Kjúklingur með parmesan borinn fram með jógúrtsósu

Girnilegur kjúklingur í parmesan með ljúffengu meðlæti.
Girnilegur kjúklingur í parmesan með ljúffengu meðlæti. mbl.is/Árni Sæberg

Marta María Arn­ars­dótt­ir skóla­meist­ari Hús­stjórn­ar­skól­ans deil­ir upp­skrift af kjúk­ling með par­mes­an sem bor­inn er fram með ofn­bökuðum kart­öflu­bát­um og grískri jóg­úrtsósu.

Þetta er kjúk­ling­ur sem gam­an er fyr­ir fjöl­skyld­una að búa til sam­an og njóta við huggu­leg­heit og kerta­ljós.

Kjúklingur með parmesan borinn fram með jógúrtsósu

Vista Prenta

Kjúk­ling­ur með par­mes­an, ofn­bökuðum kart­öflu­bát­um og grískri jóg­úrtsósu

Kjúk­ling­ur með par­mes­an

  • 6 kjúk­linga­bring­ur
  • 3 ½ dl brauðrasp
  • 8 msk. rif­inn par­mesanost­ur, fersk­ur
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. svart­ur pip­ar
  • 2 egg
  • 1-1  og ½ sítr­óna

Aðferð:

  1. Kljúfið kjúk­linga­bring­urn­ar í tvennt.
  2. Blandið par­mesanosti og kryddi sam­an við brauðraspið.
  3. Veltið bring­un­um upp úr sund­urslegn­um eggj­un­um og síðan raspin­um.
  4. Steikið á olíu við góðan hita þar til raspið er orðið gul­brúnt.
  5. Færið bring­urn­ar yfir á bakka með bök­un­ar­papp­ír eða yfir í eld­fast mót.
  6. Berið fram með fersku sal­ati, sítr­ónu­bát­um og ofn­steikt­um kart­öflu­bát­um.

Ofn­steikt­ir kart­öflu­bát­ar

  • 10 bök­un­ar­kart­öfl­ur
  • 4 msk. olía
  • Kart­öflukrydd (t.d. 1 hvít­lauksrif  og ½ tsk. rós­marín)
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Þvoið kart­öfl­urn­ar og skerið í báta.
  2. Setjið kart­öflu­bát­ana á bök­un­ar­papp­ír í ofnskúffu.
  3. Kryddið vel með kart­öflukryddi og salti og pip­ar. Hellið ol­í­unni yfir kart­öfl­urn­ar. Jafnið vel sam­an kryddi og olíu.
  4. Bakið við 180°C í 30 mín­út­ur.

Grísk jóg­úrtsósa með kryddi

  • 200 g grísk jóg­úrt eða sýrður rjómi
  • 2 msk. maj­ónes
  • ½ - 1 msk. hlyns­íróp eða hun­ang
  • ½ msk. sítr­ónusafi
  • 1 hvít­lauks­geiri, mar­inn
  • 1 ½ tsk. þurrkað óreg­anó
  • 1 ½ tsk. þurrkað tim­i­an
  • Salt og nýmalaður pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Blandið öll hrá­efn­inu sam­an í skál og hrærið vel sam­an.
  2. Setjið síðan í kæli í a.m.k. 1 klukku­stund.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert