Davíð Freyr kom, sá og sigraði í kökukeppninni

Sigurvegarar keppninnar ásamt tveimur úr dómnefndinni, Schmidt Mads Viborg, Karen …
Sigurvegarar keppninnar ásamt tveimur úr dómnefndinni, Schmidt Mads Viborg, Karen Lilja Sveinsdóttir, Davíð Freyr Jóhannesson, Sigrún Sól Vigfúsdóttir og Kenneth Baker. mbl.is/Karítas

Davíð Freyr Jó­hanns­son frá Mos­fells­bakarí sigraði Puratos köku­keppn­ina sem fram fór síðastliðinn fimmtu­dag með safa­ríka sítr­ónu­köku með sítr­ónu Smoo­bees. Að sögn dóm­nefnd­ar var það ein­fald­leik­inn sem heillaði og sítr­ónu­bragðið á kök­unni sem fékk að njóta sín.

Puratos köku­keppn­in var á veg­um ÓJK-ÍSAM og var hald­in á Stór­eld­hús­sýn­ing­unni í Laug­ar­dals­höll­inni sem stóð yfir dag­ana 31. októ­ber til 1. nóv­em­ber.

Davíð Freyr með verðlaunakökuna, safaríka sítrónuköku með sítrónu Smoobees.
Davíð Freyr með verðlauna­kök­una, safa­ríka sítr­ónu­köku með sítr­ónu Smoo­bees. mbl.is/​Karítas

Alls voru 18 kök­ur send­ar inn, en keppn­is­fyr­ir­komu­lagið var með þeim hætti að kak­an átti að vera fyr­ir að lág­marki 6 til 8 manns og inni­halda a.m.k. tvær Puratos vör­ur. Frjálst var með út­lit á kök­urn­ar, en kak­an átti að vera ein­föld og getað þolað að standa í kaffi­stof­unni án þess að vera í kæli. Keppn­is­rétt höfðu all­ir þeir sem eru lærðir bak­ar­ar, konditor­ar, mat­reiðslu­menn eða á náms­samn­ingi í þess­um grein­um.

Sigrún Sól Vigfúsdóttir með ljúffenga saltkaramelluköku.
Sigrún Sól Vig­fús­dótt­ir með ljúf­fenga salt­kara­mellu­köku. mbl.is/​Karítas
Karen Lilja Sveinsdóttir með kanil-karamellu kaka með ástaraldin og smjörkremi.
Kar­en Lilja Sveins­dótt­ir með kanil-kara­mellu kaka með ástar­ald­in og smjörkremi. mbl.is/​Karítas

Þátt­tak­an von­um fram­ar

Þátt­tak­an í keppn­inni var með von­um fram­ar og virki­lega gam­an að sjá hversu marg­ir tóku þátt. Metnaður­inn hjá kepp­end­um var mik­ill og ljóst að þeir sem eru í þess­um fag­grein­um blómstra í dag,“ seg­ir Eggert Jóns­son viðskipta­stjóri hjá ÓKJ-ÍSAM.

Það var sam­dóma álit allra og dóm­nefnd­ar­inn­ar að þetta hafi verið mjög skemmti­leg köku­keppni og fjöl­breytn­in hafi komið á óvart.

Þessi skipuðu í þrjú efstu sæt­in

  1. sæti með 24,1 stig var Davíð Freyr Jó­hanns­son Mos­fells­bakarí með safa­ríka sítr­ónu­köku með sítr­ónu Smoo­bees.
  2. sæti með 23,7 stig var Sigrún Sól Vig­fús­dótt­ir frá Bak­ara­meist­ar­an­um með salt­kara­mellu­köku.
  3. sæti með 23 stig var Kar­en Lilja Sveins­dótt­ir  frá Gulla Arn­ar bak­ara með kanil-kara­mellu kaka með ástar­ald­in og smjörkremi.

Stig voru gef­in fyr­ir bragð (60%), út­lit (30 %) og upp­bygg­ing á köku og frá­gang á upp­skrift (10%).

Dómarasettið Schmidt Mads Viborg frá Puratos, Kenneth Baker frá Puratos …
Dóm­ara­settið Schmidt Mads Vi­borg frá Puratos, Kenn­eth Baker frá Puratos og Sjöfn Þórðardótt­ir frá Morg­un­blaðinu, um­sjón­ar­maður Mat­ar­vefs mbl.is. Ljós­mynd/​Eggert Jóns­son

Dóm­nefnd skipuðu þau:

  • Schmidt Mads Vi­borg frá Puratos
  • Kenn­eth Baker frá Puratos
  • Sjöfn Þórðardótt­ir frá Morg­un­blaðinu, um­sjón­ar­maður Mat­ar­vefs mbl.is
Gestir sýningarinnar fengu að njóta kræsingana sem tóku þátt. Alls …
Gest­ir sýn­ing­ar­inn­ar fengu að njóta kræs­ing­ana sem tóku þátt. Alls 18 kök­ur kepptu um að vera best­ar. mbl.is/​Karítas
Davíð Freyr var ánægður með viðurkenninguna.
Davíð Freyr var ánægður með viður­kenn­ing­una. mbl.is/​Karítas
Sigrún Sól tekur á móti sínum verðlaunum.
Sigrún Sól tek­ur á móti sín­um verðlaun­um. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert