Wagyu lúxusborgarinn hans Bjarka er rosalegur

Bjarki Snær Þorsteinsson landsliðskokkur sviptir hulunni af sínum uppáhaldshamborgara.
Bjarki Snær Þorsteinsson landsliðskokkur sviptir hulunni af sínum uppáhaldshamborgara. mbl.is/Árni Sæberg

Bjarki Snær Þor­steins­son, mat­reiðslumaður og landsliðskokk­ur elsk­ar góða ham­borg­ara og steik­ir þá all­an árs­ins hring. Hann er mik­ill sæl­keri og hef­ur ástríðu fyr­ir að nostra við mat­ar­gerðina og bæta við þessu extra.

Bjarki að svipt­ir hér hul­unni af sín­um upp­á­halds­ham­borg­ara þessa dag­ana. Þessi ham­borg­ari er rosa­leg­ur, al­gjör lúx­usút­gáfa, sam­setn­ing­in er framúrsk­ar­andi og það verður erfitt að toppa þenn­an. All­ir ham­borg­araaðdá­end­ur eiga eft­ir missa sig yfir þess­um.

„Upp­á­halds­borg­ar­inn minn er Wagyu borg­ari með 12 mánaða Ísbúa, lauksultu, trufflukremi, kletta­sal­ati, steiktu foie gras í dún­mjúku kart­öflu­brauði frá Le kock, borið fram með kart­öflu­f­lög­um og ís­kaldri Curi­osity cola frá fentim­ans,“ seg­ir Bjarki og fær vatn í munn­inn. 

Hráefnið sem þarf í lúxushamborgarann hans Bjarka.
Hrá­efnið sem þarf í lúx­us­ham­borg­ar­ann hans Bjarka. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Hann byrjar á því að steikja foie gras.
Hann byrj­ar á því að steikja foie gras. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Wagyu borgarnir eru síðan steiktir upp ur andafitunni.
Wagyu borg­arn­ir eru síðan steikt­ir upp ur andafit­unni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Ísbúann brennir síðan Bjarki með brennara. Það er líka hægt …
Ísbú­ann brenn­ir síðan Bjarki með brenn­ara. Það er líka hægt að láta hann bráðna á borg­ar­an­um á pönn­unni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Síðan er það samsetningin.
Síðan er það sam­setn­ing­in. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Lokahnikkurinn er að setja Foie gras ofan brauðlokið.
Loka­hnikk­ur­inn er að setja Foie gras ofan brauðlokið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Wagyu lúxusborgarinn hans Bjarka er rosalegur

Vista Prenta

Wagyu lúx­us­borg­ari að hætti Bjarka

  • 2 stk. 120 g wagyu ham­borg­ar­ar frá Sæl­kera­búðinni
  • 2 kart­öflu­brauð frá Le Kock
  • 4 sneiðar Ísbúi
  • Kletta­sal­at eft­ir smekk
  • Lauksulta eft­ir smekk (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • Trufflukrem frá cuis­ine.is
  • Foie gras, steikja

Aðferð:

  1. Byrjið á að steikja foie gras á pönnu þar til gull­in­brúnt.
  2. Steikið næst ham­borg­ar­ann á sömu pönnu, þegar hann er gull­in­brúnn setjið þá 12 mánaða Ísbúa á borg­ar­ann og brennið með gasbrenn­ara.
  3. Steikið því næst brauðin á sömu pönnu með fit­unni frá andalifr­inni og wagyu kjöt­inu.
  4. Setjið síðar brauðið á disk eða bretti.
  5. Setjið trufflukrem frá cuis­ine.is á botn­inn, því næst kletta­sal­at, svo lauksult­una, bætið síðan borg­ar­an­um við og aft­ur trufflukrem og lokið.
  6. Leggið andalifr­ina ofan á brauðið og njótið með kart­öflu­f­lög­um. 

Lauksulta

  • 2-3 msk. olía
  • 4 rauðlauk­ar, skorn­ir í tvennt og sneidd­ir í þunn­ar sneiðar
  • 3 msk. bal­sa­mike­dik
  • 2-3 msk. hrá­syk­ur

Aðferð:

  1. Hitið ol­í­una í góðum potti og setjið lauk­inn út í . 
  2. Steikið við lág­an hita í ol­í­unni þar til lauk­ur­inn er orðinn mjúk­ur eða í u.þ.b. 5 mín­út­ur. Bætið bal­sa­mik-ed­iki og sykri út í og látið malla und­ir loki við lág­an hita í 30 – 40 mín­út­ur. Hrærið reglu­lega í lauksult­unni.
  3. Saltið eft­ir smekk.
  4. Setjið í gott ílát með loki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert