Þetta þarftu að eiga í eldhúsinu

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottningin knáa segir að þetta séu bestu vinir …
Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottningin knáa segir að þetta séu bestu vinir þínir í eldhúsinu. Samsett mynd

Eft­ir­rétta­drottn­ing­in, Ólöf Ólafs­dótt­ir, konditor og fyrr­ver­andi meðlim­ur ís­lenska kokka­landsliðsins, gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð bakst­urs­ráð í vet­ur. Ráðin henn­ar Ólaf­ar munu nýt­ast þeim sem hafa gam­an af því að baka, skreyta kök­ur og galdra fram eft­ir­rétti. Nú stytt­ist óðum í aðvent­una og jól­in og þá get­ur gott að vera vel und­ir­bú­inn.

Ólöf Ólafsdóttir eftirréttadrottning Íslands gefur lesendum góð húsráð.
Ólöf Ólafs­dótt­ir eft­ir­rétta­drottn­ing Íslands gef­ur les­end­um góð hús­ráð. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þínir bestu vin­ir í eld­hús­inu

„Þínir bestu vin­ir í eld­hús­inu vigt, hita­mæl­ir, töfra­sproti og palet-spaði. Ef þú vilt tryggja að all­ur bakst­ur og eft­ir­rétta­gerð gangi sem best þá eru þetta ómiss­andi hlut­ir að eiga.

Þinn allra besti vin­ur í eld­hús­inu er vigt­in, hún ger­ir þér kleift að gera hvaða upp­skrift sem er upp á tíu, ég myndi alltaf passa mig að hafa vigt­ina sem ná­kvæm­asta.

Síðan er það hita­mæl­ir­inn, ég gæti mögu­lega kom­ist hjá því að vinna með hita­mæli þegar kem­ur að því að vinna með súkkulaði eða krem, en ég tel að maður þurfi að minnsta kosti 20-30 ára reynslu til að hitta á hið full­komna og rétta hita­stig. Marg­ar upp­skrift­ir krefjast þess að not­ast sé við hita­mæli og mæli ég alltaf með að hafa einn til taks í skúff­unni.

Loks er það töfra­sprot­inn. Ég nota hann í flestalla ganache, curd eða creme ang­les, hann ger­ir það að verk­um að bland­an verður alltaf silkimjúk.

Að lok­um er það palet-spaðinn. Ef þig lang­ar í slétta áferð á köku þá er palet-spaðinn klár­lega málið, auðveld­ur til að vinna með og gef­ur þér alltaf hina full­komnu út­komu,“ seg­ir Ólöf.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert