stofu og oft við kvöld­mat­ar­borðið. Ég elska kerti og sé þau sem mína eig­in geðheil­brigðisþjón­ustu þegar hálfs árs lang­ur vet­ur brest­ur á hér á landi.“

Finnst þér skipta málið að leggja fal­lega á borð?

„Hik­laust þegar eldað er fyr­ir eitt­hvað sér­stakt til­efni. En dúk­ar og eitt­hvað svona meira fín­erí á borð dreg ég helst fram um jól­in.“

Hvað dreym­ir þig um að eign­ast í eld­húsið?

„Mitt eld­hús dreym­ir aðallega um lægra mat­ar­verð. Ég þrái minni verðbólgu fyr­ir mitt eld­hús.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert